Fréttabréf Engidalsskóla sept 2023

Ábyrgð - Virðing - Vellíðan

Mentor leiðbeiningar fyrir foreldra

Á blaðsíðu tvö er að finna leiðbeiningar er varða póst stillingar - Persónuvernd - stillingar

Fréttabréf Engidalsskóla

Kæru foreldrar/forsjáraðilar.


Þetta fréttabréf er tileinkað samstarfi heimilis og skóla. Í öllum fréttabréfum eru hnappa á gagnlega tengla eins og samvinnu um lestur, Mentorleiðbeiningar og myndir af verkefnum nemenda, nestisleiðbeiningar og punktar er varða uppeldi til ábyrgðar og er það líka í þessu. Þá vekjum við athygli ykkar á að hægt er að finna öll eldri fréttabréf á heimasíðu skólans. Þá viljum við benda á mikið af ganlegum upplýsingum og leiðbeiningum á heimasíðu Heimilis og skóla.


Í framhaldi af miklum samkomutakmörkunum síðustu ára hefur verið ákveðið að setja aukinn kraft í allt foreldrasamstarf ekki bara í Engidalsskóla eða Hafnarfirði heldur á landinu öllu. Gott samstarf allra sem koma að hverju og einu barni hefur sýnst sig að skiptir mjög miklu máli fyrir líðan og velgengni barnsins. Þar eru við að tala um samskipti í bekkjum, samskipti heimilis og skóla og samskipti milli foreldra þeirra barna sem sækja sama skóla, æfa saman íþróttir og leika saman. Færa má sterk rök fyrir því að góðir foreldrar séu mikilvægasta breytan þegar kemur að velgengni barnanna í lífinu. Þegar foreldrar sýna barni sínu umhyggju og aðhald, taka þátt í daglegu lífi þess, sýna náminu áhuga og miðla jákvæðu viðhorfi til menntunar eru meiri líkur á að börnum líði vel, þau standi sig vel í námi og velji síður áfengi og önnur vímuefni. Þátttaka foreldra í skólastarfinu og hversu vel þau þekkja skólafélaga barnanna sinna og foreldra þeirra skiptir miklu máli.


Í vetur ætlum við að prófa að halda líðanfundi að hausti með foreldrum, umsjónarkennurum og skólastjórnanda. Þessir fundir koma í stað hinna hefðbundu haustfunda. Fundirnir munu byrja á stuttu innleggi skólastjóra á sal en svo fara foreldrar með umsjónarkennurum og einum skólastjórnanda í bekkjarstofur þar sem foreldrar ræða barnahópinn í heild og deila líðan sinna barna. Þessir fundir hafa mælst mjög vel fyrir í þeim skólum þar sem þeir eru hefð. Mikilvægt er að það mæti allavega einn frá hverjum nemanda. Allir fundirnir hefjast kl. 17:30 á sal skólans.


12. september 1. - 2. bekkkur - Íris og Erla (Arnheiður)

13. september 3. og 4. bekkur - Íris og Erla (Arnheiður)

18. september 5. - 6. bekkur - Inga María og Margrét

2. október 7. bekkur - Inga María og Margrét


Í Engidalsskóla var ákeðið að fjölga foreldrasamráðsdögum og er það gert í framhaldi af niðustöðum úr Skólapúlsinum þar sem foreldrar töldu sig ekki hafa nægjanlega mikil áhrif á nám síns barns. Við höfum breytt viðtölunum aðeins eins og flest ykkar ættu að finna en þar er lögð áhersla á að heyra frá bæði nemanda og foreldrum hvaða þau vilja leggja áhrelsu á í skólanum, hvaða markmið vilja þau setja sér. Farið yfir það hvað skólinn getur gert og hvað nemandinn og foreldrar geta gert til að ná markmiðum. Við erum öll að æfa okkur í þessu bæði kennarar, foreldrar og nemendur en það eru okkar væntingar að þetta auðveldi öllum að koma sínum væntingum á framfæri. Kennarar taka svo tvisvar á vetri viðtöl við hvern og einn nemanda, nemendasamtöl, sem tekin eru á skólatíma.


Bekkjarfulltrúa þarf í hvern árgang. Starf bekkjartengla er ekki og á ekki að vera íþyngjandi heldur gefandi og skemmtilegt. Viðkomand itekur að sér að vera einskonar tengiliður allra foreldranna. Þeir gegna hlutverki verkstjóra sem hafa jákvæða hvatningu að leiðarljósi. Þeir halda utan um dagskrá sem er ákveðin af foreldrum í bekknum. Bekkjarfulltrúar eru jafnframt tengiliðir bekkjarins við stjórn foreldrafélags, skólaráð, skólastjórnendur og umsjónarkennara.


Samstarfið í bekknum er einn allra besti samráðs- og samstarfsvettvangur sem foreldrar hafa um uppeldi og menntun barna sinna.

Mikilvægt er að foreldrar ræði um uppeldisleg viðmið – t.d. samskipti, útivistartíma, tryggja að yngstu börnin láti foreldra vita þegar þau fara í heimsókn til skólafélaga eftir skóla, afmælisboð, gistingar, símanotkun, tölvunotkun, notkun á samskiptamiðlum, partý o.s.frv.


Foreldrafélag Engidalsskóla er ungt félag sem þó hefur komið inn með krafti og þeir viðburðir sem félagið hefur staðið að hefur verið mjög vel sótt. Þarna er en annar vettvangur fyrir foreldra til að hafa áhrif á starfið. Foreldrafélagið á fulltrúa í Skólaráði en þar eru lagðar fyrir allar breytingar sem gerðar eru á skólastarfinu, starfsáætlun, skólanámskrá og skóladagatal fer þar til samþykktar svo eitthvað sé nefnt þannig að þar er virkilega hægt að hafa áhrif. Lög félagsins og fundargerðir má finna á heimasíðu skólans.

Á heimasíðu Heimilis og skóla má sjá leiðbeinandi hlutverk foreldrafélaga:


Hlutverk foreldrafélagsins er meðal annars eftirfarandi:


  • Að styðja við skólastarfið.
  • Stuðla að velferð nemenda skólans.
  • Efla tengsl heimilis og skóla.
  • Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi.
  • Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu.


Aðallfundur foreldrafélagsins verður 3. október næst komandi kl. 17:30 og hvetjum við ykkur til að mæta og taka þátt í því góða starfi sem þar fer fram. Á fundinum verður skólastjóri með stutta kynningu á hlutverkunum eins og við vinnum þau með nemendum hér í skólanum samkvæmt uppbyggingastefnunni. Það hefur nýst mörgum heimilum vel að fara yfir hlutverk hvers og eins á heimilunum og eins hvað er ekki hlutverk hvers og eins. Ekkert er eins ruglandi og að vita hekki hvaða hlutverk maður hefur. Ef tími og vilji er til munum við líka sýna nokkra bekkjarsáttmála og gera sáttmála milli foreldra. Þetta verður enginn miða fundur sem fólk þarf að hræðast heldur gerum við þetta rafrænt í gegnum eitthvað gott forrit og með símum. Maður er manns gaman og við þurfum öll á því að halda að hitta annað fólk og næra sálina.


Við hlökkum til ánægjulegs samstarfs og höfum afríska máltakið ,, það þarf heilt þorp til að ala upp barn" að leiðarljósi.


Með bestu kveðju,

Skólastjórnendur Engidalsskóla.

Samvinna um læsi

Gagnlegar upplýsingar sem

Uppeldi til ábyrgðar, Skýru mörkin

Haustið 2021 hóf Engidalsskóli innleiðingu á uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Innleiðingin hefur gengið vel og munum við halda henni áfram á þessu skólaári. Lykil spurning stefnunnar er hvernig manneskja viltu vera? Gengið er út frá því að þú sért við stjórnvölinn á eigin hegðun og þó við gerum öll mistök er mikilvægt að læra af þeim. Við forðumst ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og uppgjöf og segjum JÁ eins oft og við getum. Það er alltaf hægt að segja já en stundum þarf þó að setja skilyrði í framhaldi, já þegar við erum búin að þessu eða þegar þú ert orðinn x gamall og svo framvegis. Reynsla okkar af síðasta vetri var góð og við hlökkum til að fara aftur yfir hlutverk hvers og eins með nemendum, skilgreina þarfir okkar og gera bekkjarsáttmála. Nánar má lesa um stefnuna á uppbygging.is


Við erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.


Í Engidalsskóla viljum við:

  • Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt

  • Engin barefli né önnur vopn

  • Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur

  • Engar alvarlegar ögranir eða hótanir

  • Engin skemmdarverk

  • Enga áhættuhegðun

  • Engan þjófnað

Bekkjarsáttmálar

Listaverk eftir nemendur

Big picture

Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka

Big picture