Fréttabréf Naustaskóla

5. tbl. 11.árgangur 2019 maí.

Kæra skólasamfélag!

Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og stutt í sumarfrí. Framundan eru margir skemmtilegir skóladagar með margs konar viðburðum, s.s. útskriftarferð 10. bekkjar, frjálsíþróttamót miðstigsnemenda og vorþemadagar. Veðrið hefur leikið við okkur og nýja skólalóðinn hefur staðið undir væntingum og á henni eru börn að leik allan daginn. Við vinnum nú að undirbúningi næsta skólaárs, stundataflan er að verða til og skóladagatal næsta skólaárs er komið á heimasíðu skólans. Skipan kennsluteyma næsta vetrar er enn í mótun en verður formlega kynnt í næsta fréttabréfi sem kemur út í byrjun júní. Þar sem margskonar uppákomur eru í skólastarfinu í maí biðjum við ykkur að lesa vel vikupósta frá kennurum þannig að ekkert fari fram hjá ykkur en einnig er hægt að fá upplýsingar á heimasíðu skólans.

Við hlökkum til gleði og samveru þessa síðustu skóladaga fyrir sumarfrí og þökkum fyrir gott samstarf í vetur.


Kveðja stjórnendur

Valgreinar

Nú er valgreinabæklingur fyrir næsta vetur tilbúinn og þurfa verðandi nemendur á unglingastigi, 8.-10. bekk, að velja sér námsgreinar. Bæklingurinn og valblöðin eru aðgengileg á heimasíðu skólans á eftifarandi slóð: http://www.naustaskoli.is/static/files/valgreinabaeklingur-2019-2020-naustaskoli-word-tilb.pdf

Á döfinni í maí

1. maí - Verkalýðsdagurinn ( allt lokað)

10. maí - Starfsdagur (frístund lokuð eftir hádegi)

14.-17. maí - Grunnskólamótið í frjálsum 4.-7.bekk

20-23..maí - Skólaferðalag 10.bekkjar

21.maí - Dótadagur

24.maí - Unicef hlaupið

29. og 31.maí - Vorþemadagar

30.maí - Uppstigningardagur (allt lokað)

Unicef hlaupið 24.maí

Föstudaginn 24. maí munu nemendur Naustaskóla hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir Unicef líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Við biðjum ykkur að taka vel á móti nemendum í leit að áheitum. Gefin hafa verið út myndbönd í tengslum við daginn sem fjalla um lofstlagsbreytingar og áhrif þeirra á réttindi barna og hvetjum við nemendur og foreldra til að kynna sér það.

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=E1xkXZs0cAQ

Heimasíða Unicef: https://unicef.is/

Skólaslit 4.júní

Þann 4.júní munu 44 nemendur útskrifast úr skólanum. Þetta er stærsti útskriftarárgangur í sögu skólans og þetta er einnig fyrsti árgangurinn sem hefur verið frá upphafi skólans og hafa því verið hérna í 10 ár :)



Skipulagið er eftirfarandi:
Kl. 09:00 mæta nemendur 1. 3. 5. 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Kl. 11:00 mæta nemendur 2. 4. 6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.

Frístund er lokuð á skólaslitadaginn.

Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði 9. bekkjar

Passa upp á sitt

Nú er aldeilis vor í lofti og margir nemendur koma á hjóli í skólann sem er mjög jákvætt. Við hvetjum alla til að hafa lása á hjólunum og ganga vel frá þeim fyrir utan skólann þegar þau mæta. Einnig höfum við verið aðeins vör við það að einhverjir fingralangir hafa verið að taka verðmæti sem aðrir eiga. Þannig að allir verða að muna að passa vel upp á sitt dót og ekki skilja það eftir á glámbekk eða í vösum.
Big picture

Árshátíð

Við erum alveg rosalega stolt af árshátíðinni okkar þetta árið. Nemendur og allir starfsmenn skólans unnu hörðum höndum til þess að þessi hátið yrði sem eftirminnilegust. Við höfum ekki heyrt annað en allir hafi skemmt sér konunlega og farið mjög saddir heim eftir flottar sýningar. Hér fyrir neðan er slóð með fullt af myndum af árshátíðinni http://www.naustaskoli.is/is/frettir/arshatid-myndir
Big picture