Upplýsingar í lok viku

18. september 2020

Upplýsingar til nemenda

Enn er í gildi reglugerð um takmörkun á samkomum sem kveður á um 200 manna fjöldatakmörk, 1 metra fjarlægðarreglu og maskanotkun ef ekki er hægt að virða 1 m bil. Regluegerðin gildir til 27. september n.k.


Við erum jafn ánægð og fyrr með hversu vel skólahald hefur gengið fyrstu vikurnar, þökk sé ykkur og starfsfólki skólans. Mikilvægt er að við höldum áfram að sinna sótt- og smitvörnum og áfram er okkar sameiginlega markmið að halda skólanum opnum.

Fjölgun smita áhyggjuefni

Í dag og s.l. tvo daga hefur smitum á Íslandi fjölgað mjög mikið. Smitin virðast vera staðbundin, a.m.k. enn sem komið er, við höfuðborgarsvæðið. Við viljum hvetja nemendur sem eru á ferðalagi að huga vel að persónubundnum sóttvörnum.

Næsta vika

Í næstu viku höldum við áfram á sömu braut. Virðum 1 metra regluna, sprittum okkur þegar við komum inn á ný svæði og munum að í stigum í bóknámshúsi er einstefna. Við förum upp hjá sjoppunni eða milli stofu 16 og 17. Við förum niður hjá kennarastofunni og stofu 8 eða milli stofu 3 og 4.

Maskanotkun

Mikilvægt er að nota alltaf maska í aðstæðum þar sem ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð, á þetta bæði við um nemendur og starfsfólk.
Ert þú með rakningarappið C-19 í símanum?

Mikilvægt er að allir séu með C-19 appið í símanum. Það er bæði auðvelt og fljótlega að ná í appið.

Ítrekun - húsgögn á ekki að færa til

Um allan skólann er húsgögnum raðað þannig að minnst 1 m er á milli stóla. Það er bannað að færa til húsgögn! Þetta á sérstaklega við um húsgögnin í Gryfjunni! Þetta er ekki flókið, gerum betur. Munum svo líka að hver á að henda sínu rusli, það eru ruslafötur út um allt!

Gestir á heimavist

Hver íbúi á heimavist má hafa 1 gest í heimsókn, þó aldrei lengur en til 23.00 á kvöldin. Heimavistarbúar eru beðnir um að virða þessa reglu svo ekki þurfi að loka fyrir gesti á vistinni.

Opnunartími mötuneytis - mikilvægt að virða

Mjög mikilvægt er að virða opnunartíma mötuneytis. Alla daga er mötuneytið opið frá kl. 11:55-12:25 og aftur frá kl. 12:50-13:20. Frá kl. 12:25 til 12:50 er mötuneytið lokað meðan starfsfólk sinnir sóttvörnum í salnum. Allir sem hafa tök á að mæta á fyrri opnunartímanum eru beðnir um að gera það, m.a. til að forðast raðir.


Hjá ritara er hægt að kaupa staka matarmiða og 10 miða kort. Matseðill hverrar viku er birtur á heimasíðunni og hann má einnig finna hér.

Ferli vegna Covid-19 smits eða gruns um smit

Hér er að finna upplýsingar um hvað gera á ef nemandi er smitaður af Covid 19 eða ef grunur er um smit. Vinsamlegast kynnið ykkur þetta ferli vel.

Big picture