INNA

Menntaskólinn á Ísafirði

Mikilvægar upplýsingar og nýjungar í INNU

Kæru nemendur og forsjáraðilar


Hér koma ýmsar mikilvægar upplýsingar um INNU. Vinsamlegast skoðið þær og sérstaklega upplýsingar um nýjar þjónustur í INNU. Nýju þjónusturnar eru:


 • Leyfisbeiðnir sem fara nú fram í gegnum INNU
 • Val á skráningu persónufornafna
 • Mæting miðað við önn


Ef einhverjar spurningar vakna varðandi INNU má hafa samband við Mörthu Kristínu Pálmadóttur áfanga- og fjarnámsstjóra, marthakp@misa.is

Allar leyfisbeiðnir fara fram í gegnum INNU sem og veikindatilkynningar. Nemendur 18 ára og eldri sækja sjálfir um leyfi en forsjáraðilar nemenda yngri en 18 ára sækja um leyfi barna sinna.


Með því að smella HÉR má finna leiðbeiningar um hvernig á að biðja um leyfi í gegnum INNU. Athugið að leyfisbeiðnir fyrir hópa, s.s. íþróttaleyfi, fara fram í gegnum misa@misa.is

RÉTTAR UPPLÝSINGAR í INNU

Í INNU er mikilvægt að allar upplýsingar séu réttar, bæði um nemendur og forsjáraðila. Kíkið á hvort netföng og símanúmer séu rétt undir STILLINGAR.

Nú er hægt að velja hvaða persónufornafn nemendur vilja nota í INNU. Hægt er að velja um eftirfarandi persónufornöfn:


 • Hún
 • Hann
 • Hán
 • Það
 • Þau
 • Hin
 • Héð

VERTU Í MYND

Það er mjög gagnlegt fyrir starfsfólk skólans ef nemendur eru með mynd af sér í INNU. Endilega skelltu inn einni mynd af þér!
Í INNU er haldið utan um tvenns konar mætingu, annars vegar mætingu og hins vegar raunmætingu. Báðar þessar skráningar eru gefnar í %.

Mæting segir til um hvernig nemandi mætir að teknu tilliti til veikinda og leyfa. Mæting er það sem starfsfólk skólans horfir til þegar viðvera nemenda er skoðuð.

Raunmæting segir til um mætingu nemanda og þar er ekki tekið tillit til veikinda og leyfa.


Hér má sjá reglur um ástundum og mætingu í skólanum. Vinsamlegast athugið að viðmið um mætingu til að ljúka áfanga er 85%.

AÐ SJÁ MÆTINGU Í INNU

INNA býður upp á þrenns konar leiðir til að skoða mætingu:

 1. Nýjar fjarvistir birtast alltaf á forsíðu
 2. Undir námið er hægt að skoða KLADDA og sjá þá mætingu skráða eftir tímum í stundatöflu
 3. Undir námið er hægt að skoða VIÐVERU og þá sést mætingaskráning í heild sinni

NÝTT Í MÆTINGASKRÁNINGU

Í INNU hefur nú bæst við þriðji valmöguleikinn þegar kemur að mætingu sem er mæting miðað við önn. Þar má sjá hvernig mætingaprósentan er miðað við önnina í heild, að því gefnu að nemandi mæti 100% út önnina frá og með þeim degi sem mætingin er skoðuð.