Samspil 2015

Fréttabréf 3. tbl. 1. árg.

Sumarkveðja

Áhersla ágústmánaðar er eTwinning og ein hugmyndin er að þátttakendur taki allir þátt í einu laufléttu eTwinning verkefni saman. Það verður útlistað nánar síðar. Við höfum heyrt af mörgum kennurum sem hafa lengi hugsað um að skrá sig og taka þátt í eTwinning en ekki tekið skrefið. Núna gefst okkur frábært tækifæri til að fara saman þessa vegferð með stuðning hvert af öðru.


Það er heilmikil dagskrá framundan þriðjudaginn 11. ágúst fáum við heimsókn frá Brussel (lesið nánar hér fyrir neðan). Einnig eru fyrirhugaðar tvær vefmálstofur miðvikudagana 12. og 26. ágúst kl. 16:15. Í fyrri málstofunni verður fjallað almennt um eTwinning vefsvæðið, tilgang og markmið og í þeirri síðari verður fjallað um verkefni sem íslenskir skólar hafa tekið þátt í.


Við hvetjum þátttakendur til að skrá sig í eTwinning sem er mjög virkt starfssamfélag um 300.000 kennara víðsvegar um evrópu. Leiðbeiningar um skráningu er að finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.erasmusplus.is/menntun/etwinning/myndbond/

Takið frá þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13-16

Þá verður haldin vinnustofan: "Twitter and other collaboration tools for the future classroom and staffroom". Um einstakan viðburð er að ræða sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu (staðsetning auglýst síðar). Eins og fram kemur í titlinum verður fjallað um hvernig Twitter og fleiri UT samvinnuverkfæri nýtast í kennslu og starfsþróun.


Lýsing:

Twitter and other collaboration tools for the future classroom and staffroom.

In this workshop Bart Verswijvel will introduce Twitter as a tool for the class and staff room. During the workshop the participants will discover how Twitter is used as a communication tool for learning activities and for professional development. In the second part of the workshop the focus is on productivity and online collaboration tools for both teachers and students.


Bart Verswijvel (Belgium) is Education and Community Officer and Pedagogical Adviser of the Future Classroom Lab.


Vinnustofan er eingöngu fyrir skráða þátttakendur Samspils og fer hún fram á ensku. Þátttakendur þurfa að eiga twitteraðgang og þekkja grunnvirkni samfélagsmiðilsins. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að smella á eftirfarandi hlekk: http://goo.gl/forms/GvPeohLCea

Vefmálstofur og samfélagsmiðlar

Haldnar hafa verið sex vefmálstofur upptökur af þeim er að finna á vef verkefnisins.Facebookhópurinn okkar er mjög virkur og fróðlegt er að fylgjast með umræðunni sem fram fer þar. Við hvetjum þátttakendur til að vera virkir á samfélagsmiðlunum pinna á sameiginlega Pinterestborðið, nota #samspil2015 og #menntaspjall umræðumerkin á Twitter og Instagram.

Skráning á virkni og þátttöku

Einn liðurinn í Samspili 2015 er að halda skrá yfir virkni og þátttöku svo mögulegt verði að fá námskeiðið metið. Við höfum útbúið skráningareyðublað í Google til að einfalda málið. Það eina sem þú þarft að gera er að haka við nokkur fyrirfram ákveðin atriði eftir því sem við á. Nýtt eyðublað verður útbúið fyrir hvern mánuð.


Skráningareyðublaðið er að finna á eftirfarandi slóð: http://goo.gl/forms/2zEHn0z4Gj

Nöfn Vinningshafa í happdrætti Samspils 2015


 1. Anna Fanney Ólafsdóttir: Íshestar; Hraunferð fyrir tvo
 2. Anna Wahlström: Edda; bókin Guffi Grillar
 3. Bjarki Þór Jóhannesson: Laugarvatn Fontana; gjafabréf fyrir tvo
 4. Bjarnheiður Dröfn Þrastardóttir: Kringlukráin; Pizzaveisla fyrir tvo
 5. Linda Björg Pétursdóttir: Kringlukráin; Pizzaveisla fyrir tvo
 6. Inga Jóna Hilmisdóttir: Norðursigling; Hvalaskoðun og ævintýraferð frá Húsavík fyrir tvo (NS-2)
 7. Jón Magnússon: Eldhestar; klukkutíma hestaferð fyrir tvo
 8. Berglind Kristjánsdóttir: Landnámssetrið; Létt hádegishlaðborð og aðgangur að Landnáms- og Egilssögusýningu fyrir tvo
 9. Rósa Harðardóttir: Geysir Bistro; Brunch fyrir tvo
 10. Þorsteinn Surmeli: Friðheimar; Gjafaaskja
 11. Valgerður Marinósdóttir: Hamborgarafabrikkan; Hamborgari og gosdrykkur fyrir tvo
 12. Sigurður Jónsson: Edda; bókin Verum græn. Ferðalag í átt að sjálfbærni
 13. Ásgerður Helga Guðmundsdóttir: Ferðaskrifstofa Harðar Erlingsson; Sigling í kringum Reykjavík með Lunda
 14. Guðbjörg Tryggvadóttir: Laugarvatn Fontana; gjafabréf fyrir tvo
 15. Gyða Guðmundsdóttir: Edda; bókin Í tilefni dagsins, Yesmine Olsson
 16. Hilda Torres Ortiz: Special Tours; Hvalaskoðun fyrir tvo
 17. Sigrún Inga Mogensen: Hótel Jökull: gisting í eina nótt í herbergi með baði og morgunverður
 18. Sigríður Ágústa Guðnadóttir: Tapasbarinn; 10.000 kr. gjafabréf
 19. Íris Hrönn Kristinsdóttir: Silva, Eyjafjarðarsveit; Aðalréttur fyrir tvo
 20. Kristín Einarsdóttir: Special Tours; Hvalaskoðun fyrir tvo
 21. Logi Guðmundsson: Ambassador; Hvalaskoðun fyrir tvo (Akureyri)
 22. Inga Dóra Ingvadóttir: Jarðböðin Mývatni; gjafabréf fyrir tvo
 23. Anna María Þorkelsdóttir: Laugaás; matur af tilboðsmatseðli dagsins fyrir tvo
 24. Heiða Björg Árnadóttir: Borea Adventures; Kajakferð fyrir tvo á Pollinum Ísafirði
 25. Margrét Perla Kolka Leifsdóttir: Ribsafari, Smáeyjarferð
 26. Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir: Hraðlestin; kvöldverður fyrir tvo


Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju!!

Enn eru þó nokkrir vinningar ósóttir en þeirra er hægt að vitja í Kennslumiðstöð HÍ, Aragötu 9. Sendið fyrst tölvupóst á bjarjons@gmail.com.

Big image