HÚSBRÉFIÐ

12. ÁRG., 8. TBL

DAGSKRÁ 17. okt. - 28. okt.

MÁNUDAGUR 17. október

Blátt áfram fyrir nemendur í 9. og 10. bekk , foreldra þeirra og starfsfólk um kvöldið


ÞRIÐJUDAGUR 18. október

Brighton farar að fara út


MIÐVIKUDAGUR 19. okóber

Starfsdagur


20. - 24. okt. - Vetrarfrí

Vetrarfrí


ÞRIÐJUDAGUR 25. október

Stjórnendafundur 14:30


MIÐVIKUDAGUR 26. okóber

Fagfundur í íslensku 13:30 í Hs, 14:00 í Bs

námsmatsfundir í Hs með 1. -2. bekk kl. 14:30-15:10 og 3. og 4. bekkur 15:20-16:00

5. - 10. bekkur vinna í námsmati.


FIMMTUDAGUR 27. október

Stjórnendafundur kl. 14:30


FÖSTUDAGUR 28. október

Góða helgi :)

Þrif á skólalóðum

Barnaskóli 8.JN

Hamarsskóli 2.HRN

Áhugaverð atriði næstu vikur

  • 17. okt. Blátt áfram. Guðrún Helga verður með fyrirlestur fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Foreldrafundur verður kl. 17:00 og námskeið fyrir starfsfólk frá 19-22.
  • 4. nóv. Sigga Dögg kynfræðingur verður með fyrirlestur fyrir nemendur í 9. og 10.bekk föstudaginn 4. nóv og fyrir foreldra kl. 17:00 sama dag.
  • Krakkakosningar. Fyrirhugað er að hafa krakkakosningar í tengslum við alþingiskosningarnar. Gefa á börnum tækifæri á því að láta í ljó s skoðanir sínar á málefnum stjórnmálaflokkanna. Stefnt er að því að börnunum verði sýndar kynningar frá srjórnmálaflokkunum og störfum Al.uingis. Opna á vefsvæði á krakkaruv.is í kringum 24. okt og þá mun líka opna fyrir kosningarnar. Óskað er eftir samstarfi við grunnskóla og að gera ráð fyrir þessum kosningum í skólastarfinu.

Tilkynningar !!


  • Handboltalota í íþróttaakademíunni hefst 3. okt. og stendur til 28. okt.
  • Lesið við sama borð - samstarfsverkefni Bókasafnsins, GRV, Rauða krossins og FÍV. Sjálfboðaliðar aðstoða erlenda nemendur skólans við lestur og heimanám á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00 - 17:00 fyrir 1. - 3. bekk, á þriðjudögum og fimmtudögum 4. bekkur og eldri.

Afmælisbörn vikunnar

Ásta Kristmannsdóttir 17. okt.

Ólöf Margrét 23. okt.

Valgerður Bjarnadóttir 24. okt.

María G. Pálmadóttir 27. okt.

Lilja Rut Sæbjörnsdóttir 28. okt.

Hrós vikunnar fá

Allt starfsfólk sem einnig eru mömmur #fyrirmömmu

Uppskrift vikunnar - Bananakaka hrærð í potti

Æðisleg uppskrift frá Gullu


3 bollar sykur og 200 gr. íslenskt smjör brætt í potti

4 egg og 5 bananar, bætt útí pottinn


3 bollar hveiti

1 bolli haframjöl

1 bolli heilhveiti

3 tsk vanillusykur

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

2 tsk natron

3 tsk kanill

1 1/2 dl mjólk

Öllu bætt útí og hrært saman með sleif

Bakað í skúffu við 180 °C í 35-40 mín.


Krem

100 gr súðusúkkulaði

60 gr íslenskt smjör

2 msk sýróp

Brætt saman í potti og kælt áður en sett er á kökuna, kökuskraut yfir kremið.

Spakmæli vikunnar

"Það er ekki auðvelt að vera mamma, ef það væri auðvelt þá myndu feðurnir gera það". The Golden Girls.

Bleikt kaffi 14. október í Hamarsskóla

Big image

Bleikar skvísur :)

Big image

GRV - fræðsla á facebook

Endilega fylgjast með á facebook síðunni GRV- fræðsla, þar er alltaf að koma eitthvað fróðlegt og skemmtilegt inn.

https://www.facebook.com/groups/985308401484961/?fref=ts

GRV- google á facebook

Hér má finna leiðbeiningar og ýmislegt tengt google.

https://www.facebook.com/groups/1035022529945313/?fref=ts