DJÚPAVOGSSKÓLI

FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI

FEBRÚAR 2022

14.febrúar - Skipulagsdagur og styttist í vetrarfrí.


24.febrúar - Vetrarfrí

25.febrúar - Vetrarfrí

28.febrúar - Bolludagur


Förum að huga að mars þar sem sprengi- ösku og árshátíðardagar eru á dagskrá.

NÆSTA VIKA HEFST MEÐ FRÍDEGI NEMENDA

Mánudagur 14.febrúar - skipulagsdagur, nemendur eiga frí.

Starfsfólk vinnur að faglegum undirbúningi kennslu.Þriðjudagur 15.febrúar

  • 14:40 Teymisfundur - teymin skipuleggja kennslu.


Miðvikudagur 16.febrúar

  • Góður dagur í útivist?


Fimmtudagur 17.febrúar

  • 14:40 Fagfundur - kennarar sinna faglegum undirbúningi og skólaþróun.


Föstudagur 18.febrúar

  • Förum í gott helgarfrí.

MATSEÐILL Í NÆSTU VIKU

Big picture

NETÖRYGGI

Á síðasta fimmtudag buðu félagsmiðstöðvarnar í Múlaþingi upp á fræðslu um samskipti og nethegðun unglinga. Frábært framtak hjá þeim og vonandi gátu sem flestir tekið þátt í því.


Í síðustu viku var alþjóðlegi netöryggisdagurinn.


Á heimasíðu https://www.saft.is/ má kynna sér ýmislegt sem varðar netöryggi.

VIKA SEX VERÐUR VIKA SJÖ

Í sjöttu viku ársins er í mörgum skólum lögð áhersla á umræðu um kynheilbrigði. Skólar og félagsmiðstöðvar í Múlaþingi taka þátt í þessu verkefni.

Meðfylgjandi er frétt á heimasíðu sveitarfélagsins.

https://www.mulathing.is/is/frettir/vika-sex-arleg-vika-kynheilbrigdis-i-mulathingi


Í Djúpavogsskóla var töluvert álag í viku sex, eitthvað var um forföll hjá starfsfólki auk þess sem önnur verkefni tóku töluvert pláss. Við ákváðum því að taka hæglætið á þetta og færa viku sex yfir í viku sjö.


Djúpavogsskóli hefur ekki tekið þátt í þessu verkefni með formlegum hætti en auðvitað höfum við rætt þessi mál við okkar nemendur enda mikilvæg umræða sem hefur tengingar inn í margar námsgreinar.

Í næstu viku (viku sjö) ætlum að halda þeirri umræðu áfram.

SNJÓR OG STUÐ

Þarna má sjá arkitekt framtíðarinnar. Hér er verið að byggja snjóhús eftir teikningu. Mögulega er hugmyndin að stækka skrifstofu skólastjóra :)
Big picture

MEIRA AF VETRARMYNDUM

Sjáumst á þriðjudaginn.

Bestu kveðjur og góða helgi.

Starfsfólk Djúpavogsskóla.