HÚSBRÉFIÐ

11. ÁRG., 21. TBL

DAGSKRÁ VIKUNNAR 15. - 19. FEBRÚAR

MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR

Menntamálastofnun með fund í Bs fyrir unglingastigskennara og stjórnendur kl. 13:45 - 15:45 vegna nýs námsmats

Hjúkrunarfræðingar mæla blóðþrýsting og sykur í Bs á milli 9:00 og 11:00


ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR

Örnámskeið - Guðbjörg kennir á kahoot.it í tölvustofu Hs kl. 14:45

Stjórnendafundur kl. 14:45


MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR

Engir fundir: Heimsókn í Kviku frá kl.13:30 - 15:00 eða Badminton í Íþróttahúsinu kl. 14:00 - 15:00. Einnig er hægt að nota tímann til að fara í göngu, farið frá Íþróttahúsinu.

Fundur með kennurum í 10.bekk og verkgreinakennurum kl. 14:30-15:30 vegna lokaverkefnis.


FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR

Hjúkrunarfræðingar mæla blóðþrýsting og sykur í Hs á milli 9:00 og 11:00

Stjórnendafundur kl. 14:45

Upplestrarkeppnin í 7. bekk í Tónlistaskólanum kl. 10:00


FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR - 21. febrúar er konudagurinn

TAKK FYRIR VIKUNA OG GÓÐA HELGI :)

Þrif á skólalóðum

Hamarsskóli 2. ULI

Barnaskóli 7. JN

Áhugaverð atriði næstu vikur


 • Menntamálastofnun verður með fund í Bs fyrir unglingastigskennara og stjórnendur mánudaginn 15. febrúar kl. 13:45 - 15:45 vegna nýs námsmats í grunnskólum.
 • Miðvikudagur 17. feb. Nanna deildarstjóri í Laugalækjaskóla verður með fund vegna lokaverkefnis í 10.bekk kl. 14:30-15:30. Kennarar í 10. bekk og verkgreinakennarar (ath! er háð flugi).
 • Upplestarkeppnin í 7. bekk verður í Tónlistaskólanum kl. 10:00 fimmtudaginn 18. febrúar.
 • Eldriborgarar bjóða okkur í heimsókn í Kviku miðvikudaginn 17. febrúar frá kl. 13:30 - 15:00. Einnig verður boðið uppá badminton í Íþróttahúsinu þennan dag kl. 14:00 - 15:00. Starfsfólk er beðið um að skrá sig í annað hvort, skráningarblöð verða á kaffistofum skólans.
 • Hjúkrunarfræðingar skólans og starfsmannafélagið bjóða starfsfólki upp á blóðþrýstings- og sykurmælingu mánudaginn 15. febrúar í Bs og fimmtudaginn 18. febrúar í Hs milli kl. 9:00 og 11:00.
 • Konudagur er 21. febrúar.
 • Árshátíð starfsfólks verður laugardaginn 5. mars í Alþýðuhúsinu, skráningu verður lokið mánudaginn 22. febrúar.
 • 22. febrúar: Kvöldganga mæting við Bs kl. 19:30 óvænt uppákoma
 • 24. febrúar: Heilsukaffi/hádegismatur starfsfólks. Mætum með eitthvað hollt og borðum saman.
 • 24. febrúar: Danskennsla fyrir starfsfólk í sal Hs kl. 19:30. Súsanna kennir það nýjasta nýtt, upplagt fyrir árshátíðina.
 • 25. febrúar: Skákkennsla í 3.- 5. bekk, Björn Ívar verður með kennslu.

Tilkynningar !!


 • Örnámskeið þriðjudaginn 16. febrúar í kahoot.it í tölvustofu Hs kl. 14:45 - 15:45, kennari Guðbjörg Guðmannsdóttir. Skráning hjá deildarstjórum.
 • Ný síða með ótal myndasögum og smásögum sem þið eigið eftir að skemmta ykkur heilmikið yfir – ókeypis - í átakinu Allir lesa.

  https://geimverantak.wordpress.com/

 • Aðstoð við heimalestur og heimanám erlendra nemenda er á Bókasafni Vestmannaeyja, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16:15 - 17:15. Hvetjum nemendur til að nota sér þessa aðstoð.

 • Lífshlaupið - í grunnskólakeppninni er GRV enn með forystuna í sínum flokki, greinilegt að liðstjórar eru að standa sig.
 • Það eru 55 starfsmenn skráðir í vinnustaðakeppnina í Lífshlaupinu, Við erum í 13. sæti af 63 vinnustöðum.
 • Sigurlás býður starfsfólki með upp á Heimaklett, bara hafa samband þegar þið eruð klár.
 • Allir lesa, sveitarfélagið Vestmannaeyjar eru í 2. -3. sæti til skiptis.
 • Menntaspjall á Twitter: http://ingvihrannar.com/menntaspjall/ mjög oft áhugaverðar umræður um skólamál.

Afmælisbörn vikunnar:

Fríða Hrönn 17. febrúar

Guðný Hilmis 19. febrúar

Erna Sævarsd. 19. febrúar

Hrós vikunnar fá

Hópstjórar í smiðjum á smiðjudögum í Bs, ótrúlega flott og mikil vinna sem fór fram þessa daga :)

Gáta vikunnar

Hitar kaffi hratt og best,

heiti´á landnámsmanni,

gefur aflið gufulest,

í grónu hrauni víða sést.


Svar við síðustu gátu

Strokkur

2. lína - átta gata tryllitæki

Spakmæli vikunnar

Farðu út sem snöggvast í fimm til tíu mínútur. Andaðu djúpt að þér. Hugsaðu um það sem gefur lífinu gildi og þér mun líða miklu betur.

Uppskrift

Vegna fyrirspurna um döðlupestóið þá setjum við uppskriftina aftur í bréfið.

Döðlu & ólífupestó
Ein krukka af rauðu pestói
Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka
1 1/2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
1 1/2 dl döður, smátt saxaðar
1 1/2 dl af steinselju, smátt söxuð
1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum
Tvö hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð

Allt sett í skál og blandað saman. Gott að geyma í kæli í nokkra tíma ef tími gefst

Að sjálfsögðu má leika sér með hlutföllin og aðlaga að smekk hvers og eins.

Starfsfólk athugið að ábendingar um eitthvað skemmtilegt og/eða fræðandi í fréttabréfið eru vel þegnar

1. bekkur og 5 ára deildin Öskudagurinn 2016
Big image

Það var glæsilegt hlaðborðið hjá nemendum á Smiðjudögum