Flataskólafréttir

Skólaárið 2021-2022 - 12. ágúst 2021

Kæra skólasamfélag!

Sumri er tekið að halla, við í skólanum búum okkur undir nýtt skólaár og hlökkum til að hitta nemendur að nýju. Ekki fór það svo að við yrðum laus við veiruna og má því enn búast við að nærvera hennar setji eitthvað mark á skólastarfið. M.a. mælumst við enn til að foreldrar haldi heimsóknum í skólann í lágmarki og gæti að sóttvörnum í hvívetna ef komið er í skólahúsið. Við mælumst því til að foreldrar fylgi ekki nemendum sínum á skólasetningu nema að um sé að ræða nýja nemendur í 2.-7. bekk (sjá nánar um skólasetninguna hér aftar).

Það eru rúmlega 430 nemendur skráðir í skólann í vetur og er það svipað og áætlanir gerðu ráð fyrir.

Það hafa verið töluverðar viðhaldsframkvæmdir hjá okkur í sumar við bæði hús og lóð og standa þær raunar enn. Ekki er víst að lóðaframkvæmdunum verði lokið þegar skóli hefst en það mun ekki trufla okkur neitt að ráði.

Annars er bara gott hljóð í okkur og við hlökkum til að takast á við starfið framundan.


Með bestu kveðjum úr skólanum og von um árangursríkt og skemmtilegt skólaár!


Stjórnendur og starfsfólk Flataskóla

Skólasetning

Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur mæta í hátíðarsal skólans á eftirfarandi tímum:


 • Kl. 9:00 - 2. og 3. bekkur
 • Kl. 10:00 - 4. og 5. bekkur
 • Kl. 11:00 - 6. og 7. bekkur


Skólasetningin tekur um 40 mínútur og fara nemendur heim að henni lokinni.
Við hvetjum forráðamenn nýrra nemenda til að fylgja þeim á skólasetninguna og fá stutt samtal við umsjónarkennara að henni lokinni.

Vegna sóttvarnarsjónarmiða mælumst við til að aðrir nemendur komi án foreldra nema að sérstakar aðstæður kalli á annað.

Krakkakot er lokað á skólasetningardaginn.


Nemendur 1. bekk fá tölvupóst og verða boðaðir til samtals ásamt foreldri dagana 23. eða 24. ágúst.


Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst og þá opnar tómstundaheimilið Krakkakot.

Skólamatur - skráning

Foreldrar sem óska eftir mataráskrift fyrir börn sín þurfa að skrá þau á vefsíðu hjá Skólamat. Athugið að nýja skráningu þarf fyrir hvert skólaár. Opnað er fyrir skráninguna þann 23. ágúst.

Skólatími nemenda í 1.-7. bekk

Skólinn opnar kl. 7:45 á morgnana og kl. 8:00 er opnað inn í kennslustofur. Skólaliðar og stuðningsfulltrúar eru þá á svæðunum og eru með nemendum þangað til kennsla hefst kl. 8:30. Kennslutími nemenda er sem hér segir (ATH- örlítil stytting á skóladegi frá fyrra skólaári):

 • 1.-4. bekkur kl. 8:30-13:30
 • 5.-6. bekkur kl. 8:30-14:10
 • 7. bekkur kl. 8:30-14:10/14:50 á mánud-fimmtud. og 13:30 á föstudögum

Frístundaheimilið Krakkakot

Nemendum í 1.-4. bekk býðst dvöl í frístundaheimilinu Krakkakoti að lokinni kennslu og til kl. 17:00 dag hvern. Forstöðumaður Krakkakots er Hildur Hlíf Sigurkarlsdóttir - hildursi@flataskoli.is

Símanúmer Krakkakots eru 513-3522 og 820-8557


Skráning í dvöl í Krakkakoti fer fram á "mínum Garðabæ" og mjög mikilvægt er að þeir sem óska eftir dvöl fyrir börn sín í vetur gangi frá umsókn þar sem allra fyrst.


Krakkakot opnar á fyrsta kennsludaginn, 25. ágúst en dagana 16.-23. ágúst er þar sumardvöl fyrir nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk og voru skráðir í sumardvölina. Foreldrar þeirra hafa nú þegar fengið póst með upplýsingum varðandi þá dvöl.

Umsjónarkennarar skólaársins

Umsjónarkennarar í Flataskóla skólaárið 2021-2022 eru eftirfarandi:

1. bekkur: Margrét Tómasdóttir, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og Rósa Lilja Thorarensen

2. bekkur: Auður Gunnarsdóttir, Þórdís Þórðardóttir og Unnur Magnúsdóttir

3. bekkur: Andri Freyr Björnsson, Erna Þorleifsdóttir og Rakel Svansdóttir

4. bekkur: Anna Margrét Pálsdóttir, Sif Bachmann og Svanhvít Guðbjartsdóttir

5. bekkur: Ágústa Amalía Sigurbjörnsdóttir, Elín Ása Þorsteinsdóttir og Hanna Lóa Friðjónsdóttir

6. bekkur: Andri Marteinsson, Halla Rósenkranz Guðmundsdóttir, Kristín Þorleifsdóttir og Ragna Gunnarsdóttir

7. bekkur: Auður Skúladóttir, Bryndís Stefánsdóttir, Erla Björg Káradóttir og María Hrönn Valberg


Deildarstjórar í 4-5 ára deild eru þær Herdís Jónsdóttir og Kristín Sigurðardóttir.

Gögn fyrir skólann

Nemendur fá öll námsgögn í skólanum, ritföng þar með talin.


Sundkennsla byrjar strax skv. stundaskrá og nemendur þurfa því að eiga sundföt. Fyrstu vikurnar fer íþróttakennsla fram utandyra og því þurfa allir að vera klæddir eftir veðri og þannig að auðvelt sé um hreyfingu.


Ákveðnar reglur gilda um nestismál nemenda í anda lýðheilsu. Mikilvægt er að nemendur borði staðgóðan morgunmat áður en þeir koma í skólann. Í Flataskóla er lögð áhersla á hollt matarræði. Því hafa verið sett fram þau viðmið að börnin hafi ávallt með sér hollt og gott nesti og eru foreldrar beðnir að virða það og senda börnin ekki með annað í skólann. Í morgunhressingu sem er um kl. 10:00 er í boði að koma með ávexti, grænmeti og brauðsneið og með því er drukkið vatn.

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa skólans er opin kl. 7:45-15:00 alla daga vikunnar nema á föstudögum til kl. 14:30

Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið flataskoli@flataskoli.is


Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu.
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.

Helstu viðburðir framundan:

 • 16. ágúst - sumardvöl verðandi 1. bekkinga í Krakkakoti hefst
 • 17. ágúst - viðtöl við nýnema í leikskóladeild
 • 18. ágúst - aðlögun hefst í leikskóladeild
 • 23.-24. ágúst - viðtöl við nýnema í 1. bekk
 • 24. ágúst - skólasetning
 • 25. ágúst - kennsla hefst
 • 2. sept. - fyrirhuguð ferð í Guðmundarlund
 • 9.-17. sept - haustfundir árganga - nánar auglýst síðar
 • 15. sept - Skipulagsdagur leik- og grunnskóla. Kennsla fellur niður og 4.-5. ára deild lokuð

Heimasíða - starfsáætlun - ársskýrslur

Við minnum á að á heimasíðu skólans er að finna helstu upplýsingar um skólastarfið og bendum við nýjum foreldrum sérstaklega á kynna sér hana: http://flataskoli.is/


Einnig er rétt að geta þess að í starfsáætlun hvers árs eru dregnar fram helstu upplýsingar um skólastarfið. Starfsáætlun 2021-2022 er í vinnslu en plagg síðasta árs stendur enn fyrir sínu varðandi helstu upplýsingar og má nálgast það á slóðinni http://flataskoli.is/skolinn/starfsaaetlun-flataskola/


Loks má minna á að á hverju vori gefur skólinn út ársskýrslu sem hefur að geyma helstu upplýsingar um skólastarfið á liðnu skólaári. Skýrslu síðasta árs má vinna á slóðinni:

http://flataskoli.is/skolinn/aaetlanir/arsskyrsla/