HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 20. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 8. - 12. FEBRÚAR

MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR - Bolludagur

Nemendaverndaráðsfundur í Bs kl. 8:30

Þorrablót fyrir nemendur 1. - 5. bekk


ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR - Sprengidagur

Nemendaverndaráðsfundur í Hs kl. 8:15

Smiðjudagar á unglingastigi

Stjórnendafundur kl. 14:45MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR - Öskudagur

Smiðjudagar á unglingastigi

Dans í sal Hs - Súsanna býður starfsfólki í danstíma


FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR

Smiðjudagar á unglingastigi - Árshátíð um kvöldið fyrir 8. -10. bekk

Hugleiðsla og slökun hjá Hafdísi kl. 15:00. ATH breyting frá dagskrá. Skráning hjá deildarstjórum.

Stjórnendafundur kl. 14:45


FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR

TAKK FYRIR VIKUNA OG GÓÐA HELGI :)

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 1. HRN

Barnaskóli 7. AÝS

Áhugaverð atriði næstu vikur


  • Lífshlaupið fer vel af stað, Í grunnskólakeppninni hefur GRV tekið forystuna í sínum flokki, greinilegt að liðstjórar eru að standa sig.
  • Allir lesa, sveitarfélagið Vestmannaeyjar eru í 2. -3. sæti til skiptis. Það er enn hægt að skrá lið inn á vefinn, ef það er gert passa að skrá aftur í tímann.
  • Eldriborgarar bjóða okkur í heimsókn í Kviku miðvikudaginn 17. febrúar frá kl. 13:30 - 15:00. Einnig verður boðið uppá badminton í Íþróttahúsinu þennan dag kl. 14:00 - 15:00. Starfsfólk er beðið um að skrá sig í annað hvort, skráningarblöð verða á kaffistofum skólans.
  • Hjúkrunarfræðingar skólans og starfsmannafélagið bjóða starfsfólki upp á blóðþrýstings- og sykurmælingu mánudaginn 15. febrúar í Bs og fimmtudaginn 18. febrúar í Hs milli kl. 9:00 og 11:00.
  • Hugleiðsla og slökun hjá Hafdísi fimmtudaginn 11. febrúar kl. 15:00. ATH breyting frá dagskrá. Skráning hjá deildarstjórum.
  • Þemadagar á unglingastigi 9. -11. febrúar, árshátíð 11. febrúar.
  • Þorrablót í Hs mánudaginn 8. febrúar, tímasetningar verða auglýstar á skjá.
  • Öskudagur er 10. febrúar,
  • Konudagur er 21. febrúar.

Tilkynningar !!


Afmælisbörn vikunnar:

Snorri Rútsson 10. febrúar

Guðný Bernódusdóttir 13. febrúar

Hrós vikunnar fá

Þær dömur sem buðu starfsfólki uppá hressingu fyrir fundinn með Héðni Unnsteinssyni.

Gáta vikunnar

Síldarmælieining er,

oft í bílum nefndur gat,

gripur þessi gefur smér,

goshver þetta heiti ber.


Svar við síðustu gátu

Slanga

Spakmæli vikunnar

Vertu þú sjálfur! Það skaðar engan að vita hver "þú ert" ef þú ert í raun sá sem þeir þekkja og hafa alltaf elskað.

Uppskrift

LKL sulta - frá Láru


1 bolli jarðaber fersk eða frosin

1 msk chia

1 msk heitt vatn

2 tsk sukrin melis má sleppa

1 msk sítrónusafi

Allt sett í skál og blandað með töfrasprota. Þegar búið er að blanda allt þá er sultan sett í krukku og loka vel, inn í ísskáp. Ef sultan er of þunn þá er hægt að bæta hálfri tsk af chia við til að þykkja hana. Auðvelt ekki satt?

Starfsfólk athugið að ábendingar um eitthvað skemmtilegt og/eða fræðandi í fréttabréfið eru vel þegnar

video 1453203638 mp4

Myndband sem Guðbjörg gerði um notkun spjaldtölva í GRV