
Fjalla grasaferð
Svæðisfélag Vg á Austurlandi
Kæru félagar
Svæðisfélag VG á Austurlandi stefnir að fjallagrasaferð í Vöðlavík og um Gerpissvæðið 17. -18. júlí n.k. Það væri mjög skemmtilegt að sjá ykkur sem flest og því bjóðum við félögum af öllu landinu að vera með okkur.
Við skipuleggjum ferðina að sjálfsögðu með fyrirvara í tengslum við farsóttir eða náttúruhamfarir!
Vöðlavík
Svæðisfélagið hefur tekið skála Ferðafélagsins að Karlsstöðum frá fyrir þá sem vilja gista (allt að 30 manns) ef áhugi reynist fyrir því. Við komum til með að fá leiðsögn um svæðið laugardaginn 17. júlí um hádegisbil og gönguleiðsögn eitthvað fram eftir degi. Við stefnum líka á að borða saman um kvöldið. Það fer þá allt eftir þátttöku og áhuga hvernig spilast úr þessu, og algjörlega í boði að mæta bara í gönguna, eða eingöngu í kvöldmat, eða hvernig sem þið viljið!
Skálinn er meira að segja tekinn frá þann 16. fyrir þá allra útivistarglöðustu.
Saturday, Jul 17, 2021, 12:00 PM
Vöðlavík, Iceland
Skráning
Þeir sem stefna á að gista og/eða borða sameiginlegan kvöldmat skrá sig í gistingu fyrir 1. maí.
Þeir sem eingöngu vilja skrá sig í kvöldmat skrá sig fyrir 1. júlí.
Aðrir mættu láta vita ef þeir ætla sér að mæta!
Skráning með því að senda póst á svandisegils@gmail.com eða hringja í s: 7717217.
Gisting í skálanum (svefnpokapláss): 5.300 kr nóttin fyrir þá sem eru ekki í ferðafélaginu en eingöngu 3000 kr. pr mann ef fleiri en 25 gista (ódýrara er fyrir börn )
Kvöldmatur 17.júlí: 4000 pr. mann (grillað lambalæri og meðlæti).
Stjórn svæðisfélags Vg á Austurlandi sendir ykkur öllum bjartsýnis og tilhlökkunarkveðjur
Þeir sem stefna á að gista og/eða borða sameiginlegan kvöldmat skrá sig í gistingu fyrir 1. maí.
Þeir sem eingöngu vilja skrá sig í kvöldmat skrá sig fyrir 1. júlí.
Aðrir mættu láta vita ef þeir ætla sér að mæta!
Skráning með því að senda póst á svandisegils@gmail.com eða hringja í s: 7717217.