4.bekkur veturinn 2016-2017

Skólablogg nemenda

Í þessu verkefni ætlum við að gerast blaðamenn tvö og tvö saman. Á hverjum föstudegi eru dregnir út tveir blaðamenn. Þeir hafa næstu viku til að hugsa um og láta sér detta eitthvað skemmtilegt í hug úr skólanum. Á föstudögum fá þeir svo spjaldtölvu og eiga að útbúa smá frétt sem þau setja svo hér með myndum og jafnvel myndböndum. Þetta er hluti af íslensku og upplýsingatækni námi nemannda.
Big image

Nýr leikur kenndur í GSNB

Í síðustu viku kom Hugrún Elísdóttir upplýsingatækni kennari GSNB í 4.bekk SJ og kenndi okkur nýjan leik í spjaldtölvunum okkar sem hét Run marco.

Brynjar Óttar Jóhannsson Ólafur Jóhann Jónsson

Big image
Big image

Baldursbrá

Á mánudaginn komu óperuleikarar að kenna okkur nýtt lag Baldursbrá og leikrit í því voru blóm úlfur og fugl.


Halla Bára Eysteinsdóttir og Tristan Vigfús Elvan Óskarsson

Big image

Skemmti vikan😜

Í þessari viku var margt gert við fórum í Ólafsvík og sáum margt sniðugt og það var líka dagur íslenskra tungu og við héldum hátíð og Margrét, Ellert,Ólafur og Ari unnu í sagnasamkepninni. Það komu menn sem hétu Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg sem sögðu okkur frá Tómasi Guðmundssyni.
Big image

Hreinsunarstarf 4 Bekkjar

Þann 25. nóvember fór 4 bekkur SJ út að tína rusl á skólalóðinni og það gekk vel og voru allir duglegir að tína.

Daníel og Friðþjófur

1. desember

Á fyrsta desember heldur skólinn upp á hátíð. Þar fáum við að læra um til dæmis forsetana,skjaldarmerkið og fleira. Sandra Blanka og Svanfríður Dögg.
Big image
Big image