Nemendur af erlendum uppruna

Námskeiðsröð fyrir grunnskólakennara. Vorönn 2018.

Big picture

Námskeiðsröð

Akureyrarbær í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar og kennaradeild HA býður grunnskólakennurum á Akureyri upp á námskeið varðandi nám nemenda af erlendum uppruna. Námskeiðið er kennurum að kostnaðarlausu.


Námskeiðið nær yfir fimm skipti, 2,5 klst. í einu, samtals 12,5 klst. Fyrsti námskeiðsdagur er 22. janúar og sá síðasti er 19. mars.


Námskeiðið fer fram í sal Brekkuskóla kl 13.30-16 mánudagana 22. jan., 5. feb., 19. feb., 5. mars og 19. mars.


Inntak námskeiðsins:

Menning og viðhorf

Menning og félagsleg samskipti

Tvítyngi og fjöltyngi

Orðaforðavinna

Notkun snjalltækja

Gengið er út frá því að skráðir þátttakendur taki þátt í öllum fimm skiptum námskeiðsins. Skráningarform er neðst á þessari síðu og skráningu lýkur þann 20. desember 2017.

22. janúar 2018

Menning og viðhorf.

Fjallað verður almennt um menningu og þá sérstaklega hvernig ólík menning mótar viðhorf foreldra og kennara til náms og hlutverks skóla.

Umsjón: Hermína Gunnþórsdóttir, kennaradeild HA og Markus Meckl, félagsvísindadeild HA

5. febrúar 2018

Menning og félagsleg samskipti: „Menningarmót – fljúgandi teppi“

Umsjón: Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni Reykjavíkur.


“Menningarmót – fljúgandi teppi”:

Skapandi leiðir til að virkja og miðla reynsluheima og heimsreynslu barna og ungmenni í námi og kennslu.


Menningarmótsverkefnið er þverfagleg kennsluaðferð sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda. Menningarmót má útfæra með mörgum námsgreinum og námssviðum og oft tengjast þau vinnu með sjálfsmynd barna, skapandi greinar, lífsleikni, íslensku - og tungumálakennslu.

Lykilatriði við útfærslu Menningarmóts er að litið sé á hugtakið fjölmenningu í víðum skilningi – eitthvað sem varðar alla, ekki einungis ákveðna hópa. Verkefnið hefur verið notað með góðum árangri í kennslu á öllum stigum, bæði í Danmörku og á Íslandi undanfarin 15-17 ár og eru níu skólar í Reykjavík orðnir formlegir „Menningarmótsskólar“.

“Menningarmót - fljúgandi teppi” hlaut Evrópumerkið (e. European Language Label) í nóvember 2017. Sjá nánar:http://borgarbokasafn.is/is/content/menningarmót-fljúgandi-teppi-fær-evrópumerkið

Kristín R. Vilhjálmsdóttir er höfundur og verkefnisstjóri verkefnisins.


Á námskeiðinu mun hún:

-fara yfir hugmyndafræði verkefnisins og framkvæmd þess

-virkja þátttakendur til umhugsunar hvað varðar menningarhugtakið á hagnýtan hátt

-kynna til sögunnar kennsluleiðbeiningar sem eru að finna á heimasíðunni www.menningarmot.is

Í lokin munu þátttakendur fá að spreyta sig á stuttu Menningarmóti.

Kristín tók kennaramenntun í Danmörku árið 1998 og starfaði í grunnskóla í Silkeborg í níu ár. Hún er verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu og stundar meistaranám í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

19. febrúar 2018

Tvítyngi og fjöltyngi.

Fjallað verður um máltöku annars máls, móðurmál og nám á öðru máli en móðurmáli nemenda.

Umsjón: Hermína Gunnþórsdóttir, kennaradeild HA

5. mars 2018

Orðaforðavinna.

Unnið verður með leiðir til að koma til móts við sértækar námsþarfir nemenda með íslensku sem annað tungumál. Lögð verður áhersla á hvernig hægt er að vinna með orðaforða út frá endurtekningu, myndrænni framsetningu og djúpri merkingu orða í mismunandi samhengi.

Umsjón: Helga Hauksdóttir, Akureyrarbæ og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Miðstöð skólaþróunar HA

19. mars 2018

Notkun snjalltækja í starfi með tví- og fjöltyngdum nemendum.

Á námskeiðinu verður fjallað um notkun snjalltækni í kennslu tví- og fjöltyngdra barna. Þátttakendur fá tækifæri til að læra á fjölbreytt smáforrit sem henta vel til að efla mál og ýta undir jákvæð samskipti.

Umsjón: Íris Hrönn Kristinsdóttir og Helena Sigurðardóttir, HA

Big picture
Big picture