Hvalrekinn - Jólahvalreki

Desember 2019 - Jólakveðja

Big picture

Jólakveðja frá starfsfólki Hvaleyrarskóla

Við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra og ánægjuríkra jóla. Megi gleði og gæfa umvefja ykkur um hátíðina og á nýju ári.

Með bestu jólakveðjum,
Stjórnendur og starfsfólk Hvaleyrarskóla.

Jólapeysudagur og jólamatur

Það var mikið líf og fjör í skólanum miðvikudaginn 11. desember þá mættu nemendur og starfsfólk í litríkum jólapeysum í skólann.

Þann dag var jólamaturinn hjá Skólamat.

Hér má sjá myndir og myndbönd frá deginum. Hér er stutt myndband.

Um morgunin var jólaleg samvera hjá yngstu deildinni og afraksturinn má sjá í myndbandi hér neðar.

Öðruvísi jóladagatal

Nemendur í 1. - 5. bekkjum sem og starfsmenn Hvaleyrarskóla tóku þátt í Öðruvísi jóladagatali sem er á vegum SOS barnaþorpa. Öll framlög sem safnast saman í ár fara til Tulu Moye í Eþíópíu og verða notuð til að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum til að standa á eigin fótum í gegnum fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna. Nemendur og starfsmenn skólans söfnuðu í ár 116.560 krónum sem fara í þetta góða málefni. Við tókum þátt í þessu verkefni einnig fyrir ári síðan og þá söfnuðust 140.000 krónur og höfum við safnað samtals 256 þúsundum krónum fyrir SOS barnaþorp fyrir síðustu tvö jól.

Okkur langar því til að þakka nemendum og foreldrum fyrir góðar undirtektir og gott að vita að Hvaleyrarskóli leggur sitt af mörkum til styrktar börnum sem þurfa stuðning út í hinum stóra heimi.

Vinabekkir og verðlaunaafhending Fjölgreindaleika

Miðvikudaginn 18. desember afhentum við verðlaun fyrir Fjölgreindaleikana. Þann dag vorum við einnig með örlítið uppbrot þar sem vinabekkir hittust og áttu góða stund saman. Hér til hliðar sjáum við sigurvegara fjölgreindaleikanna.

Piparkökumálun foreldrafélagsins

Fimmtudaginn 12. desember bauð foreldrafélag Hvaleyrarskóla upp á piparkökumálun fyrir nemendur og foreldra á sal skólans. Mikill fjöldi mætti og margt listaverkið leit dagsins ljós. Hér má sjá nokkrar myndir.
Jólasamvera yngsta stigs
https://youtu.be/NR1BfF3DUP8

Kennsla hefst að loknu jólafríi samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar (þrettándinn).

Opnunartími í Verinu

Það er opið í félagsmiðstöðinni Verinu á venjulegum opnunartímum, þ.e. mánudaginn 23. desember, föstudaginn 27. desember, mánudaginn 30. desember og föstudaginn 3. janúar 2020.

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.