Skólasafn Langholtsskóla

Fréttabréf 18. nóvember 2015

Jólabækur

Og enn berast skemmtilegar bækur á safnið. Haldið ykkur fast.
Big image

Nautið

Ástin svífur um loftið – en er það eitthvað fyrir Kidda klaufa?

Árshátíð skólans, aðalball ársins, er að bresta á, en Kiddi hefur engan til að fara með á ballið.

Ýmislegt óvænt kemur fyrir Kidda þessa síðustu daga fyrir ball ársins og meira að segja kemur upp sá möguleiki að stelpa fari með honum. En það sannast á Kidda að það er aldrei gott að fagna of snemma!

Big image

Lifandi vísindi

Lifandi vísindi nr 13 er komið í prentun smile broskall

Meðal efnis er stór þemagrein um uppruna mannsins, Hraðskólinn hvað er rafmagn? James Bond og uppfinningarnar í kvikmyndunum og svo svör við mörgum skemmtilegum spurningum lesenda, eins og; Af hverju rekast fuglar í hópflugi ekki saman?