Fréttabréf Engidalsskóla mars 2023

Ábyrgð - Virðing - Vellíðan

Mentor leiðbeiningar fyrir foreldra

Á blaðsíðu tvö er að finna leiðbeiningar er varða póst stillingar - Persónuvernd - stillingar

Fréttabréf Engidalsskóla

Kæru foreldrar/forsjáraðilar.

Vikur og mánuðir fljúga áfram og það verður komið vor áður en við vitum af. Snjórinn hvarf snögglega og því varð að fresta fyrirhuguðum skíðaferðum en við erum samt ekki búin að gefa upp alla von um að það snjói aftur og við komumst á skíði.


Ýmislegt hefur verið í gangi í skólanum frá síðasta fréttabréfi eins og öskudagsgleði og undankeppni stóru upplestrakeppninni og má lesa og sjá skemmtilegar myndir um þetta hér neðar í fréttabréfinu.


Um miðjan febrúar kvöddum við námsráðgjafann okkar hana Guðbjörgu Birnu sem flutti sig til Reykjavíkur en við erum að vinna í umsóknum og vonum að við náum að ganga frá ráðningu á nýjum námsráðgjafa von bráðar.


Við viljum vekja athygli ykkar á því að ef skrá á barn í leyfi eða veikindi í einstaka kennslustund þarf að hringja í skólann í síma 5554433.


Við erum afskaplega ánægð með hversu dugleg þið eruð heilt yfir að láta nemendur lesa en viðmið okkar er 5 *15 mínútur á viku en elstu nemendurnir hafa svigrúm til að hagræða þessu aðeins en þeir eiga að lesa að minsta kosti 75 mínútur á viku. Hér fyrir neðan er að finna gagnlegar upplýsingar sem nýtast ættu í heimalestrinum.


Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.

Samvinna um læsi

Gagnlegar upplýsingar sem

Skóladagatal 2023-2024

Skóladagatal Engidalsskóla bíður nú samþykktar fræðsluráðs. Vitað er að skólasetning verður 23. ágúst og vetrafrí 23.-24. október og 22.-23. febrúar. Dagatalið verður birt á heimasíðus skólans um leið og samþykkt liggur fyrir.

Öskudagsgleði

Big picture

Upplestrarkeppni í 7. bekk

Á hverju skólaári er upplestrarkeppni í 7. bekk. Undirbúningur fyrri keppnina byrjar á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Forkeppni í árganginum fór fram 11. febrúar og að þessu sinni voru 11 nemendur valdir til að taka þátt í loka keppni skólans sem fór fram 17. febrúar á sal skólans . Dómnefndina skipuðu Ingibjörg Einarsdóttir, Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir. Dómnefnd valdi þrjá nemendur tvo sem taka þátt í aðal keppninni og einn til vara. Karítas Ýr Ingimundardóttir og Stefanía Vala Rósardóttir taka þátt fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni. Til vara er Róbert Hugi Sævarsson.

Loka keppnin verður haldin í Víðistaðakirkju 21. mars kl: 17:00 og keppa þar fulltrúar frá öllum skólum í Hafnarfirði.

Uppeldi til ábyrgðar - Skýru mörkin

Við í Engidalsskóla erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.

Í Engidalsskóla viljum við:

  • Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt

  • Engin barefli né önnur vopn

  • Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur

  • Engar alvarlegar ögranir eða hótanir

  • Engin skemmdarverk

  • Enga áhættuhegðun

  • Engan þjófnað

Listaverk eftir nemendur

Big picture

Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka

Big picture