Fréttabréf Grænna skrefa
Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Við getum svo sannarlega verið ánægð með það.
Frá því síðasta fréttabréf var gefið út hafa 40 nýir staðir bæst við. Við bjóðum alla nýju staðina velkomna í Grænu skrefin.
Fjórir starfsstaðir fengu viðurkenningu í desember og við óskum þeim til hamingju með það.
Mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar kláraði skref 2
Frístundaheimilið Eldflaugin kláraði skref 1
Frístundaheimilið Skýjaborgir kláraði skref 1
Heimaþjónustan Sléttuvegi kláraði skref 1 og
Frístundamiðstöðin Kringlumýri kláraði skref 1
Frístundaheimilið Skýjaborgir - Vesturbæjarskóla. Skref 1 | Frístundamiðstöðin Kringlumýri - Síðumúla. Skref 1 | Frístundaheimilið Eldflaugin - Hlíðaskóla. Skref 1 |
MOS - Mannuðs- og starfsumhverfissvið - Ráðhúsi. Skref 2 | Vinnuskjal Grænna skrefa og græna bókhaldið Ég vil minna alla þátttakendur á að vinna með nýjasta Excel vinnuskjalið. Það er dagsett 28.4.21 og það stendur efst í skjalinu. Hér má hlaða niður vinnuskjalinu https://graenskref.reykjavik.is/forsida/vinnuskjol/. Í þessu skjali sem inniheldur allar aðgerðirnar í öllum skrefunum, stendur að ekki þurfi að skila inn Græna bókhaldinu fyrr en í skrefi 4. En það er gott að byrja að kynna sér Græna bókhaldið og byrja að vinna með það fyrr, til dæmis að setja inn einhverjar tölur, skoða upplýsingarnar á heimasíðunni og finna til þá reikninga sem þarf að lesa yfir. Hér eru upplýsingar um Grænt bókhald á heimasíðunni: https://graenskref.reykjavik.is/#grnt-bkhald | Afmælisráðstefna grænfánans. Grænu skrefin og grænfánaverkefni Landverndar eru keimlík viðfangsefni sem stefna að sama markmiði. Hvort um sig styður við hitt og það er þátttakendum til góða og gagns að taka þátt í báðum verkefnunum. Þess vegna viljum við líka vekja athygli allra skóla og leikskóla (hvort sem þeir eru með grænfánann eða ekki) á þessari 20 ára afmælisráðstefnu grænfánans með frábærri opinni dagskrá. Hér má sjá dagskrána: https://www.facebook.com/events/278326537697603/ |
Vinnuskjal Grænna skrefa og græna bókhaldið
Afmælisráðstefna grænfánans.
HRINGRÁSIN - framhald
Í desembereintaki fréttabréfs Grænna skrefa var hringrásarhagkerfið kynnt og útskýrt lauslega. Nú hafa verið lagðar fram tillögur starfshóps um hringrásarhagkerfið til samþykktar hjá Umhverfis- og skipulagsráði. Hér má sjá frétt um þetta efni og tengil á aðgerðaráætlunina / hugmyndirnar. https://reykjavik.is/frettir/borgin-verdi-i-forystu-vid-throun-hringrasarhagkerfisins
Það er mjög spennandi að fylgjast með þróuninni í þessum málum. Það er algjörlega nauðsynlegt að hætta að urða úrgang og koma verðmætum efnivið betur inn í hringrás í stað þess að henda. Við getum ekki lengur búið við það línulega hagkerfi sem við búum við í dag þar sem nýir hlutir eru endalaust framleiddir, notaðir og síðan hent.
Við getum hjálpað til með því að minnka það úrgangsmagn sem er hent. Nýtum okkur skiptimarkaði og deilihópa, t.d. á Facebook, fyrir fatnaðinn okkar, bækur, púsl, spil, leikföng o.fl. Nýtum okkur Reykjavík Tool Library til að leigja verkfæri og raftæki í stað þess að kaupa. Nýtum okkur bókasöfnin til að leigja spil, bækur, bíómyndir, listaverk í stað þess að kaupa og nýtum okkur deiliþjónustu með hlaupahjól, reiðhjól og bíla. Leigjum borðbúnað fyrir veislur í stað þess að kaupa einnota. Það er einnig hægt að leigja skrautið. Því betur sem við kynnumst þeim möguleikum sem eru í boði og þessu hringrásarkerfi því betur erum við undirbúin undir það sem koma skal. Þetta á bara eftir að aukast og fjölbreytnin verður meiri.
Í þessum anda, og til að endurnýta, auglýsti ég í Workplace hópi Grænna skrefa að ég væri með ýmiss konar pappír til endurnýtingar. Kannski vilja leikskólar eða frístundaheimili nýta þetta í föndur. Hér er innleggið: https://reykjavik.workplace.com/groups/324658998315123/permalink/810854199695598/
Á vinnustaðnum er einnig hægt að vera með ýmsa skiptimarkaði. Fyrir bækur, föt, smáhluti og slíkt. Prófið í ákveðinn tíma eins og kannski 2 vikur, allir eru með og leggja til hluti og hver veit nema að þar birtist akkúrat það sem ykkur vantaði.
Það eru verðmæti í ruslinu. Prófaðu að kanna það á Facebook hvort að einhver hafi áhuga á að nýta sér það sem þú ætlar að henda. Það mun koma þér á óvart hvað það eru margir sem vilja nýta sér "ruslið" okkar í skapandi verkefni.

Áhugavert í fjölmiðlum Á Netflix má finna áhugavert efni sem tengist loftslagsmálum og náttúruvernd. Til dæmis kvikmyndina Don´t look up og heimildarmyndina Breaking boundaries. Á Rúv er nýbúið að sýna heimildarmynd um Jane Goodall sem er afar falleg og ljóðræn og þar eru einnig heimildarmyndirnar Vegferð Attenboroughs og þættirnir Greta Thunberg, ár til að breyta heiminum. Við mælum með þessu öllu í hámhorfi. | Leitarvélin sem plantar trjám Þátttakandi í Grænu skrefunum sendi okkur eftirfarandi bréf og við viljum endilega benda öðrum á þessa frábæru tillögu: "mig langaði til að benda þér á leitarvélina ecosia.org Ecosia - the search engine that plants trees . Hún virkar eins og google nema að fyrirtækið plantar trjám fyrir allan ágóðan sinn. Þau eru B certified corporation og kolefnisjákvæð í allri starfssemi. Ég bað starfsfólkið mitt um að setja þessa leitarvél sem default leitarvél á vinnuaðgöngunum sínum sem eitt svona aukaverk í grænu skrefunum. Ég hef notað þetta hjá mér lengi og bara í vinnutölvunni minni síðustu viku hef ég notað leitarvélina það oft að ég hef náð að leita fyrir 6 trjám. Mér datt í hug að þér fyndist þetta áhugavert. Það er allavega gaman að skoða hverju þau hafa áorkað og þetta breytir engu fyrir daglegt líf hjá manni". | Eru nýársheitin græn? Hér eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum grænum nýársheitum og þeim var snarað yfir á íslensku á Facebook síðu Grænna skrefa: https://www.facebook.com/graenskref/posts/4743672152365211 |
Áhugavert í fjölmiðlum
Leitarvélin sem plantar trjám
"mig langaði til að benda þér á leitarvélina ecosia.org Ecosia - the search engine that plants trees . Hún virkar eins og google nema að fyrirtækið plantar trjám fyrir allan ágóðan sinn. Þau eru B certified corporation og kolefnisjákvæð í allri starfssemi. Ég bað starfsfólkið mitt um að setja þessa leitarvél sem default leitarvél á vinnuaðgöngunum sínum sem eitt svona aukaverk í grænu skrefunum. Ég hef notað þetta hjá mér lengi og bara í vinnutölvunni minni síðustu viku hef ég notað leitarvélina það oft að ég hef náð að leita fyrir 6 trjám.
Mér datt í hug að þér fyndist þetta áhugavert. Það er allavega gaman að skoða hverju þau hafa áorkað og þetta breytir engu fyrir daglegt líf hjá manni".