Djúpavogsskóli

Fréttir úr skólastarfi

MAÍ OG JÚNÍ

10.maí - Skipulagsdagur - frídagur hjá nemendum.

11.maí - Skólaþing, takið seinni part dagsins frá.

26.maí - Uppstigningardagur - frídagur.

27.maí - Héraðsleikar (nánar um það síðar, skipulag í vinnslu).

Vordagar

03. júní - Skólaslit

Skipulagsdagar starfsfólks

NÆSTA VIKA

Mánudagur 2.maí

  • 13:00 Fundur í skólaráði, skóladagatal samþykkt.

Þriðjudagur 3.maí

  • 14:30 Starfsmannafundur, skóladagatal samþykkt.

Miðvikudagur 4.maí

  • Ungmennaþing (sjá auglýsingu neðar).

Fimmtudagur 5.maí

  • Teymis/fagfundur

Föstudagur 6.maí

  • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture

NÁMSMAT, STUTT Í SUMARFRÍ OG ÝMISLEGT ANNAÐ

Nú eru ekki margar kennsluvikur eftir og kennarar farnir að huga að námsmati og vordögum. Hér í Djúpavogsskóla stefnum við á að námsmat verði tilbúið um 20.maí.

Þetta þýðir að nú er sett kapp á að klára þau verkefni sem á eftir að meta.


Við erum alltaf að vinna í því að efla námsmatið, Jóhanna Reykjalín hefur leitt þá vinnu síðust ár. Við erum svo heppin að á því verður ekki breyting, Hanna er í fæðingarorlofi en kemur aftur til stafa á mánudaginn (í hlutastarf) og mun leiða okkur áfram í að efla okkar faglega starf.


Við erum líka svo heppin að hún Inga okkar er að koma aftur til starfa á mánudaginn, Inga ætlar að vera í hluta starfi út þetta skólaár og verður í stoðþjónustunni með Heiðu og Steinunni.

Það verður gott að fá þær stöllur aftur til starfa :)


Það er líka skemmtilegt að segja frá því að óvenju margir starfsmenn eru í, eða á leið í fæðingarorlof og í gær eiguðust heiðurs hjónin Natan og Ania stúlku, innilegar hamingjuóskir til ykkar :)


Síðasti vinnudagurinn hennar Auju var í gær en hún mætti samt í morgun :)...með kökur handa starfsfólki og ís handa nemendum. Takk elsku Auja :)

Big picture

UNGMENNAÞING Í MÚLAÞINGI

Miðvikudaginn 4.maí verður haldið þing fyrir alla unglinga í Múlaþingi (8.-10.bekk).

Með þessu þingi er verið að gefa unglingunum okkar tækifæri til að móta stefnu sveitarfélagsins.


Þetta er frábært framtak og við stefnum á að senda okkar fulltrúa á þetta þing. Foreldrar barna í unglingadeild fá upplýsingar um það eftir helgi.

Big picture

SKÓLAÞINGIÐ OKKAR

Miðvikudaginn 11.maí n.k. ætlum við að halda fyrsta skólaþingið okkar. Við fáum til okkar fólk sem hjálpar okkur að leiðir þá vinnu.

Markmið með þessu þingi er m.a. að veita nemendum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um skólastarfið í Djúpavogsskóla. Efla skólabraginn og fá fram tillögur allra sem að skólanum koma.


Undirbúningur stendur yfir og við upplýsum ykkur betur í næstu viku.


Það er mjög mikilvægt að sem flestir mæti, við gerum ráð fyrir að þingið hefjist kl. 17 en nánari tímasetning í næstu viku.

Big picture

HÉRAÐSLEIKAR

Nú eru allir viðburðir að fara af stað aftur eftir Covid, eitt af því sem er á skóladagatalinu okkar eru Héraðsleikar sem er viðburður sem hefð er fyrir hjá skólum á héraði. Öðrum skólum í Múlaþingi stendur nú til boða að vera með. Skipulag leikanna er í vinnslu og við upplýsum betur um það eftir viku.

SKEMMTILEG VERKEFNI Á GÖNGUM SKÓLANS

Hér má sjá skemmtilegar myndir úr samfélagsfræði hjá Unni.

LANDNÁMSMENN Í HEIMABYGGÐ

Hér má sjá okkar landnámsmenn, heldur betur flottur hópur :)

Frábært verkefni hjá Unni og hennar nemendum á unglingastigi.

Big picture

GLÆSILEGT LANDAFRÆÐI VERKEFNI

Big picture

SAMAN Á SAMFÉS

Hér má sjá unglinga í Djúpavogsskóla sameinast félögum sínum í Múlaþingi en leiðin liggur á Samfés.

https://www.samfes.is/samfes/vidburdir


Dásamlegt að sjá að nemendur fá tækifæri til að hittast á ný og skemmta sér saman.

Big picture

FLOTTUR GLUGGI

Nú stendur yfir undirbúningur að viðgerð á skólahúsnæðinu, við upplýsum betur um það á næstu vikum.


Myndin sýnir hvar eitt sinn var inngangur inn á gömlu salernin, nú er þetta flottur gluggi á ganginum.

Big picture

BESTU KVEÐJUR OG GÓÐA HELGI.

STARFSFÓLK DJÚPAVOGSSKÓLA