Fréttabréf Síðuskóla

1. bréf - ágúst - skólaárið 2022-2023

Kæru foreldrar, nemendur og starfsfólk!

Þá er sumarleyfið að baki og munum við hefja skólastarfið með skólasetningu þann 22. ágúst, kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst kl. 8:10 nema hjá 1. bekk. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með bréfi.

Eins og staðan er í dag þá eru um 360 nemendur í skólanum og 85 starfsmenn. Við bjóðum bæði nýja nemendur og nýtt starfsfólk velkomið í hópinn til okkar. Breytingar hafa orðið á umsjónarkennurum í 3. og 4. bekk frá því sem sent var út í fréttabréfi í júní. Neðar í fréttabréfinu má sjá hverjir eru umsjónarkennarar árganga.

Við þurfum að hafa að leiðarljósi einkunnarorð skólans ábyrgð, virðingu og vináttu og vera samstíga í að byggja upp framsækinn og öflugan skóla þar sem allir eru metnir að verðleikum og líður vel.

Við í skólanum hlökkum til samstarfs við ykkur á komandi skólaári.

Með góðri kveðju!

Ólöf, Malli og Helga

Skólasetning Síðuskóla 2022

Síðuskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur kl. 9:00.
6. - 10. bekkur kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með bréfi.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu.

Skráning í mat

Skráning í matar-, ávaxta- og mjólkuráskrift fer fram á vala.is með rafrænum skilríkjum.


Eins og sumum er kunnugt varð breyting á innheimtu fyrir áskrift í mat, ávexti og mjólk. Búið er að taka út alla daga þar sem ekki er skóli t.d. skipulagsdaga, viðtalsdaga, haust-,vetrar-, jóla- og páskafrí. Síðan er skóladögum deilt á tímabilið 1. september til 31. maí og greitt fast verð.

Fast mánaðarverð með fyrirvara um gjaldskrárbreytingar er svona:

Mataráskrift 9.663 kr.

Ávaxtaáskrift 1.877 kr.

Mjólkuráskrift 830 kr.

Skóladagurinn

Skólinn byrjar kl. 8.10 á morgnana.

Skólinn opnar kl. 7.45. Boðið er upp á frían hafragraut á morgnana áður en skóli hefst og í frímínútum fyrir 8.-10. bekk.

1. bekkur

Nemendur í 1. bekk hafa fengið boð í viðtal hjá umsjónarkennurum mánudaginn 22. ágúst og þriðjudaginn 23.ágúst.

Þriðjudaginn 23. ágúst gefst 1.bekkingum kostur á að nýta frístund fyrir hádegi sér að kostnaðarlausu. Almenn vistun í frístund hefst svo kl. 13:15 þann sama dag. Þeir sem vilja nýta frístund á þessum tíma eru beðnir um að senda póst á Silfá, forstöðumann Frístundar, silfa@akmennt.is.

Heimastofur árganga

1. bekkur - stofur D5 og D6

2. bekkur - stofur D3 og D4

3. bekkur - stofur C1 og C2

4. bekkur - stofur C3 og C4

5. bekkur - stofur B12 og B13

6. bekkur - stofur B2 og B3

7. bekkur - stofur B6, B7 og B8

8. bekkur - stofur A6 og A7

9. bekkur - stofur A2 og A3

10. bekkur - stofur A4 og A5


1., 2. og 4. bekkur - inngangur D

3. bekkur - inngangur C

5.- 6. bekkur - inngangur B

7.-10. bekkur - inngangur A

Umsjónarkennarar skólaárið 2022-2023

  • 1. bekkur - Elfa Björk Jóhannsdóttir og Gréta Björk Halldórsdóttir
  • 2. bekkur - Matthildur Stefánsdóttir og Margrét Baldvinsdóttir
  • 3. bekkur - Magnea Guðrún Gróa Karlsdóttir og Þórunn Hafsteinsdóttir
  • 4. bekkur - Arna Valgerður Erlingsdóttir og Rannveig Heimisdóttir
  • 5. bekkur - Gunnar Símonarson og Sigríður Emilía Bjarnadóttir
  • 6. bekkur - Andrea Diljá Ólafsdóttir og Jóhanna Ásmundsdóttir
  • 7. bekkur - Hafdís María Tryggvadóttir, Kolbrún Sveinsdóttir og Sonja Björk Dagsdóttir
  • 8. bekkur - Hulda Guðný Jónsdóttir, Katrín María Hjartardóttir og Sigríður Jóhannsdóttir
  • 9. bekkur - Björk Jónsdóttir og Þorbjörg Ólafsdóttir
  • 10. bekkur - Heiða Björg Guðjónsdóttir og Ólafur Haukur Tómasson
Big picture