Fréttir úr skólanum

Fréttabréf númer 5

Allir hlýði Víði!

Eins og fram kom hjá Víði Reynissyni á blaðamannafundi vegna COVID-19 sunnudaginn 29. mars virðist eitthvað vera um að fólk er ekki að virða samkomubann og sá forseti Íslands ástæðu til þess að fjalla um það á fésbókarsíðu sinni. Forseti segir m.a. "Allir hlýði Víði! Leitt er að heyra þau orð hans (Víðis) á fréttamannafundum dag eftir dag að fullmargir sniðgangi fyrirmæli eða átti sig ekki á nauðsynlegum vörnum um þessar mundir."


Við í skólanum erum að fylgja fyrirmælum almannavarna til hins ítrasta um aðskilnað hópa og fjarlægðarmörk og því miður þá höfum við fengið það staðfest að þeim fyrirmælum sé ekki fylgt eftir skóla í þó nokkrum tilvikum.


Viljum við ítreka nauðsyn þess að við förum eftir fyrirmælum almannavarna í einu og öllu og "HLÝÐUM VÍÐI".


Það er því mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.


Viljum við minna sérstaklega á eftirfarandi ábendingu frá almannavörnum:

Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.


Gildir þetta líka um félaga og vini frá öðrum bæjum í nágrenni okkar.

Flutningur á milli hæða og hólfa

Daglega þarf að koma gögnum á milli hólfanna fjögurra í skólanum. Lyftan er notuð í þessum tilgangi og að sjálfsögðu eru allar vörur sem fara eftir þessari flutningsleið sprittaðar vel þegar á áfangastað er komið.

Verkefni og ljóð eftir nemendur í 10. bekk

Berglind skilaði verkefni um orðflokka á svo listrænan hátt til kennara

Berglind skilaði verkefni um orðflokka á listrænan hátt til kennara

Heilræði á tímum kórónaveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræðiOpnast í nýjum glugga sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.

Nánari upplýsingar á þessari slóð, https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item40627/Heilraedi-a-timum-koronuveiru?fbclid=IwAR2R5RSSaItGMxEz-cSfiGSpTrZFo77HdKPMusujCTmTznzARuTcRbutE84 og hafa heilræðin einnig verið þýdd á ensku og pólsku.

Big picture

4. bekkur í vorverkum

Það er víst óhætt að segja að veðrið hefur leikið við okkur frá því að samkomubannið var sett á. Við höfum getað farið út alla daga og þannig brotið upp skóladaginn með margs konar verkefnum. Í þeim hnjúkaþey sem verið hefur síðustu daga var tilvalið að taka til hendinni og sópa skólalóðina. Það voru áhugasamir 4. bekkingar sem tóku það að sér.
Big picture