INNA
Menntaskólinn á Ísafirði
Mikilvægar upplýsingar og nýjungar í INNU
Hér koma ýmsar mikilvægar upplýsingar um INNU. Vinsamlegast skoðið þær og sérstaklega upplýsingar um nýjar þjónustur í INNU. Nýju þjónusturnar eru:
- Leyfisbeiðnir sem fara nú fram í gegnum INNU
- Val á skráningu persónufornafna
- Mæting miðað við önn
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi INNU má hafa samband við Mörthu Kristínu Pálmadóttur áfanga- og fjarnámsstjóra, marthakp@misa.is
Með því að smella HÉR má finna leiðbeiningar um hvernig á að biðja um leyfi í gegnum INNU. Athugið að leyfisbeiðnir fyrir hópa, s.s. íþróttaleyfi, fara fram í gegnum misa@misa.is
Í INNU er mikilvægt að allar upplýsingar séu réttar, bæði um nemendur og forsjáraðila. Kíkið á hvort netföng og símanúmer séu rétt undir STILLINGAR.
- Hún
- Hann
- Hán
- Það
- Þau
- Hin
- Hé
- Héð
Mæting segir til um hvernig nemandi mætir að teknu tilliti til veikinda og leyfa. Mæting er það sem starfsfólk skólans horfir til þegar viðvera nemenda er skoðuð.
Raunmæting segir til um mætingu nemanda og þar er ekki tekið tillit til veikinda og leyfa.
Hér má sjá reglur um ástundum og mætingu í skólanum. Vinsamlegast athugið að viðmið um mætingu til að ljúka áfanga er 85%.