Samspil 2015

Fréttabréf 5. tbl. 1. árg.

Allt og allir á fullu í Samspili

Október og nóvember voru viðburðaríkir mánuðir í Samspili. Fernar vefmálstofur bættust við, tvennar um "námsumsjón og námsmat" og tvennar um "forritun og leikjafræði".


Haldin voru tvö "auka" Útspilsnámskeið í Reykjavík. Mjög ánægjulegt var að taka á móti og kynnst nýjum þátttakendum. Námskeiðin mæltust mjög vel fyrir og þátttakendur fóru sáttir og ánægðir heim.


Hildur Rudolfsdóttir, kennsluráðgjafi við Garðaskóla hefur sett saman nokkur góð sjálfsnámsmyndskeið. Þar kennir ýmissa grasa m.a. Twitter, Google, Pinterest, DropBox, AirServer, Google Classroom, QR-kóðar, Kahoot og Piktochart. Smelltu hér og þú flyst á yfirlitssíðu myndskeiðanna.

Menntabúðir

Nú á haustmisseri hafa verið haldnar tvennar menntabúðir, eins og alltaf var góð mæting og mjög góður andi í hópnum. Þemað var annars vegar "Námsumsjón og námsmat" og hins vegar "Forritun og leikjafræði". Sjá nánari umfjöllun á UT-torgi.


Þriðju og síðustu menntabúðir haustmisseris verða haldnar miðvikudaginn 25. nóvember í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ kl. 16:15-18:15. Þemað verður "Netbundin verkfæri". Skráning hér: http://bit.ly/Menntabudir-25-nov


Samstarfsaðilar menntabúða eru UT-torg, Menntamiðja, RANNUM, Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun og Reykjavíkurborg.


Menntabúðir er samkoma þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að miðla af eigin reynslu og afla sér þekkingar og fróðleiks. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Þær eru opnar öllum og ekki bundnar þátttöku í SAMspili 2015.


Fyrirhugað er að svæðistengiliðir haldi menntabúðir á sínum landsvæðum. Svæðistengiliðir á Norðurlandi og Vesturlandi hafa þegar skipulagt nokkrar í vetur. Við munum auglýsa það nánar síðar.


Við höfum heyrt af kennarahópum sem hafa hist til að hjálpast að með viðfangsefnin. Við hvetjum þátttakendur eindregið til þess að mynda smærri hópa til að vinna saman. Það væri gaman fyrir okkur hin ef þið munið eftir að setja myndir á Instagram og færslur á twitter frá þessum hittingum. Munið eftir umræðumerkjunum #samspil2015 og #menntaspjall.

Skráning á virkni og þátttöku

Einn liðurinn í Samspili 2015 er að halda skrá yfir virkni og þátttöku svo mögulegt verði að fá námskeiðið metið. Við höfum útbúið skráningareyðublað í Google til að einfalda málið. Það eina sem þú þarft að gera er að haka við nokkur fyrirfram ákveðin atriði eftir því sem við á. Nýtt eyðublað verður útbúið fyrir hvern mánuð.


Skráningareyðublöð er að finna á eftirfarandi slóðum:Haustáskorun

Hvernig gengur með haustáskorunina? Fyrir þá sem muna ekki hver hún var skoruðum við ykkur á að skrá niður hvaða upplýsingatækni þið ætlið að nota og hvernig þið ætlið að nýta hana í kennslu í vetur. Skráið a.m.k. eitt atriði í leiðarbókina og deilið með okkur í Facebookhópnum hvað þið ætlið að gera og hvernig gengur.

Vefmálstofur og samfélagsmiðlar

Haldnar hafa verið 12 vefmálstofur og má finna upptökur af þeim er á vef verkefnisins. Þema nóvembermánaðar er "Netbundin verkfæri" og verða vefmálstofurnar haldnar miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 26. nóvember.


Fyrirhugaðar vefmálstofur:

  • Nóvember: Sköpun, tjáning, miðlun og læsi í námsgreinum - Vefmálstofur dagsetningar: 11.11.15 og 26.11.15
  • Desember: Námsefnisgerð, opið menntaefni og höfundaleyfi - Vefmálstofur dagsetningar: 09.12.15 og 16.12.15
  • Janúar: Næstu skref og framtíðin - Vefmálstofa dagsetning: 06.01.15


Athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar

Vefmálstofurnar eru yfirleitt á miðvikudögum, "stofan" opnar kl. 16:15 og við byrjum kl. 16:30-17:30.


Fyrri málstofur


Facebookhópurinn okkar er mjög virkur og fróðlegt er að fylgjast með umræðunni sem fram fer þar. Við hvetjum þátttakendur til að vera virkir á samfélagsmiðlunum, pinna á sameiginlega Pinterestborðið, nota #samspil2015 og #menntaspjall umræðumerkin á Twitter og Instagram. Sjá yfirlit yfir virkni #samspil2015 á Tagboard.

Big image