Grunnskóli Hornafjarðar
Svona gerðum við í vikunni
Fréttir úr skólastarfinu
Skólastarfið hefur gengið vel frá því samkomubann var sett á og flestir nemendur og starfsmenn glaðir að fá að mæta í skólann. Nú styttist í páskafrí og við erum þakklát fyrir að hafa getað haldið úti svona miklu skólastarfi svona lengi.
Skóli hefst aftur 15. apríl og að öllu óbreyttu mun skólastarf vera með sama sniði og nú er. Ef eitthvað breytist verður fólk upplýst um það strax eftir páska.
Bestu óskir um gleðilega páskahátíð þar sem við höldum líkamlegri fjarlægð en reynum að rækta andlega tengsl við vini og ættingja.
Safarímyndir 6. bekk 4., 5. og 6. bekkingar teiknuðu safarímyndir | Útistærðfræði í 6. bekk 6. bekkingar teiknuð langreyði í fllri stærð á planið við blakvellina. Það er ótrúleg stærðin á þessu þriðja stærsta dýri jarðarinnar. | 4. bekkur í páskaföndri Það er mikil stemning í páskaföndrinu og við reynum að hafa gott bil á milli allra borða |
Útistærðfræði í 6. bekk
6. bekkingar teiknuð langreyði í fllri stærð á planið við blakvellina. Það er ótrúleg stærðin á þessu þriðja stærsta dýri jarðarinnar.

Páskalegur gluggi hjá 2. S
Það stóð til að fara í útimælingar í 2. bekk á þriðjudag en þar sem veðrið var frekar óspennandi var farið í smá páskaföndur
Þar sem allt snýst um plönturnar og gróðurinn í 2. bekk vildu börnin að kanínurnar gætu passað paprikuplönturnar þannig að úr varð svona nokkurs konar grænn her af paprikukanínum
Við erum mjög ánægð með gluggann okkar

1. bekkingar í skoðunarferð í Óslandinu í vikunni - góðviðrisdagarnir voru vel notaðir

5. bekkingarnir tóku aldeilis vel á þvi í útiíþróttunum
Ratleikur hjá 3. bekk
4. bekkur í allskonar
1. bekkur hefur verið að vinna í stóru verkefni um íslensku húsdýrin

Í Kátakoti láta nemendur fara vel um sig þó aðstaðan sé sannarlega allt öðruvís en vanalega
8. bekkur viðraður
Gamlir leikir rifjaðir upp í samkomubanni
Fela hlut Eftir að boltarnir voru teknir úr notkun hafa nemendur rifjað upp ýmsa gamla og góða leiki | Tví tví Tví tví er vinsælt hjá 5. bekk og hornið hjá skólastjóraskrifstofunni er vinsæll felustaður | Köngulóarvefurinn Köngulóarverfurinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga þessa síðustu dag |