Víðóma

Vor 2023: 3. janúar - 31. mars

Söngleikurinn Syngjandi í rigningunni

Syngjandi í rigningu

Nemendur í 10. bekk settu upp sinn árlega söngleik og var að þessu sinni valið að setja upp leikverkið Syngjandi í rigningunni. Leikstjóri var Níels Thibaud Girerd, söngþjálfi var Jóhanna Ómarsdóttir, búningahönnuður Kristín Högna Garðarsdóttir og danshöfundar Mirjam Yrsa Friðleifsdóttir og Emelía Guðbjörg Þórðardóttir. Það er óhætt að segja að söngleikurinn hafi slegið í gegn og var mæting afskaplega góð.


Þegar sýning af þessari stærðargráðu er sett upp þurfa margar hendur að koma að verkinu. Söngleikurinn byggir á góðri samvinnu leikstjórnendateymis, nemenda, foreldra, félagsmiðstöðvarinnar og kennara. Flestir nemendur í 10. bekk komu að söngleiknum á einn eða annan hátt og stóðu sig virkilega vel. Leikhópurinn lagði mikið á sig og stóðu stífar æfingar yfir frá áramótum. Einnig er óhætt að segja að tækniteymi, leikmyndanefnd, sjoppunefnd, styrktarnefnd, matarnefnd, miðasölunefnd, hár og förðun og allar hinar nefndirnar hafi staðið sig með miklum sóma.

Samvinnan einkenndist af gleði og kærleika og sitja allir aðilar eftir með þakklæti í hjarta. Þetta var reynsla sem allir fara frá með söknuði og kærleika.


Í fyrsta skipti var farið með leiksýningu í Bæjarbíó og voru þar sýndar tvær sýningar. Það var virkilega þroskandi og skemmtilegt. Það krafðist aukavinnu, metnaðar, jákvæðni, gleði og nokkurrar breytingar á leikverkinu. Sýningar gengu vel og var aðsókn fín, sérstaklega á síðari sýningu.

Leikhópurinn lagði sig fram um að auglýsa verkið og fóru bæði í Krónuna og Fjörðinn með skyndisýningar. Einnig fóru þau á Hjallabraut til íbúa þar með tvö atriði sem féllu heldur betur vel í jarðveginn.


Það var gaman hversu góða umfjöllun við fengum en Krakkafréttir fjölluðu um söngleikinn og svo kom RÚV á lokaæfinguna fyrir frumsýningu í Bæjarbíó.



Við þökkum fyrir metnaðarfulla sýningu og hlökkum til að setja upp aðra sýningu að ári.

Bæjarmeistarar í Veistu Svarið

Big picture

Sigurvegarar

Lið Víðistaðaskóla í Veistu Svarið þetta árið var virkilega öflugt. Þau Magni Kristinsson (10.SHS), Steingerður Aldís Valsdóttir (10.SHS) og Úlfar Kristmundsson (9.SS) urðu bæjarmeistarar í Veistu Svarið árið 2023 þann 8. mars í Bæjarbíó. Liðið sigraði gegn Lækjarskóla með 30 stigum gegn 17.


Veistu Svarið er valáfangi í unglingadeildinni og þar sem nemendur mæta einu sinni í viku og keppast um að vita meira en næsti maður. Nokkrir nemendur eru síðan valdir í keppnislið skólans. Liðið tekur síðan aukaæfingar í nokkrar vikur fram að keppni þar sem keppnisliðið keppir á móti varamönnum. Varamenn 2023 voru Hákon Ingi Garðarsson (10.SEG), Jóhannes Arason (10.SEG), Ragnar Halldór Bogason (9.ÞÞ) og Styrmir Ási Kaiser (9.SS). Þjálfarar voru Birkir Már Viðarsson og Kristmundur Guðmundsson.

Áfanginn

Nemendur hafa skemmt sér konunglega allt skólaárið í valáfanganum Veistu Svarið en á bilinu 18-20 nemendur hafa verið að mæta í tíma vikulega. Nemendum er síðan skipt í 3-4 manna lið og keppt er í fyrirkomulagi Veistu Svarið. Fyrst eru það hraðaspurningar þar sem nemendur fá 90 sekúndur til að svara eins mörgum spurningum og þeir geta. Síðan bjöllu- og vísbendingaspurningar. Ekkert bjöllukerfi er til í skólanum þannig að nemendur kalla einfaldlega DING! þegar þeir vita svarið.


Nemendur í Veistu Svarið gæddu sér á pítsum í lok mars en þau fengu pítsur í verðlaun fyrir sigur í bæjarkeppninni.

Big picture

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram þann 21. mars síðastliðinn í Víðistaðakirkju. Tveir nemendur úr öllum grunnskólum Hafnarfjarðar eru valdir í keppnina og í ár voru það þær Arney Sif Zomers og Guðrún Ragnarsdóttir sem tóku þátt fyrir hönd Víðistaðaskóla. Þær stóðu sig frábærlega.


Fyrirkomulag keppnarinnar var þannig að allir keppendur fluttu brot úr verkinu Blokkin á heimsenda og ljóð eftir Arndísi Þórarinsdóttur, Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur og Aðalstein Ásberg Sigurðsson. I keppninni voru einnig flutt skemmtiatriði og Guðni Th. Jóhannesson, forseti, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, fluttu ræður.


Átján flottir upplesarar úr níu skólum Hafnarfjarðar fóru með kafla úr bókinni Blokkin eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur og ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson ásamt sjálfvöldu ljóði.

Þær stóðu sig frábærlega og við erum ótrúlega stoltar af þeim, sem og af öllum nemendum. Við teljum að þær hafi átt sigurinn vísan en kennarar skólans eru víst ekki hlutlausir.

Smásagnakeppnin

Í stóru upplestrarkeppninni voru einnig afhent verðlaun í smásagnakeppni grunnskóla Hafnarfjarðar. Gaman er að nefna að Víðistaðaskóli tók þrenn verðlaun þetta kvöld því stúlkur úr 8. og 9. bekk urðu í fyrsta, öðru og þriðja sæti í smásagnasamkeppninni. Amra Bajramovska (9.HH) var í fyrsta sæti, Helena Björg S. Arnarsdóttir (8.AMF) var í öðru sæti og Sunna Björk Magnúsdóttir (8.BMV) var þriðja sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með þessar frábæru sögur.

Söngkeppni Hraunsins og söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins var haldin föstudaginn 10. mars og var fullur salur áhorfendum sem hlustuðu á tíu frábær og skemmtileg atriði frá þáttakendum í 8.-10.bekk.

Dómarar kvöldins voru þau Níels Thibaud Girerd leikari og leikstjóri, Jóhanna Ómarsdóttir söngkona og Sigrún Ásta Gunnarsdóttir söngkona. Þau völdu áfram þær stöllur, Hrafnhildi Björk Ragnarsdóttur í 9.HH og Sunnu Björk Magnúsdóttur í 8.BMV í undankeppni söngkeppni Samfés, Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar.


Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar var svo haldin í Bæjarbíó þann 15. mars en þessi árlegi viðburður er einn stærsti og flottasti viðburður félagsmiðstöðvanna á hverju ári.


Þátttakendur kvöldsins voru tíu talsins frá sjö félagsmiðstöðvum og voru þeir hver öðrum glæsilegri. Fyrirkomulagið er þannig að tvö atriði vinna keppnina og komast áfram í Söngkeppni Samfés sem verður haldin í Laugardalshöll og í beinni útsendingu á RÚV í byrjun maí.

Það öfundaði enginn dómnefndina af því að þurfa að velja á milli þessara glæsilegu atriða. Dómnefndina skipuðu Siggi Gunnars, tónlistarstjóri Rásar2, Kjalar Marteinsson Kollmar, söngvari og lagahöfundur og Silja Rós Ragnarsdóttir, söngkona og lagahöfnundur.

Sigurvegarar kvöldsins fengu í verðlaun ráðgjöf frá söngkonunni og lagahöfundinum Klöru Elías og fá svo að fara í stúdíóið í Músík og mótor að taka upp lagið sitt og farandbikar.

Sigurvegarar kvöldsins voru þær Ellý Hákonardóttir frá Ásnum í Áslandsskóla með lagið Strange og Sunna Björk Magnúsdóttir frá Hrauninu í Víðistaðaskóla með frumsamda dásamlega lagið sitt Blue butterfly.

Í öðru sæti endaði Hrafnhildur Björk Ragnarsdóttir frá Hrauninu í Víðistaðaskóla með lagið Hopelessly Devoted to you, algjörlega mögnuð frammistaða hjá henni og í þriðja sæti varð Marta Manuela Estevez með lagið Summertime Sadness.


Sunna Björk í 8.BMV og Hrafnhildur Björk í 9.HH eru algjörlega stórkostlegar söngkonur við erum alveg ótrúlega stolt af ykkur og óskum ykkur aftur til hamingju með frábæran árangur. Sunna Björk mun því vera fulltrúi Hraunsins í söngkeppni Samfés þann 6.maí.

Skákmót Hraunborgar

Þann 22. mars hélt Kiwanisklúbbur Hraunborgar í Hafnarfirði skákmót fyrir krakka 5.-7. bekk. Mótið var haldið í Hvaleyrarskóla og öllum skólum Hafnarfjarðar var boðið að senda skáksveit á mótið. Í hverri sveit voru sex nemendur en fjórir af þeim spiluðu í hverri lotu. Sveitin stóð sig frábærlega en náði ekki á verðlaunapall í ár.


Skáksveit Víðistaðaskóla 2023:

- Aleksander Einar Szewc 7.JÓ

- Nökkví Þór Jónsson 7.EB

- Sigurður Stefán Ólafsson 7.JÓ

- Sævar Sindri Jóhannesson 7.EB

- Emil Páll Pálsson 5.SF

- Viktor Hrafn Ólafsson 5.SÞ


Þjálfarar: Hákon Ingi Garðarsson og Jóhannes Arason í 10.SEG


Allar skólar sem tóku þátt fengu gefins taflborð og skákklukkur frá Kiwanisklúbbnum. Þetta verður svo sannarlega nýtt í skák valáföngum á næsta skólaári.


Við viljum einnig minna á að skákdeild Hauka er að fara aftur af stað með sitt starf.

Big picture

Þemadagar

Þemadagarnir hjá okkur voru gríðarlega skemmtilegir í ár. Það voru fjölgreinaleikar þar sem stöðvarnar voru alls um 36. Á stöðvunum var m.a. boðið upp á spurningaleiki, þrautir, skák og margt fleira. Þær voru hver annarri skemmtilegri og voru allir með bros á vör enda gekk mjög vel.

Hæfileikakeppni miðstigs

Undanfarin ár hefur myndast sú hefð að hafa hæfileikakeppni á miðstigi. Þetta er stórskemmtilegur viðburður þar sem nemendur hafa tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr.


Atriðin í ár voru sérstaklega skemmtileg og áhugaverð. Dómnefndin var miklu basli með að velja sigurvegara en það hafðist á endanum.


Í fyrsta sæti í ár var Jóhannes Helgi Stefánsson Færseth í 7.bekkmeð stórskemmtilega stuttmynd um félaganna Arnar Daníel og Harald Darra en þeir einnig þekktur sem tvíeykið ADHD.


Í öðru sæti var Benedikt Nóel Hinriksson í 6.bekk en hann hefur þann ofurkraft að geta jögglað boltum í annarri hendi og leyst Rubix-kubb í hinni.


Í þriðja sæti voru stúlkurnar Agnes Erla Hilmarsdóttir, Sóldís Ebba Þorsteinsdóttir, Ronja Mary Sigurjónsdóttir og Emilía Klara Ebenezarsdóttir úr 5.bekk með glæsilegt dansatriði.


Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og einnig öllum þeim tóku þátt. Þetta voru frábær atriði og góð skemmtun.

3.bekkur hugsar um umhverfið

Nú þegar snjóa leysir þá er óhætt að segja að ýmislegt kemur undan vetri og er skólalóðin okkar ekki undanskilin. Við höfum haft ákveðið kerfi hér í skólanum um hver á að sjá um garðhreinsun í hverjum mánuði fyrir sig. Nemendur eru oftar en ekki spenntir fyrir því að taka þátt í því verkefni enda þykir öllum gott að hafa snyrtilegt í kringum sig.


Í marsmánuði sér þriðji bekkur um lóðina og fóru nemendur út ásamt umsjónarkennara sínum og tóku þau til á lóðinni. Þau fundu talsvert magn af rusli sem þau týndu í poka. Nú þurfum við bara að halda lóðinni við og öll að leggjast sem eitt á það verk að halda henni snyrtilegri.

Mín framtíð - Íslandsmót iðn- og verkgreina

Þann 17. mars fóru allir nemendur í 9. og 10. bekk á Íslandsmót iðn- og verkgreina sem var haldið í Laugardalshöll daganna 16.-18. mars. Viðburðurinn ber nafnið 'Mín framtíð' og er haldinn á tveggja ára fresti. Á viðburðinum eru skólar og aðrar stofnanir að kynna nám og störf fyrir nemendum en þetta er ein besta framhaldsnámskynning landsins. Krakkarnir gengu á milli bása, spjölluðu við ýmsa aðila og fengu gefins bæklinga og dót. Mörgum þótti þetta vera mjög áhugavert.

Menningarmót

Þriðji bekkur tók þátt í verkefni sem heitir Menningarmót í boði List fyrir alla. Þetta er verkefni sem hinir ýmsu árgangar hafa verið að taka þátt í víðsvegar um landið og er Hafnarfjörður þátttakandi í því líka. Ferlið var þannig að Kristín Vilhjálmsdóttir, höfundur Menningarmóts kom til okkar í heimsókn. Þetta var afar gagnleg og skemmtileg heimsókn þar sem rædd voru hin ýmsu orð og hugtök sem koma upp í kollinn á okkur þegar við hugsum um menningu. Verkefnið er hagnýtt og skapandi leið til að miðla á milli nemenda og kennara sjálfsmynd, styrkleikum, reynslu og reynsluheim en stuðlar að sama tíma að vináttu og samkennd.

Nemendur voru virkilega áhugasamur og höfðu gaman að því að miðla frá sínum reynsluheim þar sem í árgangnum eru nemendur sem koma víða að og búa því við önnur tungumál en íslensku og búa yfir reynslu þar sem önnur menning og aðrar hefðir ríkja.

Kristín kom til okkar og sagði okkur sögu, lagði inn góða fræðslu, kenndi okkur söng og fór með okkur í leiki. Við unnum með henni að tungumálaregnboga sem verður hengdur upp hér í skólanum og verður þar af leiðandi verkefni sem aðrir árgangar geta haldið áfram með og þannig myndað góða samfellu.

Við unnum að styrkleikasól þar sem við gerðum veggspjöld um hvað einkennir okkur sjálf. Einnig fór þetta verkefni heim þar sem nemendur unnu heima að verkefni sem við köllum ég-box. Þetta verkefni kynntu þau sjálf en í þessu boxi voru munir sem einkenndu þau og þeirra líf. Það var gaman að sjá hversu vel þau unnu þetta og hvað þau áttuðu sig vel á því að allir hér í árgangnum áttu margt sameiginlegt þrátt fyrir að vera ólík og jafnvel frá ólíkum menningarheimum.

Ef einhver hefur áhuga á að skoða síðuna þeirra þá er slóðin hér: https://listfyriralla.is/event/menningarmot-skapandi-sjalfsmyndir-og-ljomandi-heimsborgarar/

Harry Potter klúbburinn í frístund

Þórunn Þórarins, deildastjóri Tómstundamiðstöðvar Víðistaðaskóla, hefur verið með Harry Potterklúbb í allan vetur hjá 3.-4 bekk í frístundaheimilinu.


Klúbburinn byrjaði hægt og rólega þar sem það voru ekki allir jafn áhugasamir á einhverjum furðulegum töfraklúbbi. Fyrst voru aðeins tíu nemendur í klúbbnum og svo hafa eiginlega öll börnin sem eru skráð í 3.-4. bekk tekið þátt í klúbbnum með einhverjum hætti í allan vetur .


Það sem klúbburinn hefur meðal annars gert í vetur er t.d. töfrasprotatagerð, slím, töfraseyði, töfraseyði sem mátti drekka, Harry Potter- gogga.

Klúbburinn gerði einnig leyniskrift með því að nota mjólk og kertaljós og eru þau nýbúin að útbúa glæsilegar uglur úr leir sem þau fengu að mála.


Harry Potter klúbburinn er haldinn alla miðvikudaga kl 13:10-14:00.

Þrívíddunarprentun í frístund


Erla Þorsteinsdóttir skóla- og frístundaliði hefur haldið utan um algjörlega frábæran klúbb í frístundaheimilinu Hraunkoti.

Krakkarnir í Krakkahrauni í 3.-4.bekkjar starfinu lærðu á forritið Tinkercad sem er einfalt þrívíddar myndvinnsluforrit og fengu að hanna þrjá hluti á mann sem voru síðan 3Dprentaðir út. Þau fengu meðal annars að hanna lyklakippu, dýr og einn frjálsan hlut.


Á þemadögunum hélt Erla svo þrívíddarprentunar sýningu fyrir áhugasama í 1-4.bekk þar sem þau fylgdust með hvernig kolkrabbi er prentaður út. Algjörlega frábær klúbbur.

Öskudagur

Það er alltaf beðið með spennu eftir Öskudegi og átti það við þetta árið líka. Furðuverur, ofurhetjur, prinsessur, skrímsli, kúrekar og allavega kynjaverur mættu alsæl og uppfull af gleði fyrir Öskudegi. Á yngsta stigi var sameiginlegt ball í matsalnum okkar og ríkti þar mikil gleði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Ritstjórn Víðóma

Birkir Már Viðarsson

Birna Dís Bjarnadóttir

Guðrún Björg Halldórsdóttir

Þórunn Þórarinsdóttir