Vorblót og menntabúðir í Reykjavík

Fimmtudagur 26. apríl #menntaspjall

Staðsetning: Borgartúni 12-14, 7. hæð

Hvenær: Fimmtudaginn 26. apríl kl. 15-17:30


Vorblót menningartengiliða og alls áhugafólks um listir, vísindi og fjölbreytta kennsluhætti með menntabúðum í upplýsingatækni fyrir leikskóla.


Skráning er mikilvæg!


Menningartengiliðum og öðrum áhugasömum gestum gefst tækifæri til að fá yfirsýn yfir fjölbreytta möguleika sem þeir geta nýtt í eigin vinnu og miðlað til áhugasamra á sínum starfsvettvangi.


Boðið verður upp á fjölbreyttar stöðvar og kynningar með ýmsu af því sem er að gerast í skapandi skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum (allir aldurshópar).


Viðfangsefni Vorblóts

Smiðjur og erindi - í Kerhólum og Hofi

 • Danssmiðjur
 • Sirkus
 • Reykjavík – borgin okkar
 • Vísindaleikir
 • Snjöll tónlist
 • Gagnvirkir ratleikir
 • Costner - Kafteininn, Fróði, Málfarinn og Prím

Opnar kynningar - í matsal
 • Kynning Listaháskóla Íslands
 • Google Expedition með VR gleraugum
 • Google Tilt Brush með HTC Vive
 • QR-kóðar
 • Green screen
 • Forritanleg smátæki og snjalltæki í vísindavinnu
 • Forritanleg smátæki, Beebot, margfætlan, músin, Osmo, Virtuali-Tee og fleira


Menntabúðir í upplýsingatækni - í matsal

 • Fikt - Námsvefur um upplýsingatækni fyrir kennara í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla - Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennari leikskólanum Álfaheiði
 • Quiver - Smáforrit þar sem teikningar lifna við í gagnauknum veruleika - Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, UT kennslufulltrúi
 • Tiny Bop - Smáforrit fyrir náttúrufræðikennslu - Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, UT kennslufulltrúi
 • Ýmis UT tæki og tól sem henta í námi og kennslu - Sunneva Svavarsdóttir, leikskólinn Reynisholt
 • Seesaw - rafræn ferilbók, samskipti heimilis og skóla. Bergþóra Þórhallsdóttir, Deildarstjóri Kópavogsskóla
 • Barn vikunnar - Guðrún Þorleifsdóttir, deildarstjóri leikskólanum Nóaborg.
 • ...


Skráning!

Smelltu á kortið til að nálgast nánari upplýsingar um skipulag vorblóts og menntabúða
Big picture

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Listaháskóli Íslands, Menntavísindasvið HÍ, RANNUM, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Big picture

Menntabúðir - Upplýsingatækni í leikskólastarfi Borgartúni 12-14 7. hæð

Thursday, April 26th, 3-5:30pm

12 Borgartún

Reykjavík

https://youtu.be/JYiaPsYU0Q4

Hvað eru menntabúðir?

Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru opnar öllum en sérstaklega miðaðar að starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum.


Dagskráin sem er í mótun mun birtast hér á síðunni jafnóðum. Þess vegna er gott að kíkja hérna við daglega fram að menntabúðunum.


Athugið að þó þessar menntabúðir í upplýsingatækni séu sérstaklega hugsaðar fyrir leikskólastigið verður margt áhugavert á döfinni sem hentar kennurum á yngsta stigi grunnskólans. Á sama tíma verðurr einnig haldið vorblót fyrir menningar- og listatengilið í leik- og grunnskólum með fjölbreyttu framboði af fræðslu.


Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með "vandamál" og fá aðstoð við að leysa það.


Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.


Ekki er ætlast til að allir komi með framlag. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Með virkri þátttöku er átt við að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #menntabudir #menntastefna


Hlökkum til að sjá ykkur!!