Vikupóstur leikskóladeildar

28. mars - 1. apríl 2022

Vikan

  • Málhljóðið Á. Gott að æfa sig að opna munninn og segja A og kringja svo varirnar því hljóðið breytist þá í munninum á okkur.
  • Það er vor í lofti þó loftið sé ennþá kalt og við byrjuðum að nota sumarleikföng.
  • Flestir skiptu um sæti við matarborðið vegna fjölgunar.
  • Lékum okkur frjálst í bláa salnum í Ásgarði á mánudaginn. Íþróttakennari veikur.
  • Ferðin á sýninguna Fiskur og fólk á Sjóminjasafninu gekk mjög vel. Sú sem tók á móti okkur var mjög góð að útskýra allt á einfaldan hátt fyrir börnunum. Við þurftum að taka fjóra strætóa og það gekk alveg áfallalaust fyrir sig.
  • Við fylgdumst með Flatóvisjón og börnin störðu agndofa á þessi flottu atriði.

Næsta vika

  • Nanna Guðrún byrjar hjá okkur í næstu viku og við ætlum að taka vel á móti henni.
  • Smá vikuruglingur með ferðirnar. 2016 árgangurinn fer í næstu viku á Ljósmyndasafnið og 2017 árgangurinn í Ráðhús Reykjavíkur.
  • Við bjóðum upp á foreldrasamtöl í næstu viku. Skráning fer fram á mentor.is. Ef einhver telur sig þurfa meira en 20 mínútur þá er best að hafa samband og fá annan tíma.


Hlý kveðja,

Herdís, Marley, Helen og Linda