Menntabúðir og aðalfundur

Félag fagfólks á skólasöfnum

Fimmtudaginn 19. mars

Við ætlum að slá tvær flugur í einu höggi, halda Menntabúðir og aðalfund á sama tíma.


Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 19. mars klukkan 15:15 - 17:00.


Fundarstaður: Kelduskóli - Korpa Bakkastöðum 2, 112 Reykjavík.

Big image

Dagskrá

· Setning aðalfundar
Rósa Harðardóttir, formaður
· Kosning fundarstjóra og fundarritara

· Menntabúðir – Sjö „stöðvar“ verða í boði þar sem félagsmenn kynna áhugavert efni sem þeir hafa notað í vinnu sinni á skólasöfnum.
Kaffihlé

· Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
Rósa Harðardóttir, formaður
· Ársreikningur félagsins lagður fram Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir gjaldkeri.
· Umræða um skýrslu og ársreikning
· Lagabreytingar
Tillögur um lagabreytingar kynntar, umræður um tillögur – atkvæðagreiðsla
· Kosning í stjórn og nefndir (Athugið að okkur vantar tvo nýja stjórnarmenn)
· Önnur mál – við viljum benda félagsmönnum á að ef þið hafið önnur mál væri gott að koma þeim til stjórnar fyrir aðalfund.

· Fundi slitið

iPad/pöddubók (7. bekk) og Rithöfundur/-ar á bókasafni (4.-6. bekk)

Ragnhildur Birgisdóttir safnstjóri skólasafns Fossvogsskóla segir okkur frá skemmtilegu verkefni sem hún hefur verið að þróa.
Big image

Ljóðasúlan

Hrefna María Ragnarsdóttir bókmenntafræðingur og safnstjóri skólasafni Sjálandsskóla segir okkur frá skemmtilegu ljóðaverkefni.
Big image

Bókaskjóður í Seljaskóla

Dröfn Vilhjálmsdóttir safnstjóri skólasafni Seljaskóla segir okkur frá þessu spennandi verkefni með Bókaskjóðurnar og kemur með sýnishorn.
Big image

Spurningarkeppni úr bókum.

Siggerður Ólöf Sigurðardóttir safnstjóri á skólasafninu í Álfhólsskóla segir okkur frá þeirri hefð sem hefur skapast hjá þeim að nemendur keppa í lestri. Hörkuspennandi spurningarkeppni.
Big image

Einar Áskell - B2- Norrænir höfundar

Heiða Rúnarsdóttir safnstjóri skólasafnsins í Háteigsskóla ætlar að segja okkur frá skemmtilegum verkefnum sem hún hefur unnið með nemendum. Hvað varð um Einar ærslaber?/Gunilla Bergström- Rætt um skólareglur og tilfinningar sem bærast í brjósti nemenda í 1. bekk við skólabyrjun. B2/Sigrún eldjárn - Unnið með nemendum í 2. bekk eftir söguramma sem vistaður er á Skólasafnavefnum. Lýst hvernig unnið er með bækur eftir norræna höfunda í 6. bekk.

Big image
Big image

Innleiðing samþættingar í upplýsingamennt

Guðmunda Hrönn Guðmundsdóttir safnstjóri á skólasafni Snælandsskóla og Ragnheiður E. Guðmundsdóttir segja okkur frá áhugaverðu verkefni.
Big image

Pinnað með Pinterest

Sif Heiða Guðmundsdóttir safnstjóri á skólasafni Hvaleyrarskóla segir okkur frá því hvar hún fær góðar hugmyndir og leiðir okkur í allan sannleikann um þetta sniðuga verkfæri.

Oculus sýndarveruleiki

Ágústa Guðnadóttir forritunarkennari í Hólabrekkuskóla sýnir okkur ínn í aðra heima með Oculus sýndarveruleikabúnaði.
Big image

Tillögur að lagabreytingum

Tillögur um lagabreytingar:

Tillaga 1 – 3. grein:


Lagagrein 3 er:


Félagsmenn í Félagi fagfólks á skólasöfnum eru:

a. Kennarar sem hafa viðurkennda framhaldsmenntun í bókasafns- og upplýsingafræði.

b. Þeir sem hafa viðurkennda menntun í bókasafns- og upplýsingafræði.

Stjórn tekur ákvörðun um innheimtu félagsgjalda.

Stjórn félagsins getur vikið manni úr félaginu vinni hann gegn hagsmunum þess og/eða gerist brotlegur í starfi.

Verður:

Félagsmenn í Félagi fagfólks á skólasöfnum eru:

a. Kennarar sem hafa viðurkennda framhaldsmenntun í bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærilega menntun.

b. Þeir sem hafa viðurkennda menntun í bókasafns- og upplýsingafræði.

Stjórn tekur ákvörðun um innheimtu félagsgjalda.

Stjórn félagsins getur vikið manni úr félaginu vinni hann gegn hagsmunum þess og/eða gerist brotlegur í starfi.

Tillaga 2 – 7. grein:

Lagagrein 7 er:

Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega. Við stjórnarkjör skal tryggt að ekki gangi fleiri en þrír úr stjórn í einu. Þegar formannsskipti verða er fráfarandi formaður ráðgefandi aðili fyrir stjórn fram til næstu áramóta.


Verður:


Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og umsjónaraðili vefmála. Formann skal kjósa sérstaklega. Við stjórnarkjör skal tryggt að ekki gangi fleiri en þrír úr stjórn í einu. Þegar formannsskipti verða er fráfarandi formaður ráðgefandi aðili fyrir stjórn fram til næstu áramóta.


Tillaga 3 – 9. grein:


Lagagrein 9 er:

Nefndir og fagráð:

Fræðslunefnd skal starfrækt. Hún er skipuð þremur félagsmönnum og starfssvið hennar er að sjá um heimasíðu félagsins auk þess að vinna að fræðslu- og endurmenntunarmálum.

Kjaranefnd skal starfrækt. Hún er skipuð þremur félagsmönnum og hlutverk hennar er að taka saman upplýsingar um kjaramál félagsmanna og upplýsa um hagsmunamál í kjarasamningum. Nefndarmenn eru einnig tengiliðir fyrir hönd stjórnar við þau stéttarfélög sem félagsmenn eru aðildar að.

Nefndir þessar starfa í nánu samráði við stjórn félagsins.


Verður:


Nefndir og fagráð:

Fræðslunefnd skal starfrækt. Hún er skipuð þremur félagsmönnum og starfssvið hennar er að vinna að fræðslu- og endurmenntunarmálum.

Kjaranefnd skal starfrækt. Hún er skipuð þremur félagsmönnum og hlutverk hennar er að taka saman upplýsingar um kjaramál félagsmanna og upplýsa um hagsmunamál í kjarasamningum. Nefndarmenn eru einnig tengiliðir fyrir hönd stjórnar við þau stéttarfélög sem félagsmenn eru aðildar að.

Nefndir þessar starfa í nánu samráði við stjórn félagsins.