Hvalrekinn

30. apríl 2020

Big picture
Ágætu foreldrar.


Þá erum við farin að sjá fyrir endann á samkomubanninu og takmörkunum er líta að skólastarfinu. Hefðbundið skólastaf hefst mánudaginn 4. maí í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt stundatöflunni sem gilti áður en skólastarf var skert. Ég vil vekja athygli á að við hefjum skólann kl. 10:00 á mánudaginn. Í upphafi þess dags mun starfsfólk funda og undirbúa komu nemenda.


Munum áfram að við erum öll almannavarnir og verðum að taka ábyrgð á okkur.

Njótið helgarinnar og við hlökkum til að sjá alla nemendur í skólanum á mánudaginn.


Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.

Skólastarf hefst mánudaginn 4. maí samkvæmt stundaskrá en kl. 10:00

Samkomubanni er aflétt þann 4. maí þannig að grunnskólastarf getur hafist á ný með eðlilegum hætti. Á þeim tíma sem eftir er af þessu skólaári verður megin áherla lögð á dagleg verkefni í skólanum en minna verður um ferðir, sýningar og hátíðir en þetta verður breytilegt eftir árgöngun skólans. Nánari dagská fyrir maí og júní og hvernig námsmati nú í vor verður háttað, kemur frá umsjónarkennurum síðar. Eftirfarandi verðum við að hafa í huga við þessar sérstöku aðstæður sem nú eru:


 • Sóttvarnarhólf leggjast af.
 • Aukin áhersla verður áfram á hreinlæti nemenda meðal annars með handþvotti og sprittun.
 • 50 manna reglan á ekki við um nemendur en um fullorðna og einnig 2ja metra reglan.
 • Sú regla verður að vera áfram að foreldrar og aðrir gestir komi ekki inn í skólahúsnæðið nema brýn nauðsyn beri til, svo sem ef um skilafundi er að ræða.
 • Frímínútur verða óbreyttar frá því fyrir samkomubann.
 • Frístundastarf hefst samkvæmt dagskrá eins og var fyrir samkomubann.
 • Frístundaakstur hefst samkvæmt dagskrá eins og hann var fyrir samkomubann.
 • Íþróttahús og sundlaugar opna fyrir íþrótta- og sundkennslu. Nema Suðurbæjarlaug.
 • Matarmálin verða með svipuðum hætti og fyrir samkomubann. Nú fer í gang áskrift fyrir nemendur í mat hjá Skólamat. Mánudaginn 4. maí hefst afhending á mat sem átti að afhenda þann 16. mars hjá þeim sem voru í áskrift fyrir mars. Skólamatur mun senda út greiðsluinnheimtuseðla til áskrifenda vegna þess tíma sem eftir verður af skólaárinu.
 • Hafragrautur verður í boði á morgnana líkt og fyrir samkomubann.
 • Morgunávaxtaáskrift verður áfram.
 • Mötuneytið opnar fyrir hádegismat fyrir þá sem eru í áskrift. Nemendur munu ekki skammta sér mat sjálfir en einfaldur salatbar verður í sjálfskömmtun.
 • Nemendur geta komið með eigið nesti á ný.
 • Síðdegishressing í frístundaheimilinu Holtaseli verður á sama hátt og fyrir samgöngubann.
 • Skólasóknarkerfið tekur gildi á ný eins og fyrir samkomubann.
 • Engin sjálfskipuð sóttkví er í boði fyrir nemendur eftir 4. maí.
 • Vegna ástandsins verður ekki reiknuð út raunmæting nemenda.
 • Valgreinar hjá nemendum í elstu deild hefjast á ný en Tækniskólavalinu er lokið.
 • Heimilt verður að fara í dags vettvangsferðir en ekki að gista.

Bréf til foreldra í grunnskólum Hafnarfjarðar frá skrifstofu mennta- og lýðeilsusviðs Hafnarfjarðar

Verið - dagskrá fyrir fyrstu vikuna í maí

Heimaskólinn verður áfram opinn og er í stöðugri þróun

Á döfinni

 • 11. maí fara nemendur í 4. bekk í gróðursetningarferð.
 • Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður 26. maí í Hafnarborg og streymt. Takmörkuð aðsókn (50) á hátíðina og aðeins 1 frá hverjum nemanda með.
 • Skipulagsdagur er 29. maí.
 • Nemendur eiga að skila Ipödum, hleðslutækjum og snúrum sem hér segir:
 • 5. – 7. bekkur – 3. júní
 • 8. – 10. bekkur – 4. júní
 • Skólaslit verða með breyttu sniði vegna aðstæðna en nánari upplýsingar koma síðar.

Einhverfusamtökin - Blár apríl

Einhverfusamtökin halda úti upplýsingavefnum einhverfa.is. Þar má finna ýmislegt efni m.a. sem lítur að réttindum einhverfra í skólakerfinu, fræðslu, hópastarfi og tómstundum og margt annað gagnlegt og forvitnilegt.

Fræðsluefni á vef ADHD samtakanna

Það má finna mikið af fræðsluefni inn á vef ADHD samtakanna adhd.is má nefna bæklinga, greinar, smáforrit, fræðslufundi, hlaðvarp og fleira efni er nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. Gott fyrir foreldra að nýta og fræðast.

Fræðslugátt Menntamálastofnunar

Á Fræðslugátt er allt námsefni Menntamálastofnunar sem til er á rafrænu formi. Í ljósi aðstæðna er þar einnig námsefni sem tímabundið hefur verið sett á rafrænt form og þannig gert aðgengilegra fyrir nemendur, kennara og foreldra.


Við hvetjum ykkur til þess að heimsækja Fræðslugáttina og skoða framboðið. Þar er til að mynda mikið af lestrarefni sem nýta má í lestrarátakinu Tími til að lesa. Þessa dagana hafa einmitt flestir góðan tíma til að lesa og þörfin fyrir hugarleikfimi hefur sjaldan verið meiri en nú.


Fræðslugátt er skipt niður í námsefni fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Einnig er þar hægt að nálgast annað efni. Undir annað efni er námsefni héðan og þaðan sem við höfum fengið ábendingar um að geti nýst skólasamfélaginu vel á þessum tímum.

Við hvetjum einnig áhugasama að skrá sig á póstlista til að fá fréttir af nýju námsefni og öðru sem tengist útgáfu námsefnis.

Tími til að lesa - vertu með í landsliðinu

SETJUM HEIMSMET Í LESTRI ~ VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU

Í tilefni af því að nú erum við mörg heima, og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í, ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.


Allir sem lesa geta verið með. Þú þarft bara að skrá mínúturnar sem þú lest á þessari síðu og hún reiknar út hvað allir eru búnir að lesa samtals.


Ef það er eitthvað sem er nóg af í ástandinu þá er það tími. Það er hægt að nýta hann vel og minna vel, og ein albesta nýtingin er að lesa. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt þá gerir lestur kraftaverk í lesandanum. Hver blaðsíða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir og eykur skilning á lesmáli og veitir þannig aðgang og skilning á heiminum öllum.


Þetta er frekar einfalt: Því meira sem við lesum því betra.


Svo nú er bara að reima á sig lesskóna og grípa næstu bók. Viðbúin – tilbúin – lesa!


Tími til að lesa er verkefni á vegum Menntamálastofnunar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Undirspil við íslensk dægurlög

Guðrún Árný tónmenntakennari hjá okkur eru búin að taka upp mikið af undirspili við íslensk dægurlög. Undanfarna daga hefur hún sett dægurlögin inn á youtube. Það er fátt sem gleður hjartað meira en fallegur söngur. Já, já við getum öll sungið við þennan fagra undirleik Guðrúnar Árnýjar. Hvetjum ykkur til að taka lagið og textarnir koma líka á skjáinn.


https://www.youtube.com/playlist?list=PL1JGavIrs8DZL6WAkpzNLE9VhpPyqEeIQ

Hvað getum við gert til að líða vel?

Á þessum fordæmalausu tímum sem við lifum er gott að vera í núinu, muna eftir öllu því góða sem er í kringum okkur og þakka fyrir það, því það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir.


Núvitund er góð leið til að ná ró og yfirvegun og hægt að stunda hvar sem er. Núvitund er að beina athyglinni að augnablikninu, því sem er hér og nú. Rannsóknir sýna að þeir sem stunda núvitund auka vellíðan sína, bæta heilsu, það dregur úr kvíða, streitu og depurð. Til að nálgast æfingar og öpp með núvitund þá er m.a. hægt að fara inn á þessar æfingar sem er hægt að hlaða inn á snjalltæki og hlusta hvar og hvenær sem er.

Á youtube eru hugleiðsluæfingar fyrir börn. En við fullorðna fólkið verðum líka og hugsa um okkur og hér má finna hugleiðsluæfingar fyrir fullorðna. Það er mikilvægt að við hugum að okkar heilsu því við verðum að vera stuðningur fyrir aðra t.d. börnin okkar því þau skynja vel ef við erum ekki í andlegu jafnvægi.


Þegar við eða nemendur erum í leik eða starfi getur verið gott að setja á tónlist eftir t.d. Friðrik Karlsson. Þessi tónlist er afslappandi og getur fengið okkur til að gleyma stund og stað og hugsa um eitthvað fallegt.


Á vefsíður Hugarfrelsis er hægt að kaupa hugleiðslusögur fyrir börn - ekki svo dýrar en alveg frábærar til að hlusta á fyrir svefninn eða bara hvenær sem er.

Á döfinni

 • Lesferill lagður fyrir alla nemendur í maí.
 • Orðarún, lesskilningspróf lagt fyrir nemendur í 3. - 8. bekk í maí.

KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA

Myndir eftir nemendur í 9. bekk

Big picture

Hvalrekinn


Opnunartími skrifstofu:

Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim

Kl. 7:45 - 14:00 fösFréttabréf Hvaleyrarskóla. Sent á foreldra nemenda skólans og skólasamfélagið.