HÚSBRÉFIÐ

11.ÁRG., 13. TLB.

DAGSKRÁ VIKUNNAR 23. - 29. NÓV.


MÁNUDAGUR 23.NÓV. - Ýlir byrjar

Nemendaverndarráð í Bs kl. 8:30 - 9:30

Stjórnendafundur í Hs kl. 14:45


ÞRIÐJUDAGUR 24.NÓV.

Nemendaverndarráð í Hs kl. 8:15 - 9:15


MIÐVIKUDAGUR 25.NÓV.

Fagfundur í ensku í Bs

Kennarafundur kl. 14:30 í Hs - Allir saman á fundi


FIMMTUDAGUR 26.NÓV.

Stjórnendafundur í Bs kl. 14:30


FÖSTUDAGUR 27.NÓV.

TAKK FYRIR VIKUNA OG GÓÐA HELGI :)

Áhugaverð atriði næstu vikur


  • Litla upplestrarkeppnin var formlega kynnt fyrir nemendum í 4. bekk á Degi íslenskrar tungu 16. nóv. Samkvæmt lestrarstefnu skólans á 4. bekkur að taka þátt í henni.
  • Jólaföndurdagur Hamarsskóla verður 3. desember, forráðamenn velkomnir.
  • Smiðjudagar hjá miðstigi verða 2.- 4. des.
  • Jólasundmótið verður þriðjudaginn 8. desember, keppendur úr 5. og 6. bekk en nemendur úr 4. bekk mæta til að hvetja keppendur.
  • Jólapeysur - hvetjum starfsfólk til að klæðast jólapeysum við hvert tækifæri í desember.
  • Litlu jólin eru eftir fjórar vikur eða 17. des. hjá 5. - 10. bekk en 18. des. hjá 1. - 4. bekk.

Afmælisbörn vikunnar:

Magga Beta 26. nóvember

Hrós vikunnar fær.......

Starfsfólk fyrir vinalega vinaviku

Gáta vikunnar

Þúsund kíló alltaf er,
úti´á vegum myndast.

Sjómenn fylla hana hér,

hratt á sínu spori fer.


Svar við síðustu gátu

2. lína - á ofdregnum hníf myndast ró

Spakmæli vikunnar

Brosið þitt bjarta gæti eytt drunganum úr lífi einhvers annars í dag.

Uppskrift vikunnar

Döðlu & ólífupestó
Ein krukka af rauðu pestói (t.d. pestó frá Sacla)
Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka
1 1/2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
1 1/2 dl döður, smátt saxaðar
1 1/2 dl af steinselju, smátt söxuð
1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum
Tvö hvítlauksrif, smátt skorin eða pressu


Allt sett í skál og blandað saman. Gott að geyma í kæli í nokkra tíma ef tími gefst.

  1. Að sjálfsögðu má leika sér með hlutföllin og aðlaga að smekk hvers og eins.

Endilega commentið á fréttabréfið hér fyrir neðan :)