DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Vegna tæknilegra vandamála eru vikufréttir aðeins seint á ferðinni.

En hér er skipulagið fyrir næstu viku og ýmislegt skemmtilegt frá síðustu viku...

...og mikilvægar upplýsinar um árshátíð 2023 :)


Athugið að:

17.janúar er skipulagsdagur (nemendur eiga frí).

18.janúar er samskiptadagur, nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara og setja sér námsmarkmið fyrir vorönn og fara yfir námsmat haustannar.


Ný námsönn hefst formlega þriðjudaginn 19.janúar.

JANÚAR 2023

17. janúar - Skipulagsdagur - nemendur eiga frí.

18. janúar - Samskiptadagur - nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara og setja sér markmið fyrir vorönnina.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 16. janúar

 • Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.


Þriðjudagur 17. janúar - nemendur eiga frí.

 • Starfsfólk skólans undirbýr samskiptadaginn og kennslu á vorönn.
 • Skyndihjálparnámskeið hjá starfsfólki frá 9:00-11:00.


Miðvikudagur 18. janúar

 • Nemendur og foreldrar koma í viðtal hjá umsjónarkennurum.


Fimmtudagur 19. janúar

 • Nám á vorönn hefst formlega.
 • 14:20 - 15:50 Teymisfundir.


Föstudagur 20. janúar

 • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture

MIKILVÆG SKILABOÐ Á NÝJU ÁRI

Á síðustu tuttugu mánuðum eða svo hafa átta starfsmenn farið í fæðingarorlof. Samkvæmt mínum upplýsingum þá gæti það mögulega flokkast sem einhverskonar met, og við erum ótrúlega stolt af þessu mögulega meti okkar :)


Þessa dagana eru nokkrir starfsmenn að koma til baka úr fæðingarorlofi og við tökum fagnandi á móti þeim.

 • Jóhanna er komin aftur í 100% starf og sinnir ákveðnum verkefnum og leiðsögn í 50% hluta og kennslu í 50% hluta. Það fer ekki framhjá neinum þegar Jóhanna er komin aftur í hús enda þekkt fyrir sinn smitandi hlátur :)
 • Karen er að bíða eftir að Rökkvi litli fari í aðlögun á leikskóla og hún ætlar að nýta næstu vikur og koma sjálf í aðlögun á unglingastig. Síðustu daga hefur Rökkvi komið með henni og bæði virðast alsæl með stöðuna. Karen kemur svo fast inn í stærðfræðikennslu á unglingstigi þegar aðlögun þeirra beggja er lokið :)
 • Natan fer í fæðingarorlof frá 1.mars til 1.maí og svo heppilega vill til að Ania ætlar að koma og leysa hans stöðu.


Síðasta vorönn var gríðalega erfið. Við vorum búin að vera verulega undirmönnuð alla haustönnina og á vorönn náði Covid okkur.

En á vorönn í fyrra vorum við líka mjög heppin því þá bættust nýir starfsmenn í hópinn, sem flestir eru hjá okkur enn.

Nú þegar starfsmenn eru að koma til baka úr fæðingarorlofi er staðan góð.

Það er mikill léttir og góð tilfinning að upplifa að í dag er vel mannað í Djúpavogsskóla.


Við förum bjartsýn inn í nýtt ár og hlökkum til að takast á við það með ykkur kæru nemendur og foreldrar.

UMBÆTUR OG SAMVINNA

Í síðustu viku skilaði ég inn upplýsingum til Menntamálastofnunar þar sem ég upplýsi um hvernig skólinn hefur verið að vinna að þeim umbótum sem lagt var upp með samkvæmt ytra mati.


Ég er mjög stolt af því hversu ótrúlega mörgu við höfum komið í framkvæmd þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

En það er líka mjög margt sem við þurfum að laga og það er alveg ljóst að það er sameiginlegt átak okkar allra að takast á við það.


Í næstu viku mun ég fylgja eftir sjálfsmatskýrslu skólans (innra mat) á fundi með fjölskylduráði. Í framhaldi fer af stað ákveðin vinna og það er mjög mikilvægt að allt skólasamfélagið komi að því að vinna eftir umbótalista skólans.

Ég mun boða foreldra á fund og óska eftir samstarfi við að vinna að ákveðnum umbótum.


Formaður foreldrafélagsins koma með þá hugmynd að boða foreldra í smærri hópum og rýna í umbótaáætlun skólans og koma með tillögur. Mér finnst þetta góð hugmynd og ég hlakka til að skoða þetta betur með ykkur á næstu vikum.


Í næstu vikufréttum mun ég senda ykkur slóð á bæði innra- og ytra mat og ég legg til að við skoðum stöðuna eftir þorrablót :)


Samhliða því að vinna að innra- og ytra mati þá erum við að laga heimasíðuna og uppfæra upplýsingar þar. Þetta tekur allt tíma en við áætlum að heimasíðan verði uppfærð í lok janúar.

ÁLFAKÓNGAR ÚR 5.BEKK KVEÐJA JÓLIN

Big picture

UPPLÝSINGAR FRÁ BÓKASAFNINU

Nú er komið ágætis skólabókasafn á gangi skólans. Hér er linkur inn á Bókasafn Djúpavogs og þar er hægt að leita af bókum sem til eru á okkar safni.

https://djup.leitir.is/discovery/search?vid=354ILC_ALM:01097


Það er töluvert að nýjum bókum að koma í hús þessa dagana og það tekur nokkra daga að skrá þær inn áður en þær birtast inn í kerfinu.

MYNDBÖND ÚR SAMVERU

Á hverjum degi mill 8:15-8:30 stýra þær Þórdís og Berglind samveru þar sem nemendur og starfsmenn koma saman og syngja, dansa, hlusta á sögur, fróðleik og ýmislegt fleira.

Þær stöllur hafa lagt sig fram um að vera með fjölbreytta samveru og reyna að höfða til allra og gera nemendur virka þátttakendur.


Eins og í öllum nýjum verkefnum þá þurfum við að hafa seiglu, halda áfram og við þurfum að gefa verkefninu tíma til að þróast. Það þarf hugrekki, virðingu, samvinnu og seiglu til að takast á við, og innleiða ný verkefni. Með þetta að leiðarljósi hafa þær Þórdís og Berglind leitt þetta verkefni frábærlega og eiga mikið hrós skilið.


Á föstudaginn buðu þær upp á Karaoke og meðfylgjandi eru myndbönd frá þessari samverustund. Ég er alveg orðlaus, þetta er svo frábært, alveg magnað að sjá nemendur af öllum stigum stíga á stokk og taka lagið, þvílíkt hugrekki.

Vel gert hjá ykkur öllum.


https://www.youtube.com/watch?v=XVLmElrIWrE

https://www.youtube.com/watch?v=HttT-ZtZT_Y

https://www.youtube.com/watch?v=wzx-HlTNSCw

https://www.youtube.com/watch?v=JPwa37GkxVo

ÁRSHÁTÍÐ DJÚPAVOGSSKÓLA 2023

Þá er komið að þessu.

Nemendur í 10.bekk funduðu með skólastjóra í vikunni og saman fóru þau yfir öll handrit sem skólinn á. Brynja, Sigurður og Óðinn völdu þrjú handrit sem við vorum öll sammála um að væri gaman að takast á við. Við höfðum umfang búninga, sviðsmydar og fleira með í huga við val á haldritum.

Í framhaldi var málið kynnt fyrir unglingadeild og þeim gefin kostur á að kjósa um þrú handrit.

Bugsy Malone

Ávaxtakarfan

MammaMia


Bugsy Malone fékk yfirburðar kosningu og verður því okkar árshátíðarverkefni í mars.

Á skóladagatali tókum við dagana 21.-23.mars frá fyrir loka æfingar, uppsetningu og sýningu.


Í fyrra voru nemendur hátt í 100 og þá ákváðum við að skipta í yngri og eldri sýningu. Við höfum svigrúm til þess að gera það aftur en þar sem nemendur í Djúpavogsskóla er núna 81 þá er ekki víst að við þurfum þess, sennilega getum við haft þetta í einni sýningu, en það kemur betur í ljós þegar nær dregur. Næstu skref eru:

 • Obba ætlar að leiða þessa vinnu af stað og forvinna handritið.
 • Nemendur á unglingastigi taka svo við handritinu og klára að vinna það í íslenskutímum hjá Írisi Birgis.
 • Í byrjun febrúar verður staðan tekin og tilkynnt um næstu skref.
 • Nemendur í 5.-10.bekk geta valið með hvaða hætti þeir koma að sýningunni.
 • Nemendur í 1.-4.bekk fá útlhutað hlutverki.En fyrsta verkefni er alltaf að poppa og horfa á myndina :)

https://www.youtube.com/watch?v=49fKPUiEKfYDjúpavogsskóli sýndi Bugsy Malone fyrir tíu árum og hér fyrir neðan má sjá auglýsingu fyrir þann viðburð, þarna má t.d. sjá einn nemanda sem er núverandi starfsmaður skólans :)Þeir sem muna eftir þessari sýningu minnast þess að hún var helst til of löng. Það þarf því að stytta verkið aðeins til að það passi að okkar tímaramma.

Það er eitt af þeim verkefnum sem unglingarnir ætar að fara í á næstu dögum með aðstoð frá Obbu og Írisi B.

TÍU ÁRA GÖMUL AUGLÝSING

https://www.youtube.com/watch?v=PSPyxrujlvUBestu kveðjur til ykkar.

Starfsfólk Djúpavogsskóla