DJÚPAVOGSSKÓLI

FRÉTTIR ÚR SKÓLASTARFI

SEPTEMBER

Ákveðið var að fresta skólaþinginu okkar vegna óvissu út af smitum á Austurlandi, við stefnum á að halda það í nóvember.


26.september Cittaslow sunnudagur

Djúpavogsskóli verður með og kynnir skólastarfið í Cittaslowskóla í Löngubúð frá 13:00 - 17:00

Big picture

OKTÓBER

  • 19.október Skipulagsdagur starfsmanna, frí hjá nemendum.
  • 20.október Samskiptadagur, nemendur mæta með foreldrum í viðtal hjá umsjónarkennara og setja sér markmið.
  • 21.-22. keppnisdagar, hér ætlum við að endurvekja gömlu keppnisdagana okkar með nýjum sniði.
  • 25.-26.október VETRARFRÍ :)

NÆSTA VIKA

Mánudagur
  • Sjáumst hress og kát.

Þriðjudagur

  • Teymisfundir.

Miðvikudagur

  • Góður dagur til að syngja saman.

Fimmtudagur

  • Fagfundur
  • Fundur Foreldrafélagsins í Löngubúð

Föstudagur

  • Förum hress inn í helgina.

MATSEÐILL NÆSTU VIKU

Big picture
Big picture

FRÁ FORELDRAFÉLAGINU

Big picture

KÆRU FORELDRAR

Ég hlakka til að fá tækifæri til að kynna starfið í Djúpavogsskóla fyrir ykkur. Við fengum fá tækifæri á síðasta vetri til að hittast, vonandi verður það betra í vetur.

Ég vona að ég sjái ykkur sem flest.

Bestu kveðjur,

Obba

FRÁ FRÆÐSLUSTJÓRA - SKÓLAÞJÓNUSTA MÚLAÞINGS

Áratuga farsælu starfi Skólaskrifstofu Austurlands lauk 31. júlí sl., en gengið hafði verið frá því að sveitarfélögin, Fjarðabyggð og Múlaþings tækju við starfsemi skólaþjónustunnar frá 1. ágúst.


Starfsemi skólaþjónustu sveitarfélaga er skilgreind í 40. gr. grunnskólalaga nr. 9172008 og kveðið á um nánari útfærslu í reglugerð 444/2019. Hlutverk og markmið með starfsemi skólaþjónustunnar koma fram í 2. gr. reglugerðarinnar:

• Skólaþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.

• Markmið með skólaþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

• Skólaþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.


Starfshópur sem vann að undirbúningi flutnings verkefna skólaþjónustunnar til sveitarfélagsins hafði eftirfarandi hugtök að leiðarljósi í vinnunni:

FARSÆLD – FAGMENNSKA – FORVARNIR

Eftirtaldir starfsmenn starfa nú við Skólaþjónustu Múlaþings:

• Jarþrúður Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi

• Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi

• Eyrún Björk Einarsdóttir, talmeinafræðingur

• Stefanía Malen Stefánsdóttir, ritari

• Fræðslustjóri, Helga Guðmundsdóttir, veitir starfseminni forstöðu.


Ekki tókst að ráða skólasálfræðinga til starfa við Skólaþjónustuna, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar en við höfum verið svo heppin að ná samstarfssamningi við Sálstofuna í Reykjavík, sem sinnir verkefnum skólasálfræðinga fyrir nokkur sveitarfélög og munu sálfræðingar Sálstofunnar koma í reglulegar ferðir austur til að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir.


Mikið og náið samstarf verður við Austurlandsteymið enda eru mörg verkefni Skólaþjónustunnar og Austurlandslíkansins nátengd og vonir standa til að aukið samstarf, með yfirfærslu verkefna Skólaþjónustunnar til sveitarfélagsins, muni efla mjög starfsemi í þágu barna og fjölskyldna á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Verið er að undirbúa innleiðingu á beiðna- og málakerfi fyrir Skólaþjónustu Múlaþings, þangað til mun verklag og beiðnakerfi Skólaskrifstofu Austurlands vera nýtt fyrir nýjar beiðnir um aðkomu Skólaþjónustunnar að málum.


Bent er á að enn er heimasíða Skólaskrifstofu Austurlands, skolaust.is, aðgengileg og þar má finna margt gagnlegt efni fyrir foreldra og starfsfólk skóla. Egilsstaðir 20. september 2021 Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri

FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM

Tónlistarskólinn hefur hafði störf, fyrstu tímarnir voru í þessari viku. Berglind er búin að raða nemenum í hópa og finna þeim tíma í stundartöflu og mun kynna það betur fyrir nemendum og foreldrum í byrjun næstu viku.

Berglind og nemendur á yngstastigi eru búin að vera að æfa fjölbreytt og skemmtilega lög. Þegar viðrar vel þá syngja þau úti á nýja pallinum á skólalóðinni og þá ómar söngurinn inn um glugga skólastjóra. Þá er ekkert annað í stöðunni en að staldra við og syngja með, dásamleg núvitund.


Í lestrarmöppu nemenda á yngstastigi eru samsöngslög haustsins. Að syngja og læra lög munnlega og utanbókar styrkir málþroska, læsi, orðaforða og færir börnunum fleiri námsleiðir til að, efla lestur, málskilning og gefa nemendum betri tilfinningu fyrir hrynjanda tungumálsins. Það er upplagt að kíkja á blaðið og syngja saman heima.

KRAKKAKOSNINGAR 2021

Nemendur á unglingastigi í tóku þátt í krakkakosningum, þau horfður á kynningar frá öllum stjórnmálaflokkum á KrakkaRúv. Þau fengu kjörseðla og kusu, niðustöður voru sendar inn samkvæmt leiðbeiningum. Verkefnið er samstarfsverkefni KrakkaRúv og umboðsmanns barna og það má kynna sér það betur hér.


https://www.barn.is/frettir/krakkakosningar-1


https://www.ruv.is/krakkaruv/renningur/krakkakosningar

Bestu kveðjur til ykkar.

Starfsfólk Djúpavogsskóla