Fréttabréf Leikskólans Undralands

Í ágústbyrjun 2022

Skólabyrjun

Nú líður senn að því að blessuð börnin komi úr sumarfríi, en leikskólinn opnar aftur eftir sumarleyfi þann 9. ágúst klukkan 8:00. Starfsfólk skólans mætir til starfa þann 8. ágúst.


Við hlökkum mikið til þess að fá ungana til okkar aftur og víst er um að margir verða fegnir þegar lífið kemst aftur í sínar föstu skorður.

Verið velkomin aftur í leikskólann

Starfsfólk í skólabyrjun

Grænhóll

Valný Björg Guðmundsstjóri deildarstýra


Júlía Sól Kristinsdóttir

Telma Þöll Þorbjörnsdóttir

Eva Jadosova


Eldri deild


Ída Bjarnadóttir deildarstýra fyrir hádegi og ber ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar.

Alda Kristín Jóhannsdóttir starfar með deildarstýru og er eftir hádegi staðgengill hennar.Stekkhóll


Alda Kristín Jóhannsdóttir

Cornelía Walden

Margrét Lilja Thorsteinson

Páll Skaftason - vinnur einnig með deildarstjóra sérkennslu.


Völuhóll


Jónína Kristbjörg Björnsdóttir - vinnur einnig með deildarstjóra sérkennslu.

Katrín Ósk Sveinsdóttir

Olga Axelsdóttir

Rakel Ósk Kristófersdóttir

Sintija Dorozka


Ekki skráð á deildir:

Margrét Elín Ragnheiðardóttir

Ingveldur Eiríksdóttir leikskólastjóri

Valdís Magnúsdóttir

Nina Faryna

Peter og Susana verða áfram í ræstingum.


Við bjóðum nýtt starfsfólk velkomið til starfa og fögnum þeim sem og hinum sem reyndari eru!


ATH. Formlega séð verður ein eldri deild á tveimur svæðum. Börnin verða áfram skráð annað hvort á Völuhól eða Stekkhól en deildarstjórn og faglegt starf verður að mestu í höndum Ídu Bjarnadóttur og vinnutími hennar verður frá 8:00 - 12:00. Alda Kristín sinnir síðan verkefnum sem koma upp eftir hádegi og vinna þær Ída náið saman.

Endurbætur, þrif og undirbúningur

Það er aldrei dauð stund í Undralandi. Ja að minnsta kosti sjaldan! Nú fer hér um þrifagengi mikilúðlegt! Smiðir koma upp veggjum og skilrúmum og stýrurnar skipuleggja og baksa við excel! Nýr kofi (eiginlega höll) kominn á skólalóðina og hvur veit hvað!

Svo er bara spurning hvernig þetta muni allt líta út þann 9. ágúst?

Morgunmatur

Athugið að morgunverður verður klukkan 8:15 - 8:45