Fréttabréf Grænna skrefa
Fræðsla, nýjustu fréttir, viðbætur á heimasíðuna og fleira.
Grænu skrefin ganga vel!
- Á síðustu vikum hafa öll útibú borgarbókasafns verið að skrá sig til leiks - einnig skrifstofa ÍTR í Borgartúni. Verið velkomin og gangi ykkur vel!
- Breiðholtslaug lauk skrefi 2 í nóvember og fékk viðurkenningu.
- Vegna samkomutakmarkana hefur ekki verið hægt að fara í úttektir og bíða nokkrir starfsstaðir eftir því. Það ætti þó að vera hægt núna með rýmkun reglna.

FRÉTTIR AF ENDURVINNSLUMÁLUM
Nú eru komnar nýjar samræmdar merkingar fyrir söfnun úrgangs á Íslandi. Merkin eru íslensk útgáfa af samræmdum norrænum merkingum sem kynntar voru á ráðstefnu FENÚR (Fagráð um endurnýtingu og úrgang) í nóvember síðastliðnum. Markmiðið með þessum nýju merkingum er að styðja við bætta úrgangsstjórnun á landinu og gera flokkun einfaldari og markvissari. Reykjavíkurborg hefur tekið í notkun þessar nýju merkingar á djúpgámum við Hrísateig/Laugalæk.
Merkingarnar eru aðgengilegar öllur á heimasíðu FENÚR og gjaldfrjálsar. Þátttakendur í Grænu skrefunum eru því hvattir til þess að nýta sér þessar merkingar og hlaða þeim niður hér. Merkingarnar er hægt að nota hvort sem er á flokkunartunnur eða á skápa sem geyma ýmsa hluti eða til að merkja sérsöfnun á einhverju sérstöku, því að merkingarnar eru fjölbreyttar og ná yfir mjög marga flokka. Einnig er merkingarnar í boði með enskum og pólskum texta.
Kynningarglærur um Grænu skrefinViltu kynna Grænu skrefin fyrir þínu starfsfólki eða samstarfsmönnum? Einfaldar kynningarglærur á PDF, um Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar, eru nú aðgengilegar á heimasíðu Grænna skrefa og öllum er frjálst að nota þær. Endilega nýtið ykkur það. Sjá hér. | Vistvæn innkaup Á heimasíðu Grænna skrefa má finna leiðbeiningar um vistvæn innkaup. Formið er auðlesanlegt og þið ættuð að vera snögg að finna strax það sem ykkur vantar helst að vita. Ef ykkur finnst einhverjar upplýsingar vanta inní leiðbeiningarnar látið mig þá endilega vita á graenskref@reykjavik.is Allir ættu að kynna sér vistvæn innkaup og hefja sem fyrst greiningu á sínum innkaupum sem leiða til jákvæðra breytinga. Hér má finna leiðbeiningar um vistvæn innkaup. | Hvað á að gera við rafhlöður og gamlar snúrur? Eru ekki allir með litla boxið fyrir rafhlöðurnar? Best er að flokka þetta sérstaklega frá og fara með í Sorpu þar sem sér söfnunarkassi er fyrir rafhlöður og svo er tekið á móti öllum raftækjum, þar með talið snúrum, í sér gámi á Sorpusvæðinu og hann er merktur lítil raftæki. Þangað er líka ónýtum jólaseríum og aðventuljósum skilað. Athugið samt fyrst hvort að hægt sé að laga ljósin með því að skipta út perum. Ef þið eruð að fara með flöskur og dósir í Endurvinnsluna þá er einnig hægt að losa sig við rafhlöður þar! Sniðugt er líka að hafa svona stauk á flokkunarsvæðinu ykkar (sjá mynd), þar sem safna má saman rafhlöðum og smáraftækjum sem passa í staukinn. Þarna er allavega hægt að losa sig við gamla I-pod-a. Það er TERRA sem selur þessa stauka og sér um að tæma þá. |
Kynningarglærur um Grænu skrefin
Viltu kynna Grænu skrefin fyrir þínu starfsfólki eða samstarfsmönnum? Einfaldar kynningarglærur á PDF, um Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar, eru nú aðgengilegar á heimasíðu Grænna skrefa og öllum er frjálst að nota þær. Endilega nýtið ykkur það. Sjá hér.
Vistvæn innkaup
Allir ættu að kynna sér vistvæn innkaup og hefja sem fyrst greiningu á sínum innkaupum sem leiða til jákvæðra breytinga. Hér má finna leiðbeiningar um vistvæn innkaup.
Hvað á að gera við rafhlöður og gamlar snúrur?
Ef þið eruð að fara með flöskur og dósir í Endurvinnsluna þá er einnig hægt að losa sig við rafhlöður þar!
Sniðugt er líka að hafa svona stauk á flokkunarsvæðinu ykkar (sjá mynd), þar sem safna má saman rafhlöðum og smáraftækjum sem passa í staukinn. Þarna er allavega hægt að losa sig við gamla I-pod-a. Það er TERRA sem selur þessa stauka og sér um að tæma þá.
FRÆÐSLA Í BOÐI
Hvernig fræðslu vilt þú fá á þinn vinnustað?
Viltu fræðslu á þinn vinnustað um Grænu skrefin eða eitthvað því tengt?
- Almenna kynningu á Grænu skrefunum (styttri eða lengri)?
- Fræðslu um vistvæn innkaup?
- Fræðslu um grænt bókhald?
- Fræðslu um flokkun og úrgangsmál?
- Eða eitthvað annað umhverfistengt sem þér dettur í hug?
Hugsaðu málið og sendu okkur línu á graenskref@reykjavik.is til að spyrja um fræðslumál.