Menntabúðir

UT í námi og kennslu

Fimmtudaginn 7. apríl 2016 kl. 16:15-18:15

Menntabúðir sem voru fyrirhugaðar þann 17. mars falla því miður niður.


Næstu menntabúðir verða haldnar Fimmtudaginn 7. apríl kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.


Ákveðið var að skella saman tveimur þemum þ.e.

"Ný smáforrit og UT-verkfæri - Leiðir til að nýta þau í kennslu" og "Forritun - hvað virkar og hvernig?".


Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: http://goo.gl/forms/gQegMdxpLA


Takið einnig frá:

20. apríl Bland í poka, hæfniviðmið, námsmat, upptökur, samfélagsmiðlar, efnisveitur...


Með því að smella á dagsetninguna getur þú skráð þig.


Menntabúðir (e. EduCamp) er nýstárleg aðferð til starfsþróunar sem við höfum aðlagað að okkar aðstæðum og haldið undanfarin 3 ár. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. (Sjá myndskeið neðst á síðunni).


Umfjöllunarefnið er opið, þátttakendur geta komið með uppástungur en einnig hefur verið vinsælt að koma með "vandamál/viðfangsefni" og fá aðstoð við að leysa það.


Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.


Dagskráin er enn í mótun og birtist hér fyrir neðan.

Samstarfsaðilar: UT-torg, Reykjavíkurborg, Menntamiðja, Rannum, Menntasmiðja.

Menntabúðir "Ný smáforrit og UT-verkfæri - Leiðir til að nýta þau í kennslu" og "Forritun - hvað virkar og hvernig?"

Thursday, April 7th, 4:15-6:15pm

Stakkahlíð

Reykjavík, Capital Region

Big image

Myndskeiðið hér fyrir neðan er tekið í Menntabúðum

UtspilRvik 10 03