Skólasafn Kelduskóla

Nýjar bækur - október 2015

Hér er yfirlit yfir nokkrar af þeim nýju bókum sem hafa bæst við söfnin í Korpu og Vík undanfarna daga.

Big image

Bestu konurnar

Flottustu og flinkustu fótboltakonur heimsins í einni bók! Hverjar eru hættulegustu keppinautar stelpnanna okkar um æðstu metorð? Helstu æviatriði og sterkustu hliðar snillinganna. Abby Wambach, Alex Morgan, Camille Abily, Lotta Schelin og margar aðrar. Þú þarft að kynnast þeim betur. Líflegur og fræðandi texti. Flottar myndir, nóg af staðreyndum.
Big image

Bestu karlarnir

Viltu kynnast þeim allra allra bestu? Öflugustu fótboltamenn heims í einni bók! Helstu æviatriði og sterkustu hliðar snillinganna. Messi, Ronaldo, Hazard, Neuer, Robben og margir aðrir. Þú kynnist þeim betur í þessari bók. Flottar myndir, nóg af staðreyndum og fróðleik.

Big image

30 Undur veraldar

Hverjir byggðu píramídana og til hvers? Hvers vegna var Kínamúrinn reistur? Hvaða fyrirbæri er eiginlega Eiffel-turninn í París? Og er það satt að ástarhofið Taj Mahal á Indlandi sé í rauninni grafhýsi? Mannsandinn er stundum alveg makalaus, og þau undur sem maðurinn hefur reist eru ótrúleg. Líflegar myndir og læsilegur skemmtilegur texti um stórfenglegustu undur heimsins. Hver reisti þau, hvers vegna og hvenær? Það er allt í þessari bók um mestu undrin sem maðurinn hefur reist.

Big image

Í skugga Skrattakolls

Fyrsta bókin í bókaflokki eftir Davíð Þór Jónsson sem er um afrek Mórúnar Hróbjarts, kvenhetju sem öllum er holl og góð fyrirmynd; sjálfstæð, þrjósk og ólseig. Sagan inniheldur bardaga, ofbeldi og ástir og er ætluð öllum sem yndi hafa af hröðum og spennandi fantasíubókmenntum, ekki síst ungu fólki. Í skugga Skrattakolls er æsileg rússíbanareið um ævintýraheim sem allir kannast við í öllum meginatriðum.“