Smáforrit og vefsíður

#UTHaf - Setbergsskóli

Hér eru helstu smáforrit og vefsíður sem við notum í Setbergsskóla. Markmit okkar er alltaf nám nemenda okkar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og tæknin er nú orðin órjúfanlegur hluti af vinnu okkar.


Við notum Google skólaumhverfið fyrir alla grunnvinnu, samskipti og utanumhald, en Mentor til að færa inn námsmat og til samskipta við heimilin. Hér eru svo helstu námsforritin sem við notum, vefsíður til fróðleiks og þjálfunar, og vefsíður ætlaðar kennurum.

Google skólaumhverfið er grunnurinn okkar

Glósur, þjálfun og keppni.

Skapandi skil á ýmsum verkefnum

Forritun og annað nám

Þjálfun og þrautir

Duolingo fyrir dönsku - besta tungumálakennsluforritið.

Það er snilld á fá dönskunemendur til að skrá sig inn í Duolingo og hvetja þau til að vinna í því í smá stund á degi hverjum, eða annan hvern dag.

Að æfa sig í að að lesa og reikna

Stuðningur í námi

Heimaskóli - valverkefni

Síðan Heimaskóli - valverkefni er hugsuð sem banki af alls kyns verkefnum sem nemendur geta valið sér til að vinna heima og segja frá í dagbók; hópaverkefni, útivera, hreyfing, tilraunir, textíl, leiklist, smáforrit o.s.frv. Markmiðið að allir geti fundið eitthvað sem þeim þykir áhugavert að vinna með.

Vefsíður með gagnvirku námsefni, kennsluefni, fræðslumyndböndum og fleiru.

Skólavefurinn er með heilmikið af gagnvirkum æfingum. HÉR er PDF skjal til að senda heim til foreldra með upplýsingum um innskráningu fyrir nemendur.


Menntamálastofnun - mms.is


Fræðslugátt Menntamálastofnunar - þar má finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu.


Menntarúv fyrir nemendur 6 - 12 ára, og nemendur 13 - 16 ára. Mikið úrval af fræðandi efni.


Kvistir - Stuttir myndbútar í samfélags- og náttúrufræðigreinum.


Frístundalæsi - vefur með fræðsluefni til eflingar máls og læsis á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar.

Frístundalæsi - Handbók - Eflingar máls og læsis á frístunaheimilum Reykjavíkurborgar.

Frístundalæsi: Handbók fyrir foreldra barna á yngsta stigi, hugmyndir að læsiseflandi smáforritum.


Vísindasmiðja HÍ er með verkefnasíðu með spennandi verkefnum.


Twig - Vefur ætlaður nemendum á aldrinum 11 til 16 ára. Margverðlaunaður vefur með yfir 1.700 myndböndum á ensku ásamt verkefnum. Efnið er á sviði eðlisfræði, efnafræði, líffræði, jarðfræði, stærðfræði, landafræði og tilrauna.


Forritun - vefsíðan code.org er fyrir krakka á öllum aldri og nemendur okkar þekkja hana úr UT tímum.


Stærðfræðivefur Guðríðar kennara.

Vefsíður um tækni og góðar hugmyndir í skólastarfi.

Á síðu Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að finna ,,Verkfærakistu" með alls kyns verkefnum.

Nám í Reykjavíkurborg, stutt af neti - alls kyns stoðir vegna heimanáms/fjarnáms.

Snjallkennsla.is - vefur Bergmanns og Hans Rúnars. Fullt af leiðbeiningamyndskeiðum um algengustu forritin.

Spjaldtölvuvefur Kópavogs - Uppflettivefur sem hefur byggst upp á 5 árum í Kópavogi.

Snjallvefjan - Vefum sem er fyrst og fremst með ýmislegt sem nýtist í sérkennslu og stuðningi.

Bloggsíða Ingva Hrannars - eins af okkar helsta frumkvöðli í skólamálum.

Bara byrja - um það að taka fystu skrefin í að nýta tækni í skólastarfi.

Bloggsíða Önnu Maríu Kortesen - sem hefur verið upplýsingatæknikennari um áraraðir.

Upplýsingatæknisíða Oddeyrar-, Þelamerkur- og aðra.

Fikt - námsvefur um upplýsingatækni í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla.

Upplýsingatækni í leikskóla


Google skólaumhverfið - síða unnin af Bjarndísi Fjólu og hennar teymi um G Suite forritin.

Teach from Home - síða sem Google setti á laggirnar vegna Covid-19. Google skólaumhverfið og hvernig það nýtist.


NaNO - Náttúruvísindi á nýrri öld - námsefnisauðlind fyrir starfandi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem koma að náttúrufræði- og/eða raunvísindakennslu.


Á Twitter fer öflug skólaumræða fram undir millumerkjunum #menntaspjall og #utkall - bara að skrá sig inn og byrja að fylgjast með. Kennarar eru duglegir við að deila.

Hildur Ásta Viggósdóttir - Setbergsskóli