Spjaldtölvuvæðing GRV

TAKK KÆRU STJÖRNUR

Fyrstu skrefin

Spjaldtölvuvæðing GRV varð að veruleika í ársbyrjun 2015 þegar STJÖRNURNAR, hópur framtakssamra kvenna í Vestmannaeyjum, ákvað að safna fyrir spjaldtölvum til að gefa Grunnskólanum. Mikil ánægja og eftirvænting skapaðist í kjölfarið og margir spenntir að nýta nýju spjaldtölvurnar. Alls voru afhent 47 spjöld. 20 spjöld fóru í Hamarsskólann og hin 27 í Barnaskólann.


Tölvuumsjónarmenn byrjuðu á því að halda nokkur grunnnámskeið fyrir kennara til að kenna þeim á spjöldin og eftir það fór allt að rúlla.


Helstu notkunarmöguleikar spjaldtölva í GRV hafa verið:


Kahoot - spurningaleikur þar sem nemendur læra í gegnum spurningakeppni.

Padlet - forrit þar sem nemendur glósa orð, þýða setningar, leysa dæmi í spjöldunum og allt birtist í rauntíma á skjávarpanum sem allir gera.

Hópaverkefni - spjöldin notuð til að leita af upplýsingum fyrir hin ýmis verkefni.

Próf á netinu - Nemendur hafa tekið próf í spjöldunum af netinu. Forritið kallast Socrative.

Lestur bóka og fréttaefnis- flettibækur á netinu.

Upptökur og ljósmyndir- notað til að taka upp flutning nemenda af verkefnum


Einnig hafa tækin nýst vel í einstaklingsmiðaða kennslu, hjá nemendum sem eru lengra komnir eða nemendur sem þurfa meiri aðstoð. Sem sagt frábært verkfæri sem hefur opnað margar dyr í GRV.


Spjöldin hafa einnig flýtt fyrir tækniþróun hjá skólanum, sem dæmi þráðlausu neti var komið upp í báðum skólum. Með þessari nýjung opnuðust fleiri tækifæri fyrir fjölbreyttari kennsluhætti og skemmtilegra nám. Kennarar eru meira og meira að flétta spjöldin inn í kennsluna. Nú hafa verkefnin þróast með tækninni og nú eru kennarar og nemendur orðnir betri í að nýta sér möguleikana með tæknina og spjöldin. Það hefur ekki skipt máli hvaða aldur hefur verið að vinna í spjöldunum allir hafa fundið eitthvað við sitt hæfi. Námsrými nemenda hefur stækkað og breyst til hins betra.


Markmið okkar er að halda áfram að fylgjast með og þróa okkur áfram í takt við tímann og þökk sé spjöldunum höfum við tækifæri á að gera það. Það er von okkar að í náinni framtíð munum við geta bætt við verulega í tækjakosti þannig að til lengri tíma litið hefði hver bekkur sitt spjaldtölvusett. Þörfin er að aukast og eftirspurnin mikil eftir tækjunum.


Stjörnunar hafa gert GRV kleift að stíga fyrstu skrefin í spjaldtölvuvæðingunni fyrr en áætlað var. Án þessara spjalda værum við ekki komin þar sem við erum stödd í dag. Fyrir þessa ómetanlegu aðstoð viljum við koma á framfæri þakklæti fyrir framtak og áræðni.


Kærar þakkir fyrir okkur STJÖRNUR

Nemendur að prófa sig áfram

video 1453203638 mp4
Big image