Leiklistarskólinn Opnar dyr

Helgarnámskeið 10.-12. maí

Leikur - Sköpun - Tjáning

Námskeiðið er fyrir fólk frá 17. ára aldri.
Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja skemmta sér, losa um hömlur og fá útrás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik.
Unnið er með sköpunarkraft einstaklingsins og samskiptahæfni í gegnum leikræna tjáningu. Þátttakendur gera verkefni og æfingar sem opna fyrir sköpunarflæðið og ímyndunaraflið og stuðla að aukinni sjálfsvitund og öryggi. Einnig er unnið með grunnatriði í leiktúlkun.

Helgarnámskeiðið er haldið

Friday, May 10th 2013 at 7pm

Bolholt

Reykjavik, Capital Region

Tími og verð

19:00 - 21:00 föstudaginn 10. maí
12.00 - 16.00 laugardaginn 11. maí
12.00 - 16.00 sunnudaginn 12. maí

Verð 19.000 kr