Skólastarfið framundan

11.-15. JANÚAR

Vel gert

Kæru nemendur


Þá er fyrstu kennsluviku vorannar lokið. Við í MÍ erum mjög glöð og ánægð að hafa getað hitt ykkur öll í skólahúsnæðinu og að skólastarfið geti farið af stað í staðkennslu.


Við erum líka stolt og þakklát fyrir hversu vel þið hafið farið að öllum tilmælum um sóttvarnir og grímunotkun. Þið eruð til fyrirmyndar! Höldum svona áfram.


Skólastarf næstu viku verður með sama sniði og þessa vikuna nema við gerum örlitlar breytingar á opnunartíma mötuneytisins eins og sjá má hér neðar. Við minnum síðan á að kennsla á afreksíþróttasviði hefst í næstu viku.

Kennt verður skv. stundatöflu.

Maskaskylda er í öllum kennslustundum í skólahúsnæðinu, bæði hjá nemendum og starfsfólki.


Fyrir nemendur sem mæta í kennslu í skólahúsnæðið gildir áfram að huga að almennum sóttvörnum, spritta sig við innkomu og kennslustofur verða sótthreinsaðar eftir kennslustundir.


Ef þú ert með flenslulík einkenni vertu þá heima og hafðu samband við heilsugæslu!

Big picture
Við breytum aðeins opnunartíma mötuneytis í næstu viku. Alla daga er mötuneytið opið frá kl. 11:55-12:25 og aftur frá kl. 12:50-13:20. Frá kl. 12:25 til 12:50 er mötuneytið lokað meðan starfsfólk sinnir sóttvörnum í salnum. Allir sem hafa tök á að mæta á fyrri opnunartímanum eru beðnir um að gera það, m.a. til að forðast raðir.


Hjá ritara er hægt að kaupa staka matarmiða og 10 miða kort. Sömuleiðis er hægt að kaupa annarkort. Matseðill hverrar viku er birtur á heimasíðunni og hann má einnig finna hér.

Nemendaþjónusta

Þjónusta við nemendur er með sama sniði og verið hefur. Nemendur geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra hér.


Við hvetjum nemendur til að leita til námsráðgjafa með allt sem snýr að náminu.