DKG á Íslandi

Fréttabréf forseta í ágúst 2019

Að lokinni alþjóðaráðstefnu

þakka ég öllum, sem komu að skipulagi ráðstefnunnar og vinnu við hana kærlega fyrir frábærlega vel unnin störf. Ráðstefnan var okkur öllum til sóma og enn þá streyma til okkar þakkir einkum erlendis frá. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum okkar.

Framundan er framkvæmdaráðsfundur

Boðað hefur verið til framkvæmdaráðsfundar þann 14. september frá kl. 10-16.

Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 12-14 (Kerhólum á 7. hæð).

Framkvæmdaráð skipa: Stjórn landssambandsins, fráfarandi forseti þess, gjaldkeri og formenn deilda. Lögsögumaður á einnig sæti í ráðinu en án atkvæðisréttar.

Lucille Cornetet styrkurinn

1. september rennur út frestur til að sækja um einstaklingsstyrkinn hjá Lucille Cornetet sjóðnum (sem er innan DKG Educational Foundation). Styrkurinn er í boði fyrir allar konur í menntastörfum (ekki bara DKG konur) og hægt að nota hann til að borga ferðir, ráðstefnugjöld o.s.frv. Ekki er þó hægt að nota styrkinn til að greiða með fyrir viðburði innan DKG. Nánari upplýsingar eru á dkg.is.

International Speakers Fund

Alþjóðasambandið heldur skrá yfir þær konur sem eru tilbúnar að halda fyrirlestra á vegum samtakanna og hvaða efni þær eru reiðubúnar að fjalla um. Fylla þarf út umsókn um að komast á þennan lista fyrir 15. september ár hvert. Sérstakur sjóður: "International Speakers Fund" greiðir ferðakostnaðinn. Nánari upplýsingar eru á dkg.is.