Fréttir úr skólanum

Fréttabréf númer 8 - 24. apríl 2020

Skólahald í maí

Nú er verið að vinna að skipulagningu skólastarfs eftir afléttingu takmarkana sem tekur gildi þann 4. maí. Þessar vikur sem samkomubann hefur skólastarf gengið vel og viljum við læra af þessari reynslu og taka ákveðna þætti með okkur í áframhaldandi skólastarf, s.s. skipulag í mötuneyti. En nánar um það síðar.

Það sem komið er á hreint er að skólastarf verður með hefðbundnu sniði en áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólanum sem snúa m.a. að hreinlæti og sótthreinsun. Fjöldatakmarkanir í nemendahópum verða ekki lengur í gildi og geta nemendur því notað sameiginleg svæði, s.s. útisvæði og mötuneyti óhindrað.

Fjöldatakmarkanir gilda þó áfram um fullorðna sem starfa í skólanum og þurfa starfsmenn áfram að virða 2 metra regluna. Áfram munum við takmarka aðgang forráðamanna og annarra gesta inn í skólann.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 verður áfram í gildi.

Útinám í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk hafa fært námið mikið út þá góðviðrisdaga sem verið hafa undanfarið. Í stærðfræði hafa nemendur verið að vinna með flatarmál og þá er gaman að fara í landaparís. Landaparís felst í því að allir reyna að sölsa undir sig sem mest af flatarmáli hrings og um leið læra nemendur heilmikið um flatarmál í gegnum leik.

Í íslensku var farið út með orðaspjöld sem notuð voru í boðhlaupi. Þá drógu nemendur spjald, lásu á það, hlupu yfir völlinn og skrifuðu orðið með krít á malbikið.

Þá hefur tækifærið verið nýtt og byrjað á vorverkunum með því að plokka og sópa stéttina.

Stúlkur í 4. bekk aðeins að sprella í hjólaferð

4. bekkur í hjólaferð

Skólasund fer aftur af stað

Sundkennsla mun hefjast aftur mánudaginn 4. maí og mun stundaskrá gilda sem unnið var eftir vikuna 9. - 13. mars.
Big picture
Big picture

Skólasel

Skólasel mun vera opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir frá kl. 13:10 og fram til 16:20, allt eftir vistun hvers og eins nemanda.
Big picture
Big picture