HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 33. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 23. - 29. MAÍ

MÁNUDAGUR 23. MAí

Nemendaverndarráð í BS kl. 8:30


ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ

Nemendaverndarráð í Hs kl. 8:15

Fundur með foreldrum 5 ára nemenda kl. 17:15

9. bekkur í dagsferð


MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ

Kennarafundur kl. 14:30 í Hs, kennarar í 1. - 7. bekk - Fjölgreindaleikar

Fundur með kennurum í 10. bekk í Bs - námsmat

Kennarar í 8. og 9. bekk undirbúa starfsfræðsludaga


FIMMTUDAGUR 26. MAÍ

Prufukeyrsla vegna rafrænna samræmdra prófa í 3. bekk verður á milli 10:00 og 11:00

Stjórnendafundur 14:30


FÖSTUDAGUR 27. MAÍ

UNICEF- hlaup á Stakkó 5. og 6. bekkur


Takk fyrir góða viku

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 2. ÞJ

Áhugaverð atriði næstu vikur


 • Lokaverkefni í 10. bekk 20. maí -2. júní - sýning í Barnaskólanum 2. júní kl. 17:00
 • UNICEF - hreyfingin, verkefni 5. og 6. bekkja verður á Stakkó föstudaginn 27. maí.
 • Starfsfræðsludagar í 8. og 9. bekk 1. - 3. júní
 • Fjölgreindaleikar á mið- og yngstastigi verða 1. og 2. júní. Vinna við leikana er hafin, kennarar eru að útbúa stöðvar. Stuðningsfulltrúar og skólaliðar fengu skjal með útskýringum og skipulagi sem þeir eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér vel.
 • 3. júní er bekkjadagur hjá 1. -7. bekk, umsjónarkennari sér um sinn bekk. Í lok dagsins eða kl. 11:30, verður verður verðlaunaafhending fyrir Fjölgreindaleikana í íþróttahúsinu.
 • Örnefnagöngur og umhverfisstígar eru á heimasíðu GRV: http://grv.is/is/page/natturuskoli
 • Skólaslit hjá 10.bekk í Höllinni 6. júní kl.17:30
 • Skólaslit 1. -7. bekkur þriðjudaginn 7. júní
Tilkynningar !!

Afmælisbörn næstu viku:

Kolbrún Lilja Ævarsdóttir 26. maí

Ragnheiður Borgþórsdóttir 28. maí

Hrós vikunnar fá

Súsanna og nemendur okkar fyrir dansinn í Bárugötunni og velheppnaða danssýningu á Skóladaginn.

Limra vikunnar

Svar pabbans:

Úr ágætis efni ertu snídd

og kostunum bestu ertu prýdd.

En eitt máttu vita

ég vann mér til hita

því á gamaldags hátt varstu rídd.


Ókunnur höfundur

Spakmæli vikunnar

Þegar þú freistast til að ergja þig yfir mistökum annarra stappaðu fætinum létt niður 10 sinnum, reyndu síðan að brosa eins og þú getur og líttu í eigin barm.

Uppskrift vikunnar - Mexíkóskur ostborgari

Hamborgarar

1 kg nautahakk, 45 g brauðmylsnur, 1 egg
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
½ tsk kóríanderkrydd
½ tsk cumin (ath. ekki kúmen)
½ tsk kanill
½ tsk negull
1 tsk paprikukrydd, salt og svartur pipar
6 hamborgarabrauð, ostsneiðar,
Guacamole
3 mjúk avacado,safi úr ½ lime, salt og pipar

Tómatsalsa
3 mjúkir tómatar, saxaðir fínt
1 rauðlaukur, saxaður fínt
½ búnt steinselja, fínt söxuð
½ rautt chilí, fínt saxað (fjarlægið fræin ef þið viljið ekki hafa þetta spicy),salt og pipar,

 1. Gerið hamborgararna með því að blanda öllum hráefnum fyrir þá saman í skál og blandið vel saman. Mótið hamborgara út deiginu. Grillið eða steikið á pönnu og setjið ostinn á þegar þið steikið þá á hinni hliðinni og leyfið ostinum að bráðna.
 2. Gerið guacamole með því að setja avacado í skál ásamt límónusafa og saltið og piprið að eigin smekk.
 3. Gerið tómatsalsa með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál. Setjið draumahamborgarann saman og njótið vel.

Dansinn er sameiginlegt tungumál okkar allra

Unglingarnir komu með í lokadansinn og lifðu sig inn í dansinn.
Big image