Hugmyndir fyrir heimilin
Upplýsingatækni í grunnskólum Kópavogs - 25. mars 2021.
Í páskaleyfinu...
Páskaleyfið sem nú er að hefjast er vafalítið með öðruvísi hætti en þú átt að venjast og kannski var fjölskyldan búin að skipuleggja ferðalag eða veisluhöld um páskana sem nú þarf að fresta. Þess vegna langaði okkur að koma með þessar hugmyndir fyrir páskaleyfið í ár.
Farir þú út í gönguferð má til dæmis leika sér að því að finna hunda, fugla, listaverk eða plöntur og taka af þeim myndir. Síðan getur þú greint tegundir og heiti myndefnisins þegar heim er komið. Plokk væri líka hugmynd en þá mælum við eindregið með hönskum. Notið trefla, buff og vettlinga í göngunum og munið tveggja metra regluna.
Kannt þú fleiri skemmtilega leiki? Hér fyrir neðan höfum við tekið saman fleiri hugmyndir fyrir þig sem þú og fjölskylda þín ættuð að skoða. Það er ótrúlegt hvað tæknin gefur okkur mörg tækifæri sem áður voru óframkvæmanleg við aðstæður sem þessar sem við erum nú að upplifa.
Við hlökkum til að sjá þig aftur í skólanum eða fjarskólanum eftir páska.
Páskaskraut
Trölladeig
300 gr fínt borðsalt
6 dl sjóðandi vatn
matarlitur
1 msk. matarolía
300 gr hveiti
Gott er að vera í gúmmihönskum.
Setjið borðsaltið í skál og hellið vatninu yfir ásamt matarolíu og matarlit.
Hrærið hveitinu smátt og smátt saman við þar til að leirkúla hefur myndast. Hnoðið degið í höndunum þar til að það er orðið mjúkt og tegjanlegt. Bætið við hveiti eftir þörfum.
Bökunartími fer eftir þykkt þess sem þið mótið úr deginu.
Þunnar fígúrur
Bakist í ofni við 175°C í 1,5 klst
T.d. þykkur aðventukrans
Bakist í ofni við 175°C í 2 klst til 3 klst
Apple Clips myndbandagerðarsmáforrit Með Apple Clips myndbandagerðarsmáforritinu er hægt að gera skemmtilegar kvikmyndir. | Toontastic sögugerð Þetta skemmtilega smáforrit gefur kost á hlutverkaleik og sögugerð. Toontastic leiðbeinir við sögugerðina um upphaf, miðju og endi sögu. | Podcast til að búa til útvarpsþátt Hefur þú hugsað þér að gaman væri að búa til útvarpsþátt? |
Apple Clips myndbandagerðarsmáforrit
Toontastic sögugerð
Podcast til að búa til útvarpsþátt
18 smáforrit fyrir myndlist Hér má finna sitthvað spennandi fyrir skapandi huga og hönd | Google Arts & Culture Listir og menning (Google Arts & Culture). Smáforrit sem gerir þér t.d. kleift með hjálp tækninnar að fá listaverkin heim til að skoða betur. Prófaðu hér eftir að þú ert búin að hlaða forritinu niður. | Fræg listasöfn Farðu á fræg listasöfn með Arts & Culture smáforritinu. |
18 smáforrit fyrir myndlist
Google Arts & Culture
Göngutúr og leiðsögn um listaverk í Reykjavík
Á einfaldan og skemmtilegan hátt má fræðast um öll útilistaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með í borgarlandinu, ásamt fleiri verkum. Þar má hlusta á hljóðleiðsagnir og fara í skemmtilega leiki.
Forritinu má hlaða niður endurgjaldslaust í snjalltæki, bæði fyrir iOS og Android stýrikerfi. Forritið er bæði á íslensku - Útilistaverk í Reykjavík og ensku - Reykjavík Art Walk - allt eftir stillingu snjalltækisins. Forritið hentar bæði fyrir börn og fullorðna.
Lazy monster Lazy monster appið er stórskemmtilegt fyrir hreyfingu. | Æfingar fyrir alla Á vefsíðu íþrótta- og ólympíusambands Íslands er að finna fjölda æfinga til að hreyfa sig, liðka og teygja. Kíktu endilega á æfingarnar á síðunni þeirra. | Pokeman Go Hvað er þetta Pokemon Go? Hér er 10 mínútna myndband á íslensku um leikinn. Hann er ókeypis í Appstore og er fyrir 9 ára og eldri. Pokeman Go í appsafni spjaldtölvuverkefnisins í Kópavogi. |
Æfingar fyrir alla
Pokeman Go
Paper smáforrit Paper er stórskemmtilegt smáforrit til að leika sér að teikna og gera skissur. | Ferðalag um Ísland Er fjölskyldan að skipuleggja ferðalag innanlands í sumar? Á Kortavefsjánni Menntamálastofnunar má finna marga fallega staði allt í kringum Ísland. Hafir þú áhuga á að heimsækja önnur lönd kemur Google Earth sér einnig vel. | Swift Playground Langar þig að forrita app? Skoðaðu hvað Swift Playground getur gert fyrir þig? |
Ferðalag um Ísland
Á Kortavefsjánni Menntamálastofnunar má finna marga fallega staði allt í kringum Ísland.
Hafir þú áhuga á að heimsækja önnur lönd kemur Google Earth sér einnig vel.

OrðavindaOrðavinda er orðaleikur á íslensku. | Vísindasmiðjan Hjá Vísindasmiðjunni má finna skemmtilegar heimatilraunir. Þú skalt alltaf hafa foreldra þína með í ráðum þegar gera á heimatilraunir. | Páskaföndur Á Pinterest er hægt að nálgast margar hugmyndir um páskaföndur. |
Vísindasmiðjan
Þú skalt alltaf hafa foreldra þína með í ráðum þegar gera á heimatilraunir.
Páskaföndur
Heimagerður leir
Innihaldsefni
1 bolli hveiti
1/2 bolli borðsalt
1 msk. matarolía/ólífuolía
1/2 tsk. cream of tartar
1 bolli sjóðandi vatn með matarlit að eigin vali út í
Leiðbeiningar
Þurrefnin sett í skál.
Olíunni og vatninu með matarlitnum í er hellt yfir.
Hrært vel með sleif þar til orðið eins og deig, þá tekið úr skálinni og hnoðað.
Gott er að vera með hanska þar sem matarliturinn getur smitast. Mér finnst gott að sigta þurrefnin en það er ekki nauðsynlegt. Geymið í plastpoka eða boxi svo loft komist ekki að leirnum þegar hann er ekki í notkun.
Myndir
Hægt er að nálgast hugmyndir á netinu, en einnig er mikilvægt að virkja sköpunarkraft nemenda með því að blanda saman efnum eða búa til kvikmynd með t.d. stop motion aðferðinni. Hver kannast ekki við stuttmyndir með leirköllum?