Hugmyndir fyrir heimilin

Upplýsingatækni í grunnskólum Kópavogs - 25. mars 2021.

Í páskaleyfinu...

langar okkur til að kynna fyrir þér nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem þú, vinir þínir og fjölskylda geta valið úr til afþreyingar. Þetta eru einungis hugmyndir og brot af því sem hægt er að gera.


Páskaleyfið sem nú er að hefjast er vafalítið með öðruvísi hætti en þú átt að venjast og kannski var fjölskyldan búin að skipuleggja ferðalag eða veisluhöld um páskana sem nú þarf að fresta. Þess vegna langaði okkur að koma með þessar hugmyndir fyrir páskaleyfið í ár.

Farir þú út í gönguferð má til dæmis leika sér að því að finna hunda, fugla, listaverk eða plöntur og taka af þeim myndir. Síðan getur þú greint tegundir og heiti myndefnisins þegar heim er komið. Plokk væri líka hugmynd en þá mælum við eindregið með hönskum. Notið trefla, buff og vettlinga í göngunum og munið tveggja metra regluna.


Kannt þú fleiri skemmtilega leiki? Hér fyrir neðan höfum við tekið saman fleiri hugmyndir fyrir þig sem þú og fjölskylda þín ættuð að skoða. Það er ótrúlegt hvað tæknin gefur okkur mörg tækifæri sem áður voru óframkvæmanleg við aðstæður sem þessar sem við erum nú að upplifa.


Við hlökkum til að sjá þig aftur í skólanum eða fjarskólanum eftir páska.

Páskaskraut

Það er ódýrt og einfalt að gera trölladeig. Taka einn dag eða kvöld til að búa til úr deiginu og baka og annan dag eða kvöld í að mála. Lika skemmtilegt að gera dúska úr garnafgöngum sem e.t.v. er til á heimilinu.


Trölladeig


300 gr fínt borðsalt
6 dl sjóðandi vatn
matarlitur
1 msk. matarolía
300 gr hveiti

Gott er að vera í gúmmihönskum.
Setjið borðsaltið í skál og hellið vatninu yfir ásamt matarolíu og matarlit.
Hrærið hveitinu smátt og smátt saman við þar til að leirkúla hefur myndast. Hnoðið degið í höndunum þar til að það er orðið mjúkt og tegjanlegt. Bætið við hveiti eftir þörfum.

Bökunartími fer eftir þykkt þess sem þið mótið úr deginu.

Þunnar fígúrur
Bakist í ofni við 175°C í 1,5 klst

T.d. þykkur aðventukrans
Bakist í ofni við 175°C í 2 klst til 3 klst

Páskaeggja - ratleikur

Margar fjölskyldur hafa þann sið að fela páskaegg og útbúa ratleik með vísbendingum. Hægt er til dæmis að nýta snjalltæki til að safna myndum og um leið verður leikurinn útivera og hreyfing.

Göngutúr og leiðsögn um listaverk í Reykjavík

App Listasafns Reykjavíkur

Á einfaldan og skemmtilegan hátt má fræðast um öll útilistaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með í borgarlandinu, ásamt fleiri verkum. Þar má hlusta á hljóðleiðsagnir og fara í skemmtilega leiki.

Forritinu má hlaða niður endurgjaldslaust í snjalltæki, bæði fyrir iOS og Android stýrikerfi. Forritið er bæði á íslensku - Útilistaverk í Reykjavík og ensku - Reykjavík Art Walk - allt eftir stillingu snjalltækisins. Forritið hentar bæði fyrir börn og fullorðna.

Big picture

Heimagerður leir

Inni­halds­efni
1 bolli hveiti
1/​2 bolli borðsalt
1 msk. matarol­ía/​ólífu­olía
1/​2 tsk. cream of tart­ar
1 bolli sjóðandi vatn með mat­ar­lit að eig­in vali út í

Leiðbein­ing­ar
Þur­refn­in sett í skál.
Ol­í­unni og vatn­inu með mat­ar­litn­um í er hellt yfir.
Hrært vel með sleif þar til orðið eins og deig, þá tekið úr skál­inni og hnoðað.

Gott er að vera með hanska þar sem mat­ar­lit­ur­inn get­ur smit­ast. Mér finnst gott að sigta þur­refn­in en það er ekki nauðsyn­legt. Geymið í plast­poka eða boxi svo loft kom­ist ekki að leirn­um þegar hann er ekki í notk­un.


Myndir

Hægt er að nálgast hugmyndir á netinu, en einnig er mikilvægt að virkja sköpunarkraft nemenda með því að blanda saman efnum eða búa til kvikmynd með t.d. stop motion aðferðinni. Hver kannast ekki við stuttmyndir með leirköllum?


Stop motion studio