Innleiðingarfréttir

Menntastefna Reykjavíkurborgar til 2030 - ágúst 2019

Big picture

Úthlutanir úr þróunar- og nýsköpunarsjóði A og B hluta

Úthlutað hefur verið úr þróunar- og nýsköpunarsjóði. Í A-hluta barst alls 171 umsókn. Sjá nánar á myndum hér fyrir neðan og á infogram.com. Alls bárust 40 umsóknir í B-hluta. Lokið var við yfirferð þeirra umsókna um mánaðarmótin maí/júní. Gerð var krafa um fjölbreytt samstarf og að verkefni tengist rannsóknum eða samstarfi við fræðasamfélagið.Sjá nánar um úthlutanir úr B-hluta.

Stuðningur, fræðsla og ráðgjöf til starfsstaða

Í tengslum við innleiðingu Menntastefnu veita eftirtaldir aðilar leikskólum, grunnskólum, félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum og skólahljómsveitum fræðslu og ráðgjöf:



Að auki veitir starfsfólk skrifstofu sviðsins fjölbreytta ráðgjöf og stuðning. SFS er einnig í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og þjónustumiðstöðvar um fræðslu og stuðning við starfsstaði skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Á nýjum vef Menntastefnunnar verður sérstakt svæði með upplýsingum um ráðgjöf og fræðslutilboð (sjá nánar um vefsíður, gátlista og verkfærakistur í næstu frétt).


Nýsköpunarmiðja menntamála - NýMið

Sett hefur verið á fót Nýsköpunarmiðja menntamála sem veitir starfsstöðum stuðning og ráðgjöf við innleiðingu menntastefnunnar og útfærslu á einstökum áhersluþáttum hennar í samvinnu við stofnanir innan sem utan borgarinnar. Deildarstjóri NýMið er Fríða Bjarney Jónsdóttir.


Sjá nánar um starfsfólk og þjónustu NýMið.

Vefsíður - Gátlistar - Verkfærakistur

Upplýsingasvæði um menntastefnuna er að finna á vef Reykjavíkurborgar en unnið er að gerð sérstakrar vefsíðu um menntastefnuna þar sem hægt verður að nálgast stefnuna sjálfa og allt mögulegt henni tengt, gátlista, verkfærakistur, leiðbeiningar og upplýsingar um námskeið og samstarfshugmyndir og margt fleira.


Menntastefnan er með sérstakt svæði á Workplace Menntastefna Reykjavíkurborgar – Látum draumana rætast og hefur starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið hvatt til að gerast meðlimir til að fylgjast með framvindu mála. Á síðunni er að finna myndir frá öllum hverfafundunum og margt fleira sem tengist innleiðingarferlinu. Hafa starfsstaðir m.a. sett ýmislegt þarna inn um það sem þeir hafa verið að gera.


Gátlista fyrir starfsstaði sem byggja á grundvallarþáttum stefnunnar eru tilbúnir og hafa þeir verið sendir starfsstöðum sem tóku þeim fagnandi. Rafræn framsetning gátlistanna er í undirbúningi í samstarfi við Embætti landlæknis – heilsueflandi samfélag.


Verkfærakistur með hugmyndum og mælikvörðum fyrir hvern og einn grundvallarþátt eru í vinnslu. í verkfærakistunum verður hægt að nálgast fjölda hugmynda að verkefnum ásamt leiðbeiningum um hvernig hægt er að nýta tölulegar upplýsingar og önnur gögn til að mæla framfarir. Framsetning þessa efnis er í þróun og hangir saman við gerð vefsíðu fyrir menntastefnuna.

Menntastefnan í prentuðu formi

Menntastefnan hefur verið gefin út í prentuðu formi og geta starfsstaðir fengið send eintök til sín. Einnig er hægt að nálgast hana á vef Reykjavíkurborgar. Stefnan er einnig til á ensku bæði í prentuðu og rafrænu formi.

Kynningarfundir um menntastefnuna vorið 2019

Til að hefja formlega innleiðingu stefnunnar var blásið til viðburðar i Borgarleikhúsinu þann 6. febrúar fyrir alla stjórnendur í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Þar leit stefnan í núverandi mynd fyrst dagsins ljós. Sjá upptöku frá fundinum hér fyrir neðan.


Í framhaldi viðburðarins var umræðunni fylgt eftir með hverfafundum í öllum borgarhlutum og voru alls haldnir 5 hverfafundir í febrúar. Öllum starfsstöðum var boðið að senda 2-3 fulltrúa á fundina auk þess sem fulltrúum frá skólateymum þjónustumiðstöðvanna var boðið. Á hverjum fundi voru um 50-80 manns og var hver fundur um 2 klst þar sem bæði var boðið upp á kynningar og samtal.

Látum draumana rætast - Hefjumst handa

Svipmyndir frá hverfafundum

Draumar geta ræst - lag Barnamenningarhátíðar 2019

Hin árlega Barnamenningarhátíð var haldin í aprílmánuði en hún er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs. Yfirskrift lags hátíðarinnar „Draumar geta ræst“ er með beina skírskotun í yfirskrift menntastefnunnar „Látum draumana rætast“. Grunnurinn að laginu er verkefni þar sem allir nemendur í 4. bekk í grunnskólum Reykjavíkur fengu unga leikara í heimsókn þar sem þeir fylgdust með stuttum leikþætti byggðum á menntastefnunni. Leikþátturinn var um það hvernig við látum drauma okkar rætast og hvað við þurfum að gera til að þeir geti ræst. Að því loknu ræddu börnin saman og voru þrjár spurningar lagðar fram til grundvallar: · Hverjir eru mínir draumar? · Hverjir eru draumar mínir fyrir aðra? · Hverjir eru mínir draumar fyrir heiminn?
Draumar barnanna voru svo skrifaðir niður og sendir til lagasmiðsins Jóns Jónssonar og textasmiðsins Braga Valdimars Skúlasonar. Þeir unnu lag og texta fyrir Barnamenningarhátíð, en lagið „Draumar geta ræst“ fjallar þannig um drauma barnanna í borginni og var það frumflutt við setningu Barnamenningarhátíðar í Eldborg í Hörpu 9. apríl 2019 en öllum nemendum (um 1600 talsins) í 4. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur ásamt kennurum var boðið á opnunarviðburðinn. Þess má geta að lagið hefur ná víðtækum vinsældum í samfélaginu og var það t.d. komið í 8. sæti á vinsældarlista Rásar 2 í lok apríl og kosið af börnum "texti ársins" á verðlaunahátíðinni Sögur (sjá frá 23. mín.).
https://www.facebook.com/Barnamenningarhatid.i.Reykjavik/videos/2134954829887072/

Menntastefnulógó í undirskrift tölvupósta

Útbúinn hefur verið pakki með leiðbeiningum um undirskrift í tölvupósta þar sem hægt er að setja inn lógó tengt menntastefnunni. Getur hver og einn starfsmaður valið sér menntastefnu-lógó til að hafa með í sjálfvirkri undirskrift í tölvupósti sínum. Sjá sýnishorn af lógóum og leiðbeiningar í PDF skjali hér fyrir neðan.
Big picture

Samstarf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Skóla- og frístundasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa gert með sér tvíhliða samning sem felur í sér að skóla- og frístundasvið greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða og ráðgjöf og leiðsögn frá MVS til starfsstaða og MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar. Einnig viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Menntakvika verður sérstaklega kynnt til að koma á framfæri samstarfsverkefnum á milli menntavísindasviðs og SFS. Þá er fyrirhugað að gera hugmyndabanka um áhugaverðar rannsóknir í skóla- og frístundastarfi. Samstarfið gengur einnig út á að efla tengsl háskólasamfélagsins og starfsemi skóla- og frístundastarfs á vettvangi.

Námskeið tengd innleiðingu menntastefnunnar

Fyrstu námskeiðin, skipulögð af Menntavísindasviði HÍ, í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar voru haldin í maí 2019.


2. maí – Hlutverk stjórnenda í innleiðingu menntastefnu

17. maí – Hlutverk stjórnenda í innleiðingu menntastefnu

28. maí - Sjálfsefling og félagsfærni


Nokkur námskeið á vegum MVS voru haldin í Sumarsmiðjum grunnskólakennara 2019 dagana 12.-14. ágúst. Sjá svipmyndir og fréttir frá sumarsmiðjum og menntasmiðju á Facebook-síðu skóla- og frístundasviðs.


Fyrirhugað er að halda fjölda námskeiða, tengdum menntastefnunni, í framtíðinni og er skipulag námskeiða á starfsárinu 2019-2020 hafið.

Vorblót 13. maí 2019

Samstarfið hófst með því að skóla- og frístundasvið og Menntavísindasvið HÍ stóðu saman að Vorblóti 13. maí 2019 í húsakynnum Menntavísindasviðs þar sem voru fjölbreyttar kynningar á ýmsu áhugaverðu fyrir nemendur. Starfsfólk NýMið kom að skipulagi og kynningum á vorblótinu með ýmsum hætti s.s. með kynningu á Barnasáttmálanum, kynfræðslu og nýjum og spennandi verkfærum til notkunar í upplýsingatækni. Sjá myndband frá Vorblótinu með því að smella á gulu myndina. Fleiri myndir frá Vorblótinu.

Skýrsla um mótun og innleiðingu menntastefnunnar

Nú er hægt að kynna sér á einum stað sögu mótunar og innleiðingar Menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. Innleiðingarkaflinn er um fystu 6 mánuðina í innleðingarferlinu en það mun að sjálfsögðu halda áfram næstu misserin. Skoða skýrsluna.
Menntastefnan á www.reykjavik.is

Upplýsingasvæði um menntastefnuna þar til sérstök vefsíða verður opnuð.

Big picture