Fréttabréf Naustaskóla

6. tbl. 14. árgangur 2021 júní

Kæra skólasamfélag

Við viljum þakka nemendum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum og öllum velunnurum skólans kærlega fyrir samstarfið í vetur. Vissulega hefur Covid gert okkur erfitt fyrir á margan hátt en með góðri lausnaleit og sveigjanleika starfsfólks skólans hefur okkur tekist að halda uppi öflugu skólastarfi sem við erum stolt af. Nú í vor útskrifum við 34 nemendur og kveðjum þar með frábæran hóp nemenda með söknuði, þökkum þeim fyrir samfylgdina í gegnum árin og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni. Nokkrir starfsmenn hverfa einnig á braut eftir þetta skólaár, þau Hulda Davíðsdóttir þroskaþjálfi, Jason Geirsson stuðningsfulltrúi, Árni Eyjólfsson stuðningsfulltrúi og Elsa Sigfúsdóttir skólaliði og þau Svandís og José sem bæði hafa starfað í eldhúsi skólans í vetur. Þessu góða fólki þökkum við kærlega fyrir vel unnin störf og ánægjulegt samstarf og óskum þeim góðs gengis í nýjum störfum. Að lokum vil ég biðja ykkur kæru foreldrar að fylgjast með leik barnanna á leikvelli skólans í sumar og leiðbeina þeim á jákvæðan hátt geri þau mistök í samskiptum við önnur börn. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndir barnanna okkar bæði í leik og starf. Fyrir hönd okkar stjórnenda Naustaskóla óska ykkur öllum gleðilegs sumars og við hlökkum til að hitta ykkur á nýjan leik í haust, tilbúin í ný verkefni á nýju skólaári.

Sumarkveðja, Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.

Á döfinni í júní

3.- 4. júní - Vorþemadagar

3. júní - Vorskóli verðandi 1. bekkjar 2021-2022

7. júní - Unicef Hlaup og dagur nýrra námshópa

8. júní - skólaslit

Skólaslit 8. júní

Skipulag skólaslitadags þriðjudags 8. júní :

Að þessu sinni mæta foreldar ekki á skólaslit vegna sóttvarna.

Kl. 09:00 mæta nemendur 1,3,5, og 9.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.

Kl. 11:00 mæta nemendur 2,4,6 og 8.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.

• Frístund er lokuð á skólaslitadaginn.

• Útskrift 10.bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði skólans.

Útskrift 10. bekkjar

Kæru foreldrar og útskriftarnemendur 10. bekkjar
Ykkur er boðið til útskriftarathafnar 10. bekkjar á sal Naustaskóla þriðjudaginn 8. júní kl. 15:00
Að útskrift lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar.
Í ljósi aðstæðna og vegna tilmæla frá almannavörnum um takmörkun fjölda á samkomum, biðjum við um að aðeins tveir aðstandendur komi með hverjum nemanda. Við minnum á að það er grímuskylda á viðburðinum. Við vonumst til að þið sjáið ykkur fært að koma og gleðjast með útskriftarnemendum á þessum tímamótum.
Bryndís Björnsdóttir skólastjóri.

Til foreldra og forráðamanna nemenda sem innritaðir hafa verið í 1. bekk naustaskóla haustið 2021

Sælt veri fólkið!

Í fyrsta lagi langar mig, fyrir hönd skólans, að bjóða ykkur velkomin til samstarfs við Naustaskóla, hér hlakka allir til að taka á móti börnum ykkar í haust.

Í öðru lagi langar okkur til að bjóða ykkur, foreldrum og væntanlegum nemendum, á stutta kynningu í skólanum fimmtudaginn 3. júní nk. kl. 15:00.
Þar gefst nemendum og foreldrum tækifæri til að skoða skólann og hitta væntanlega umsjónarkennara, en foreldrar fá auk þess stutta kynningu á skólanum og tækifæri til að spyrja um það sem þeim liggur á hjarta.

Skólastarfið hjá 1. bekk í haust mun svo hefjast á viðtölum foreldra og nemenda við umsjónarkennara. Um miðjan ágúst mun ykkur því berast boðun í viðtal mánudaginn 23. ágúst eða þriðjudaginn 24. ágúst - en kennsla í 1. bekk hefst svo miðvikudaginn 27. ágúst. Í upphafi skólaárs verður einnig boðið upp á frekari fræðslu um skólann og skólastarfið en það verður nánar auglýst síðar.

Við hlökkum til að sjá ykkur 3. júní kl:15:00 í sal Naustaskóla

Við minnum á heimasíðu skólans, http://www.naustaskoli.is en þar má finna nokkuð af upplýsingum um skólann og fréttir af skólastarfinu.

Nemendadagurinn 31. maí 2021

Nemendadagurinn gekk mjög vel og allir fóru glaðir heim. Við fengum aftur skemmtikraftana ,,Farfest" sem slógu svo eftirminnilega í gegn á afmælishátíðinni okkar. Þeir spiluðu á afrískar trommur og fóru inn á svæði nemenda í 1. - 7. bekk og héldu áfram stuðinu inn á svæði.


En eins og venjulega þá unnu starfsfólk Naustaskóla nemendur í 9. og 10.bekk í öllum íþróttakeppnum dagsins. Þ.e.a.s. í körfubolta, blaki og knattspyrnu. Við höfum trú á því að einhvern daginn munu nemendur eiga möguleika því við eldumst víst en nemendur ekki :)

Kveðja til 10.bekkjar

Naustaskóli kveður á skólaslitum 8. júní hressa og flotta krakka í 10.bekk. Þau fóru í magnað skólaferðalag með Magga og Andra kennurum á unglingadeild. Við óskum ykkur alls hins best í framtíðinni!!


Kveðja

Starfsfólk Naustaskóla

Réttindaráð Naustaskóla

Nú styttist óðum í að við öðlumst réttindi sem einn af Réttindaskólum Unicef á íslandi. Nemendur hafa veið að vinna flott verkefni með Réttindaráðinu. (sjá mynd)

Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annarra starfsmanna.

Upptakturinn

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn tónsmíðar sínar. Dómnefnd velur síðan tíu verk sem tónskáldin og atvinnumenn útsetja fyrir hljómsveit. Síðan verða verkin flutt af landsþekktum tónlistarmönnum

Í ár var helmingur þeirra tíu verka sem flutt voru á stórtónleikum í Hofi þann 9.maí s.l. saminn af sex nemendum í Naustaskóla !

Verkin og tónskáldin okkar eru:

Aðalheiður Jóna Kolbeins Liljudóttir – Tröll og grjót ; Mahaut Ingríður Matharel – XLIX

Jóhann Valur Björnsson - Uncertain River ; Heimir Sigurpáll Árnason - Kveðja til þín

Þórný Sara Arnardóttir og Amanda Eir Steinþórsdóttir – Loginn

Við óskum ungu tónskáldunum innilega til hamingju.

Teymi í Naustaskóla skólaárið 2021 – 2022

Birt með fyrirvaraTeymi 1. bekkjar

· Alda Ómars og Hrönn Rúnarsdóttir

· Stoðkennari/sérkennari: Lilja - stuðningur: Harpa Mjöll


Teymi 2. - 3. bekkjar

· Gréta

· Stína

· Emelía

· Særún

· Stoðkennari/sérkennari/þroskaþjálfi: Berglind - stuðningur: Margrét, Kolla og Karen


Teymi 4. - 5. bekkjar

· Vala

· Sigga

· Harpa

· Kata

· Stoðkennari/sérkennari: Silvía - stuðningur: Erla og Jódý


Teymi 6. -7. bekkjar

· Sunna

· Þóra Ýr

· Arna Ýr

· Paula

- Krístin Gísla

· Stoðkennari/sérkennari: Kolbrún - stuðningur - Inga Vala

Teymi 8. - 9. – 10. bekkjar

· Andri Snær

· Björn

· Ása Katrín

· Katrín Ágústa

· Íris Berglind

· Magnús

· Sigurlaug

· Stoðkennari/sérkennari: Inga Heiðdís

Stuðningur: Gudda og Fannar


Íþróttakennarateymi

· Róbert

· Sigmundur

· Þórey


Teymi sérgreinakennara

· Anna Kristín smíðar

· Elín heimilisfræði

· Halla myndmennt

· Valdís textílmennt

· Svanbjörg tónmennt

· Lilja smiðjur á yngsta stigi

Óskilamunir

Við viljum minna á að fjölmargir óskilamunir liggja hér í forstofu skólans. Hvetjum við ykkur til þess að athuga hvort þar leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar börnum. Hægt verður að nálgast óskilamuni fram til 15. júní en eftir þann tíma verður fatnaðurinn gefinn til Rauða krossins.