DJÚPAVOGSSKÓLI

HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA

SEPTEMBER OG FARIÐ AÐ HUGA AÐ OKTÓBER

SEPTEMBER

  • 21.eða 22.október, heimsókn frá kvikmyndagerðamönnum.
  • 22.-23.sept, Utis, endurmenntun starfsmanna (ekki á nemendatíma).
  • 26.sept, Evrópski tungumáladagurinn.

OKTÓBER

  • 7.-8.október - Obba og Þórdís á námsstefnu skólastjóra í Reykjavík.
  • 11.október Skipulagsdagur-frídagur nemenda.
  • 12.október Samskiptadagur - nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.
  • 13.október Leikjadagur (áður keppnisdagar).
  • 14.október Leikjadagur.
  • 14.október Gunni og Felix koma í heimsókn.
  • 14.október Fjarðaball á Egilsstöðum.
  • 22.október - fyrsti vetrardagur.
  • 24.október Vetrarfrí.
  • 25.október Vetrarfrí.

NÆSTA VIKA

Mánudagur 19.september
  • Mætum hress og kát.


Þriðjudagur 20.september

  • 14:20 - 15:50 Fagfundur


Miðvikudagur 21.september

  • Góður dagur til að huga að kvikmyndagerð.


Fimmtudagur 22.september

  • 14:20 - 15:50 Teymisfundur.


Föstudagur 23.september

  • Nemendur fara í gott helgarfrí.
  • Starfsfólk Djúpavogsskóla ætlar að fjölmenna á Utis online - frábær endumenntun (hefur ekki áhrif á skólatíma nemenda).

MATSEÐILL Í NÆSTU VIKU

Big picture

NÝTTUM GÓÐA VEÐRIÐ VEL

Á síðustu dögum hefur viðrað vel og við höfum nýtt okkur það.

Hér má sjá ýmsar myndir m.a. frá heimsókn á listasafið okkar, kíktum á nýja listaverkið á Kallabakkanum, hlupum skólahlaup, fórum í göngu/ratleik, smíðuðum skordýrahótel og fengum gesti.

Nemendur fengu auka frídag og starfsfólk fór í endurmenntun.

Hressileg vika.

ÝMSAR MYNDIR FRÁ MIÐSTIGI

Big picture

UNGLINGAR Á KALLABAKKA

Big picture

OLYMPÍUHLAUP ÍSÍ

Við reynum alltaf að finna góðviðris dag í skólahlaupið og þetta árið varð miðvikudagurinn 14.september fyrir valinu.

Skipulagið var eins og í fyrra, það var hægt að velja að hlaupa:

  • 2,5 km
  • 5,0 km
  • 10,0 km
  • eða ganga þessar leiðir.

Það var hlaupið frá skólanum og niður Hammersminni og mismunandi leiðir í átt að flugbraut og söndunum.


Starfsfólk skipti með sér verkum.

  • Hafdís hljóp með þeim sem fóru 2,5 km
  • Obba fór með 5,0 km hópnum
  • Rikki tók 10,0 km.
  • Íris, Dröfn, Ewelina og Barbara gengu með hópnum.
  • Svala og Hera vísuðu veginn.
  • Ásdís sá um umferðaröryggi.
  • Inga, Heiða og Þórdís skráðu niður og tóku tíma.
  • Aðrir starfsmenn voru tibúnir til að taka á móti hópum og bregðast við ef eitthvað óvænt kæmi upp.

Allt gekk vel og nemendur og starfsfólk fóru samanlagða vegalengd, alls: 335 km.


Flestir á yngsta stigi hlupu 2,5 km en þó nokkrir 5 km og einn nemandi úr 4 bekk fór 10 km.


Flestir á mið- og unglingastigi fóru 5 km en nokkrir ákváðu að reyna við 10 km og fóru létt með það.


Það var skemmtilegt að sjá Pétur og Óskar fara 5,0 km og leiða Aðalstein bróðir sinn (1.bekk) á milli sín (skiptust svo á að bera hann á bakinu) :)


Það var líka frábært að sjá nemendur eins og Pétur Stefán (6.b) og Tristan (4.b) sem settu sér markmið um að fara 10 km og gerðu það með glæsibrag og á sínum hraða, þetta kallast seigla.

  • 2,5 km Regína Anna, Aron Freyr og Sævar Kári komu fyrst í mark á 16,41 mín.
  • 5,0 km var Sigurður Atli á 27,45 mín
  • 10,0 km var það afmælisdrengurinn Óðinn Pálmason sem kom fyrstur í mark á 46:52 en rétt á eftir honum var Rökkvi bróðir hans á 47:30

Frábærlega gert hjá okkur öllum og mikilvæt að það komi fram að þetta er ekki keppni nema þá við sjálfa sig, alltaf gaman að bæta sinn tíma.

UPPHITUN MEÐ TILÞRIFUM

ALLIR TILBÚNIR...

Big picture

...AF STAÐ.

Big picture

DALABRÆÐUR MÆTTIR Í MARK

Big picture

AÐALSTEINN BÚINN AÐ FERÐAST 5 KM LEIÐ

Big picture

TRISTAN FÓR LÉTT MEÐ ÞETTA....

Big picture

...ÞAÐ GERÐI PÉTUR STEFÁN LÍKA...

Big picture

OBBOSÍ

Hér má greinilega sjá að þetta tekur mis-mikið á. Rikki skokkar rólega í mark eftir 10 km en Obba er augljóslega búin á því eftir 5 km.

En þau mættu bæði daginn eftir.


Frábær dagur....ég tek 10 næst ;)

GÖNGU-GESTA-RATLEIKUR

Í Djúpavogsskóla er hefð fyrir því að við höldum upp á Dag íslenskrar náttúru, göngudag og við höfum líka gestadaga.

Á fimmtudaginn settum við þetta allt saman í einn viðburð og skelltum okkur í ratleik í leiðinni.


Skemmtilegur dagur og frábært að fá foreldra í heimsókn.

Big picture

SKORDÝRAHÓTEL

Nemendur í smíði hjá Hildi tóku þátt í verkefni sem tengist 70 ára afmæli Skógræktarfélags Djúpavogs. Nemendur smíðuðu skordýrahótel sem verður komið fyrir í Hálsaskógi. Fyrir nokkrum árum gerðu nemendur svona hótel og komu þeim fyrir á skólalóðinni og víða. Þetta er frábært verkefni og tengist svo vel við áherslur skólans í Cittaslow. Það er frábært að fá að gera þetta í tengslum við viðburð Skógræktarfélagsins og við hvetum allar til að mæta í Hálsaskóg á morgun (laugardag) kl.14:00 þar sem skordýrahótelin verða formlega opnuð gestum :)


Vel gert hjá þeim.


Í SAMFÉLAGSFRÆÐI HJÁ UNNI

Í samfélagsfræði á yngstastigi eru nemendur Unnar að gera dúkkulísur af starfsfólki skólans. Hér er Heiðrós Harpa að leggja drög að útliti skólastjórans, niðurstaðan er svart hár, brún augu og svört föt.

Unnur hefur unnið svona verkefni með nemendum áður og á skrifstofu skólastjóra er 10 ára gömul dúkkulísa af þáverandi umsjónarkennara, með svart úfið hár, brún augu og í svörtum fötum :)

Þeir Baltasar og Stefán Þjóðar skemmtu sér vel við að velja efnið í sínar dúkkulísur.

Big picture
Big picture

FRÉTTIR ÚR HEIMILISFRÆÐI

Frá Heimilisfræðinni

Í upphafi kennslu á Helgafelli gerðu nemendur heimagert granóla og þessa viku notuðu þau það í morgunverðarskál. Meðfylgjandi er uppskrift af hvoru tveggja og eins er hægt að nálgast hana á Mentor. Alla jafna munu uppskriftir birtast í lotunni þeirra á Mentor í vetur. Nemendur stóðu sig afar vel og voru skálarnar glæsilegar og girnilegar hjá þeim.

Granóla

  • 4 dl hafrar
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1 dl sesamfræ
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 dl graskersfræ
  • 1 msk hörfræ
  • 1½ dl eplasafi
  • ½ dl kókosolía
  • 2 msk hunang
  • ½ tsk vanilla

Hitið ofninn í 170°C. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna. Bakið í ca. 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni á meðan á bökunartíma stendur. Kælið vel áður en þið berið fram. Bætið t.d. þurrkuðum berjum eða kókosflögum við múslíið þegar það kemur út úr ofninum.

Morgunverðarskál

Fyrir 2-3

  • Ca 6msk skyr
  • Um 10 frosin jarðaber
  • Ein lúka frosin bláber
  • 1 banani
  • Skvetta af vökva (mjólk, vatn...), passa að setja ekki of mikið í byrjun þá verður þeytingurinn of þunnur.
  • Fersk bláber, jarðaber, banani og granóla

Setjið allt nema fersku ávextina og granóla saman í blandarann. Blandið þar til slétt og fellt og hellið þá í 2-3 skálar (eftir stærð). Setjið fersk ber, bananasneiðar og granóla ofan á.

Big picture

ÓÐINN AÐSTOÐARKENNARI Í ÍÞRÓTTUM

Hér er Óðinn Pálmason nemandi í 10.bekk að aðstoða Hafdísi við íþróttakennslu á yngstastigi og stóð sig frábærlega.

Vel gert Óðinn og Hafdís.

Big picture

VIÐ ÞURFUM AÐ SKEPRA Á SKÓLAREGLUM

Við þurfum að skerpa á skólareglunum og minnum á að Djúpavogsskóli er símalaus skóli.


Á næstu vikum ætlum við að hefja vinnu við að búa til nýjar skólareglur en þar til að þær eru tilbúnar er mikilvægt að muna að núverandi skólareglur gilda.


Hér má sjá veggspjald sem kennarar á unglingastigi gerðu og verður sýnilegt í skólanum.

Big picture

THE LONGHOUSE - KVIKMYNDAGERÐ

Í næstu viku verður fyrrum nemandi í Djúapvogsskóla staddur á Djúpavogi við kvikmyndagerð og langar að koma í gamla skólann sinn og segja frá sínu starfi.

Hér á ferðinni Unnsteinn Guðjónsson (litli bróðir Obbu). Unnsteinn lærði teiknimyndagerð í Bretlandi og hefur stafað við það í rúm 20 ár, bæði í London og Vancouver, þar sem hann býr núna.

Big picture
Þema myndarinnar er hvernig mismunandi staðir og náttúra hafa áhrif á tónlistarsköpun og ekki síst við upptökur. Staður, stund og félagsskapurinn skiptir mikilu máli. Sagan er sögð í gegnum Unnstein (Umma) sem hefur unnið í meira en áratug með listamönnum sem hafa sterka tengingu við Færeyjar, Grænland og Ísland.

Heimildarmyndin gefur þessum listamönnum einstakt tækifæri til að ferðast til og tengjast fólki á norðurslóðum, upplifa menningu og náttúru og setja sögu þessara staða í sviðsljósið.

Big picture
Með Unnsteini er góður vinur hans, Paul Arion. Paul er kvikmyndagerðarmaður og leikstóri. Paul og Unnsteinn hafa unnið saman í mörg ár og m.a. að mörgum þekktum myndum s.s. Harry Potter, Jungle Book, Avatar, Golden Compass og fleiri.

Þeir félagar Unnsteinn og Paul ætla að heimsækja skólann og halda erindi fyrir nemendur. Þar sem dagskráin þeirra er mjög þétt meðan þeir dvelja á Djúpavogi í næstu viku þá erum við ekki alveg búin að festa tímann en það veður 21.eða 22.sept.

Við auglýsum það betur í næstu viku.

Spennandi að fylgjast með og auðvitað eru foreldrar velkomnir að koma og vera með okkur.

Það er aldeilis margt búið að gerast hjá okkur og margt framundan.

Bestu kveðjur og góða helgi.

Starfsfólk Djúpavogsskóla