Fréttamolar úr MS
17.09.2021 Góða og gleðilega helgi
Nú lifnar yfir félagslífinu
Ný reglugerð (1030/2021) hefur nú tekið gildi og gildir til og með 6. október 2021.
Það sem er nýtt að þessu sinni gagnvart skólastarfi:
- Fjöldatakmarkanir almennt eru 500 - sem þýðir að nemendur geta nú haft uppákomur í Holti bæði á skólatíma og utan hans. Grímuskylda er á slíkum viðburðum - þó nemendur verði að sjálfsögðu að fá tækifæri til að matast.
- Framhaldsskólum er heimilt að halda skemmtanir fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem ekki má vera eldra en 48 klst. Slíkar skemmtanir eru undanþegnar nálægðartakmörkunum og grímuskyldu. Skylt er að skrá gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri.
Engar breytingar eru varðandi fjarlægðartakmörk í skólastarfinu almennt og því verður grímuskylda í skólanum með sama hætti og verið hefur í haust. Grímuskyld er á göngum og opnum svæðum en engin grímuskylda þegar nemendur sitja í sætum sínum í skólastofunni.
Nemendafélagið mun fljótlega auglýsa fyrsta skólaballið síðan febrúar 2020.
Fróðleiksmolinn
Á heimasíðu Háskóla Íslands er að finna afar gagnlegar upplýsingar fyrir ritgerðaskrif og heimildaskráningu samkvæmt APA kerfinu.
Til dæmis eru sýnidæmi fyrir heimildaskrá og sætin 5.
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skoða þetta betur.
Myndir frá útgáfu nýnemablaðsins
Tölvuumsjón veitir nemendum aðstoð er snýr að þeim vélbúnaði og hugbúnaði sem skólinn veitir, sem og almenna tölvuaðstoð fyrir nemendur. Á svæði tölvuumsjónar á heimasíðunni er að finna ýmiss konar leiðbeiningar.