Vinnustaðanám

Verklegt nám - ólaunað

Vinnustaðaáfangarnir eru þrír talsins; VINN3ÖH08 (verklegt á öldrun), VINN2LS08 (verklegt á hand- og lyflæknisdeildum) og VINN3GH08 (verklegt á sérdeildum). VINN áfangarnir eru allir byggðir upp eins, það er að nemandinn er 15 daga í verklegu námi á deild undir leiðsögn reynds sjúkraliða. Hver áfangi tekur í heild sinni c.a 3 vikur. Verklega námið í VINN áföngunum er ólaunað.


Mætingaskylda er í vinnustaðanámið og verði nemendur veikir þurfa þeir að vinna það upp. Nemendur byrja að taka VINN3ÖH08, síðan VINN2LS08 og að lokum VINN3FGH08 (verklegt nám á sérdeild).


Í verknámi þurfa nemendur að tileinka sér og sýna fram á faglega hæfni í verkum sínum sem og færni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk. Nemendur halda ferilbók yfir verknámið sem námsmat er að hluta til byggt á. Nemendur skrifa einnig dagbók á meðan á verknámi stendur.