Samráðsfundur

um víkkað starfsvið hjúkrunarfræðinga (NP)

Samráðsfundur um víkkað starfsvið hjúkrunarfræðinga (NP)

Að undanförnu hafa farið fram samræður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og í menntastofnunum hjúkrunarfræðinga um víkkað starfsvið hjúkrunarfræðinga (Nurse Practitioner). Þessar vangaveltur kalla á ýmsar breytingar á starfsréttindum hjúkrunarfræðinga og menntun þeirra. Í tilefni af heimsókn kennara frá Háskólanum í Minnesota til Hjúkrunarfræideildar Háskóla Íslands nú í maí var ákveðið að halda stutt samræðuþing um þessi málefni. Hið víkkaða starfsvið sem felst í störfum Nurse Practitioners á rætur í Bandaríkjunum og hefur þróast þar í marga áratugi. Það er því mikill fengur fyrir okkur að heyra af þeirra reynslu. Að þessu sinni munum við leggja áherslu á leiðir til að afla þessum hugmyndum fylgis innan fagsins og meðal samstarfsstétta og til að hafa áhrif á stjórnvöld.

Fundurinn er opinn öllum

Hvar: Eiríksgata 34, Eirberg

Hvenær: 19. maí, kl. 9:00-10:30

Stofa: 201C í Eirbergi

Dagskrá:

Helga Jónsdóttir, deildarforseti

Gestirnir halda stutta framsögu og síðan verða samræður

Judith Pechacek

http://www.nursing.umn.edu/faculty-staff/judith-pechacek/index.htm

Teddie Potter

http://www.nursing.umn.edu/faculty-staff/teddie-potter/index.htm

Fundarstjóri: Gísli Kort Kristófersson