Fréttabréf Vesturbæjarskóla

Fréttir og upplýsingar um skólastarfið í Vesturbæjarskóla

Samsöngur

Samsöngur er alla föstudaga kl. 8:40. Foreldrar eru ávallt velkomnir.
Big picture

Kennaranemar í heimsókn

Við fáum reglulega kennaranema í heimsókn og í mars ætla nemar að vera í 1. og 6. bekk og hjá Agnesi myndmenntakennara.

Upplestrarhátíð 7. bekkjar 4. mars

Hin árlega upplestrarhátíð 7. bekkjar verður haldin miðvikudaginn 4. mars. Nemendur í 7. bekk hafa frá degi íslenskrar tungu markvisst æft sig í að lesa upphátt. Hátíðin verður haldin á Sólvöllum kl. 9:00 - 11:30 og eru foreldrar velkomnir að hlusta á upplesturinn. Nemendum í 6. bekk er einnig boðið að hlusta á upplesturinn. Stóra upplestrarhátíðin verður svo haldin 12. mars í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir nemendur sem verða valdir áfram hjá okkur munu lesa upp á þeirri hátíð.
Big picture

Þemadagar 17. - 19. mars Harry Potter

Í haust voru haldnar kosningar í skólanum og fengu nemendur að kjósa um þema á þemadögum í ár. Niðurstaðan var afgerandi. Langflestir kusu Harry Potter. Nemendur fengu síðan tækifæri til að koma með hugmyndir að verkefnum fyrir þemadagana sem kennarar vinna úr. Þemadagar eru haldnir árlega og vinna nemendur saman verkefni á stöðvum og er ýmist blandað eftir öllum árgöngum eða yngra og eldra stig. Verkefnin eru skipulögð út frá markmiðum aðalnámskrá og lögð er mikil áhersla lögð á vægi list- og verkgreina.
Big picture
Big picture

Fundir í Réttindaráði

Haldnir eru tveir fundir í Réttindaráði í hverjum mánuði. Fjallað er um ýmis mál tengdum réttindum barna. Markmiðið er að gefa börnum skólans tækifæri á að segja skoðanir sínar og hafa áhrif á skólastarfið.