Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Skóli hefst 2. janúar

Skóli hefst aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 2. janúar.

Samsöngur fellur niður föstudaginn 3. janúar

Því miður fellur samsöngur niður föstudaginn 3. janúar en við sjáumst hress í samsöng föstudaginn 10. janúar.

Starfsdagur 20. janúar

Mánudaginn 20. janúar er starfsdagur og frí í skólanum hjá nemendum.

Náttfata- og kósýfatadagur

Miðvikudaginn 29. janúar er náttfata- og kósýfatadagur hjá okkur fyrir þá sem vilja.

Big picture

Samráðsfundir 30. - 31. janúar

Fimmtudaginn og föstudaginn 30. - 31. janúar eru samráðsdagar. Þá mæta nemendur og foreldrar saman á fyrirfram ákveðnum tíma til kennara. Í viðtölunum er meðal annars farið yfir námslega framvindu og líðan í skólanum. Nemendur svara sjálfsmati með foreldrum fyrir fundina.

Samsöngur

Samsöngur er alla föstudaga kl. 8:40. Foreldrar eru ávallt velkomnir.